Framsóknarmaðurinn Þór Jakobsson benti á þetta fyrir 25 árum!

Framsóknarmaðurinn og veðufræðingurinn Þór Jakobsson benti á þessa miklu möguleika okkar á öflugri uppskipunarhöfn á Íslandi fyrir hartnær 25 árum - þegar vísbendingar um hlýnun jarðar voru fyrst að ryðja sér til rúms.  Þór benti á að Ísland  gæti orðið miðdepill samganngna mulli Norður-Atlantshafs og Kyrrahafs.

Þetta mál hefur alla tíð síðan verið mér ofarlega í huga og fagna því að utanríkisráðherra sé með á nótunum. Þarna eru tækifæri fyrir framtíðina!


mbl.is Góð skilyrði fyrir umskipunarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur verið stefnt að því all lengi, að umskipunarhöfn yrði í Hvalfirði á Grundartangasvæðinu. Við Akurnesingar með 35% eignarhlut í Grundartangahöfn höfum gert okkur þennan möguleika ljósan, og talað fyrir því að slík gæti átt sér stað. Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, var lengi bæjarstjóri á Akranesi, og þekkir því vel til þessara mála, og er bjartsýnn á að þetta verði. Aðdýpi er meira þarna en annarsstaðar, þannig að mjög stór skip gætu notað þessa höfn.

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:24

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hallur, hvort heldur þú að hafi skipt meira máli varðandi þessa skoðun hans, að hann er veðurfræðingur eða Framsóknarmaður?  Það er nú pínulítið að skreyta sig með stolnum fjöðrum að tengja þetta við Framsókn.

Marinó G. Njálsson, 22.4.2009 kl. 17:16

3 identicon

Ég virði Þór Jakobsson mikils . þar er góður maður sem hefur góða þekkingu á bráðnun Grænlandsjökuls. og norðurpólsins. Um Jóhönnu Sigurðardóttir er bara eitt svar . Þið sáu hana taka við undirskriftalista Helga í Góu. Hvað sagði hún þegar hann vildi fá svör innan 60 daga .Ég skal reyna það var svarið og leit með fyrirleitningu á Helga. Er þetta leiðtoginn sem okkur vantar núna . Ég ségi nei. Samfylkinginn fékk góðann styrk frá ASÍ eini flokkur . Hvað er ASÍ að gera með peninga almennings. í að styrkja bara einn flokk. Hvað um aðra styrki sem hún fékk frá Atlandsolíu og Bónus og marga aðra styrki sem þarf að kanna betur .

Hannes Helgason (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:17

4 identicon

Þetta er nú eitt mesta diss sem ég hef lengi séð: http://www.dv.is/frettir/2009/4/22/leyniskjol-vinir-framsoknar-i-bloggheimum/

Ég væri svekktur í þínum sporum.

Ármann fv. mágur (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:33

5 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Hallur, - þetta er rugl hjá þér. Það  voru Framsóknarmennirnir John F. Kennedy og  Barack Obama sem  fyrstir nefndu þetta. Þú verður að læra  Framsóknarsöguna betur.

Eiður Svanberg Guðnason, 22.4.2009 kl. 23:04

6 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Ísland, Hong Kong norðursins

“Norður-Íshaf er hið eiginlega Miðjarðarhaf”!
Svo mælti Vilhjálmur Stefánsson (1879-1962), landkönnuður og mannfræðingur.

Veit ekki hvort Vilhjálmur Stefánsson var framsóknarmaður eða krati en það skiptir ekki máli. Hitt skiptir máli að það er komin hreyfing á þessi mál hér á landi og stjórnvöld farin að undirbúa sig.

Íshafsleiðin, var fyrst farin af rússneska skipinu Alexander Sibiryakov árið 1932. Frá Íslandi er þessi siglingaleið til Tokyo innan við 7000 sjómílur (18-20 dagar), en ef farið er um Suezskurðinn er hún um 12,500 sjómílur (34-36 daga sigling).

Vegna legu Íslands á miðju Atlanshafi milli Evrópu og Ameríku skapast miklir möguleikar á að gera Ísland að öflugri umskipunarhöfn – Hong Kong norðursins, sérstaklega er horft til austurstrandar Bandaríkjanna. Einnig er hægt að aðstoða Rússa við að koma vörum sínum á markað, t.d. olíu, timbri og málmum.

Sigurpáll Ingibergsson, 23.4.2009 kl. 09:54

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Því miður þá er þetta nú ekki fast í hendi frekar en margt annað.Siglingaleiðin frá Asíu norður fyrir Rússland til Evrópu er framhjá Íslandi.Siglingaleiðin frá austurströnd N-Ameríku til Asíu, norðvesturleiðin er líka framhjá Íslandi.Ef siglt væri yfir pólinn frá Beringssundi til íslands og vörum þaðan dreift til Evrópu og Ameríku til hægri og vinstri væri þetta komiði í framkvæmd, en kostnaður við að umskipa vörum er mikill og öll skipafélög forðast slíkt. 

Sigurgeir Jónsson, 23.4.2009 kl. 14:14

8 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sigurgeir Jónasson!

Ég hef séð fjárhagsáætlanir um umskipunarhöfn. Við erum ekki að tala um að borða alla kökuna.  Í áætlunini var verið að gæla við að 5% af vörum kæmu við á Íslandi í umskipun, þá væri fín arðsemi af umskipunarhöfn. Möguleikarnir væru miklir.  Tækifærið er fyrir hendi að stækka kökuna, en til þess þurfum við að vinna góða heimavinnu.

Að lokum má geta þess að ein af rökum fyrir skipafélög eru sjórán. Þau hafa færst í aukana t.d. nálægt Súdan.

Sigurpáll Ingibergsson, 23.4.2009 kl. 14:34

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Það er dálítið fyndið hvað þið eruð margir viðkvæmir fyrir Framsóknarmönnum og margvíslegu góðu framlagi þeirra gegnum tíðina.

Að sjálfsögðu var framlag Þórs byggt á grunni þess að hann var veðurfræðingur - en við settum Framsóknarmenn þetta fram sem einn mögulegan þátt framtíðarsýn í framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Íslandi fyrir rúmum 20 árum síðan.

Það er staðreynd sem ekki verður hrakin.

Ármann!

Hvaða diss sérðu í þessu Excelskjali?

Það að ég, Gestur Guðjóns og G.Vald séu ekki taldir upp?

Hallur Magnússon, 23.4.2009 kl. 19:46

10 identicon

Ég veit ekki um þessa G-menn en ég hefði haldið að þú ættir að vera efstur á öllum listum yfir merka Framsóknarbloggara; finnst Excel-maðurinn hafa skríplað ansi falskt þar.

Ármann (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband