Enn flýr Jóhanna Sigurðardóttir umræðu við pólitíska andstæðinga

Enn flýr Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar umræðu við pólitíska andstæðinga sína. Sendi nú Árna Pál fyrir sig í umræðu leiðtoga stjórnarflokkanna á RÚV í morgun.

Þetta er reyndar skynsamleg stefna hjá Samfylkingunni - enda ljóst að Jóhanna myndi eiga verulega undir högg að sækja í slíkri umræðu. ´

Betra að hafa hana þar sem hún talar ein og sér og er ekki gagnrýnd - eins og á aðalfundi Seðlabankans - í stað þess að þjóðin átti sig á því að myndin af Jóhönnu er glansmynd sem fölnar örugglega í umræðu Jóhönnu við pólitíska andstæðinga hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var nú reyndar á Bylgjunni, ekki á RÚV.

Þórður Þ. (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 13:00

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég geru nú reyndar ráð fyrir því að þetta hafi með það að gera að Árni Páll er einfaldlega mælskari og kemur betur fyrir í fjölmiðlum en Jóhanna. Það er ekki glansmynd af Jóhönnu, sem fólk er að kjósa þegar það kýs Samfylkinguna heldur er það að kjósa stefnu Samfylkingarinnar. Það er alveg eins hægt að bauna spurningum um hana á Árna Pál í útvarpsþætti eins og Jóhönnu og er þetta því ekki flótti frá einu né neinu.

Sigurður M Grétarsson, 19.4.2009 kl. 13:19

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Víst er hún að flýja :)

Hallur Magnússon, 19.4.2009 kl. 13:35

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Öllu má nú nafn gefa :)

Sigurður M Grétarsson, 19.4.2009 kl. 13:47

5 Smámynd: Elfur Logadóttir

Ætli hún sé ekki að flýja í réttu hlutfalli við minnkandi ásókn Sigmundar Davíðs í þingsetu.

Það mætti segja mér að Jóhanna sé með einbeitinguna við stjórn landsins þessa dagana - við að tryggja frágang þeirra verka sem þarf að tryggja frágang á, áður en góðu verki er skilað eftir 6 daga.

Þetta er annars að verða óstjórnlega hallærislegur leikur hjá þér Hallur, farðu nú að snúa þér að málefnunum ef þú vilt gagnrýna Samfylkinguna, en ekki hvernig þau skipta með sér vinnu síðustu dagana fyrir kosningar.

Ennþá hallærislegri verður þessi málflutningur þinn þegar maður skoðar hverjir mættu í þáttinn, ég sé ekki betur en að það hafi bara tveir formenn stjórnmálaflokka verið á staðnum af sjö þátttakendum:

Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvestri

Ástþór Magnússon, oddviti Lýðræðishreyfingarinnar í Reykjavík

Guðjón A. Kristjánsson, oddviti Frjálslyndra í Norðvestri (og formaður)

Gunnar Sigurðsson, oddviti Borgarahreyfingarinnar í Norðvestri

Katrín Jakobsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík (og formaður).

Tveir formenn Hallur, TVEIR.

Elfur Logadóttir, 19.4.2009 kl. 15:32

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Elfur.

Það væri þá kominn tími til að hún einbeitti sér af viti að stjónun landsins. Sérkennileg forgangsröðun hjá henni undanfarið - vesenast í málum sem máttu bíða - en lét efnahagsmálin í friði.

Ég er ekki að skipta mér af skipulagi kosningabaráttu Samfylkingarinnar - heldur var ég að hrósa þeim fyrir þá skynsemi að halda Jóhönnu frá gagnkvæmri pólitískru umræðu við andstæðinga sín.

Davíð Oddsson gerði nákvæmlega það sama. Enda eiga þau Davíð og Jóhanna margt sameiginlegt.

Hallur Magnússon, 19.4.2009 kl. 15:50

7 Smámynd: Elfur Logadóttir

Jóhanna var veik í einn dag, þó þeir hafi verið tveir. Get over it.

Að öðru leyti hefur hún beitt öllum sínum kröftum í að gera þær leiðréttingar á íslensku þjóðfélagi til hins betra fyrir heimilin og fyrirtækin. Til þess hefur hún notið stuðnings Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins og er það vel.

Þess vegna skil ég ekki hvers vegna í ósköpunum þú gargar hér eins og bjáni einhverja hallærislega frasa um vinnusama og atorkumikla konu á besta aldri. Örvæntingin virðist vera svo mikil hjá ykkur að þú grípur m.a.s. til ömurlegra samlíkinga sem ekki eru svaraverðar.

Hallur, ég vænti svo miklu meira af þér en þetta ómálefnalega krot!

Elfur Logadóttir, 19.4.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband