Enn eitt klúður Jóhönnu og ríkisstjórnar

Við erum að horfa upp á enn eitt klúður Jóhönnu og ríkisstjórnarinnar. Þýðir ekkert fyrir þau að fela sig á bak við bankaráðin,

Annars er það með ólíkindum hversu fælin Jóhanna er á að ræða við andstæðinga sína um pólitík! 

Jóhanna hefur vit á að boða forföll þegar hún er ekki ein með sviðið - og slær síðan um sig á fundum þar sem hún þarf ekki að svara fyrir ekki aðgerðir sínar. Gott dæmi er aðalfundur Seðlabankans þar sem Jóhanna getur slegið fram hverju sem er - án þess að þurfa að svara fyrir það. Eða ASÍ fundurinn þar sem hún ræðst að pólitískum andstæðingum sínum - með órökstuddum dylgjum - í trausti þess að þurfa ekki að svara fyrir sig.

Skynsamleg kosningabarátta hjá Samfylkingu - fela Össur algerlega - forða Jóhönnu frá pólitískri umræðu við aðra - en hampa henni þar sem hún hefur ein sviðið og þarf ekki að svara gagnrýnum spurningum - enda pólitík Jóhönnu á þunnum ís...

Minnir svolítið á forseta Venesúela ...

.. en verst af öllu er að Jóhanna hefur ekki áhuga á atvinnulífinu - sjá hér


mbl.is Ítrekar að kaupum sé aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

geisp...

Brattur, 18.4.2009 kl. 21:14

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég skil ekki af hverju Framsóknarflokkurinn varði minnihlutastjórnina eins og þeir gerðu

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 18.4.2009 kl. 21:17

3 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Er ríkisstjórnin að stýra verkefnum skilanefndanna? Myndi framsókn vinna þannig?

Eggert Hjelm Herbertsson, 18.4.2009 kl. 21:19

4 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ef læknir gerir mistök á ríkissjúkrahúsi er það þá heilbrigðisráðherra að kenna eða ríkisstjórninni? Hvers konar málflutningur er þetta hjá þér Hallur - ertu farinn að örvænta.

Eggert Hjelm Herbertsson, 18.4.2009 kl. 21:36

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þetta er alveg rétt hjá þér Hallur, en það versta er að þið Frammarar berið fulla ábyrgð á Jóhönnu og handónýtri ríkisstjórn hennar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.4.2009 kl. 21:38

6 Smámynd: Brattur

Tómas, hafið þið hægri menn efni á því að skjóta á ríkisstjórn Jóhönnu... ríkisstjórn þó hefur afkastað miklu á 2 mánaða tímabili þrátt fyrir skemmdarstarfsemi Sjálfstæðismanna á Alþingi.

Brattur, 18.4.2009 kl. 21:43

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Eggert minn.

Það er alveg merkilegur andskoti hvernig þið kratarnir getið endalaust falið ykkur á bak við aðra þegar þið klúðrið málunum - en getið hins vegar verið digurbarkalegir annars.

Framsókn myndi ekki stýra verkefnum skilanefndanna - en það hefur Samfylkingi hins vegar gert þegar það hefur hentað.

Samlíkingin við læknin er reyndar ágæt. Það var nefnilega ekki ráðinn læknir í djobbið - heldur réð heilbrigðisráðherran ófaglærðan. Þá ber hann ábyrgð.

Hallur Magnússon, 18.4.2009 kl. 21:45

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Brattur!

Já, í vændiskaupafrumvörpum og öðru sem hefði getað beðið viku eða tvær þótt góð má séu. En ríkisstjórnin hefur nánast ekki skilað neinu í þeim málum sem virkilega skiptir máli!

Það var slegið tjaldborg um heimilin - tjaldborg sem er fallin - en ekki sú skjaldborg sem boðuð var.

Gísli!

Við ákváðum að treysta þvi að Jóhanna stæði við orð sín og að skilyrði Framsóknar fyrir hlutleysinu yrðu uppfyllt - þíott margir hefðu varað við því - en Jóhanna sveik bara forsendurnar.  Sömu mistök verða ekki gerð aftur.

Hallur Magnússon, 18.4.2009 kl. 21:49

9 identicon

Hallur.

Hvers vegna rann framsókn á rassin með stjórnaskránna ?

Af hverju létuð þið ekki sjálfstæðisflokkinn sitja einan niður við Austurvöll fram að kosningum ?

JR (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 22:08

10 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Og Hallur, því miður var þessi ríkisstjórn í ykkar boði. Þið studduð hana þannig að þjóðstjórn varð ekki að veruleika.

Hvað hafið þið gjört!

Vilborg G. Hansen, 18.4.2009 kl. 22:24

11 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Þessi ríkisstjórn hefur skila mjög góðu verki á stuttum tíma, við erfiðar aðstæður. Það vita framsóknarmenn en hentar ekki þeirra málfluningi í kosningabaráttu sem hefur verið þeim erfið.

Eggert Hjelm Herbertsson, 18.4.2009 kl. 22:32

12 Smámynd: Elfur Logadóttir

Hvers konar endemis vitleysa er í þér Hallur. Sættu þig við að konan var veik. Sættu þig við að þinn formaður stóð sig afar illa þetta kvöld, byrjaði á því að afsaka sig fram yfir kosningar, og ljóstraði því upp að hann hefði metnað til annarra starfa en þingstarfa, næst setti hann Óskar Bergsson á oddinn, sem snupraði eigin formann í fjölmiðlum daginn eftir - og endaði með því að verða aðhlátursefni þegar hann reyndi að ræða afstöðu Framsóknar til stríðs.

Þvílíkt hallæri af þér að reyna að líkja Jóhönnu við forseta Venesúela.

Þú ert venjulega málefnalegri en þetta Hallur.Það mætti halda að ykkur gengi illa í kosningabaráttunni.

Elfur Logadóttir, 18.4.2009 kl. 22:33

13 Smámynd: Brattur

Hallur maður áttar sig aldrei á því hvort Framsókn styður stjórnina eða ekki... en það er nú svosem ekkert nýtt að það sé erfitt að botna í Framsóknarflokknum...

Brattur, 18.4.2009 kl. 22:35

14 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hallur, þið höfðuð allan möguleika á að berja í borðið og koma ykkar fram.  Hvað klikkaði?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 19.4.2009 kl. 01:16

15 identicon

Já einmitt, Jóhanna Sig er nefnilega formaður skilanefndar, já eða er hún kannski Bankastjóri Kaupþings banka. ógeðslegar svona smjörklýpur, þú veiost eins vel og ég að þetta hefur ekkert með Jóhönu að gera. Þetta er ekki til þess fallið að auka vinsældir við lélegan flokk Framsóknar.

Valsól (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 05:36

16 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þvílík lágkúra. Kannski ekki von á öðru þegar örvæntingin hefur gripið fólk. Menn eins og þig, Hallur, sem flokkurinn þinn hafnaði. Þið verðið vel geymdir í frystikistunni með íhaldinu að kosningum loknum.

Sigurður Sveinsson, 19.4.2009 kl. 08:03

17 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Tær snilld, þið gagnrýnið Jóhönnu og hennar flokk statt og stöðugt réttilega vonlaus flokkur með öllu, en lýsið samt yfir stuðning við stjórn sem Samfylking situr í??

Ægir Óskar Hallgrímsson, 19.4.2009 kl. 09:18

18 Smámynd: Hallur Magnússon

Við skulum hafa eitt á hreinu.

Framsóknarflokkurinn hefur ALDREI lýst stuðningi við ríkisstjórnina.

Hins vegar buðumst við til að verja stjórnina vantrausti - með ákveðnum skilyrðum. Jóhanna sveik sinn hluta samkomulagsins. Það er borðliggjandi - og ekki traustvekjandi fyrir framtíðina.

Hallur Magnússon, 19.4.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband