Nýr leiðtogi Norðausturkjördæmis stígur fram með stæl!

Þótt Steingrímur hafi rétt fyrir sér þegar hann ræðir skemmdarverk og ofbeldi Sjálfstæðisflokksins þá kom það berlega í ljós í kosningaþætti RÚV í Norðausturkjördæmi - að pólitísk sól Steingríms J. sem oft hefur skinið skært - er að hníga til viðar.  Aftur á móti var það staðfest að nýr leiðtogi Norðausturkjördæmis er kominn á sviðið - Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins. 

Birkir Jón bar af í þættinum og er nú fullur sjálfstrausts sem leiðtogi en hann fyrir Framsóknarflokknum þar í fyrsta skipti.

Steingrímur var einnig fínn - en áberandi að hann er á síðustu metrunum.

Með fullri virðingu fyrir hini ágæta fólki sem var með þeim í þættinum - þá var það langt að baki - ljóst að þar er enginn alvöru forystumaður fyrir kjördæmið á ferð!


mbl.is Ofbeldi og skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

á þetta ekki að vera Norð-Austur-kjördæmi en ekki Norð-Vestur-Kjördæmi?

Fannar frá Rifi, 17.4.2009 kl. 13:26

2 identicon

Þetta er alls ekki rétt hjá þér. Steingrímur kom mjög vel út í þessum umræðum en það gerði reyndar Birkir líka.

Ína (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 14:29

3 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Guð hjálpi þér!

Gústaf Gústafsson, 17.4.2009 kl. 14:56

4 identicon

Hvenær fremja menn landráð?

Með því að koma í veg fyrir afgreiðslu frumvarps um breytingar á stjórnarskrá Íslands svívirtu sjálfstæðismenn vilja 80% þjóðarinnar og komu í veg fyrir að eignarréttur á auðlindum þjóðarinnar væri tryggður með ákvæði í stjórnarskránni.

Vonandi átta landsmenn sig á hvílíkt óhæfuverk þeir unnu með þessu og hafna þeim í næstu kosningum

Guðmundur Guðmarsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 15:54

5 identicon

Hverjum þykir sinn fugl fagur og ekki verður  sagt að þú þjáist af neinni vanmetakennd. Þegar  forystumenn  Framsóknar  losna  við barnaspikið úr andlitinu  gætu þeir ef til vill  orðið brúklegir í pólitík. En það verður líklega langt þangað  til.

Eiður (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 17:12

6 Smámynd: Hlédís

Birkir Jón virðist fyrirtaksmaður, Hallur minn!  Hreint ekki slæmur. Honum er ekki greiði ger með oflofi

Hlédís, 17.4.2009 kl. 19:32

7 identicon

Mér finnst þú Hallur vera spar á lof á Birki. Hann bar þvílíkt af í þættinum að ég vinur hans til margra ára var nánast orðlaus. Ég verð að viðurkenna það að ég fylltist eldmóð og þreki, þvílikar voru ræður hans... ég er mjög stolltur af drengnum.

Steingrímur má þó eiga það að hann ekki einungis valltaði yfir Kristján Þór heldur jarðaði hann, ekki einu sinni heldur oft.

En seint mun Birkir fá oflof fyrir framkomu sína í þessum þætti... algjör snilld og mér er alveg sama þó ég geti talist hlutdrægur.

Kv.Björgmundur

Björgmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 21:03

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe Hallur, þar skaustu nú undan þér aðra afturlöppina! Við verðum bara að viðurkenna það, sama hvaða flokk við styðjum, að Steingrímur fór á kostum í þættinum. Steingrímur hefur alla þræði í hendi sér. Hann ríkir yfir Íslandi. Birkir Jón er smávægilegt peð í samanburði við hann.

Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 22:19

9 identicon

Drengurinn geislaði af sjálfstrausti og gersamlega snýtti keppinautum sínum, utan Skallagrími sem stóð sig vel að venju.

Hrannar Magnússon (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband