Forseti ASÍ mismunar fólki eftir flokksskírteinum

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagðist líta á það sem jafngildi uppsagnar hjá Vigdísi Hauksdóttur ef hún tæki 1. sæti á lista Framsóknarflokksins - en Vigdís leitaði eftir launalausu fríi fram yfir kosningar.

Gylfi er því að segja miðsstjórnarfulltrúum ASÍ ósatt þegar hann segir Vigdísi hafa óskað eftir því að hætta.

Það er greinilega gert upp á milli starfsmanna ASÍ eftir flokksskírteini.

Sjá nánar:  Pólitískar hreinsanir hjá ASÍ

Gylfi reynir að afsaka sig með því að Vigdís sé í öruggu sæti og fari á þing. Það ætla ég svo sannarlega að vona - en minni á að Framsóknarflokkurinn hefur engan þingmann í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Einnig má minna á að Bryndís Hlöverðsdóttir var á fullum launum hjá ASÍ í kosningunum 1995 - og Magnús Norðdahl er nú á fullum launum í kosningabaráttu fyrir Samfylkinguna - þar sem hann tók þátt í prófkjöri.


mbl.is Engin flokkspólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískar hreinsanir hjá ASÍ

Forseti Alþýðusambands Ísland hefur nú hafið pólitískar hreinsanir innan ASÍ þar sem gert er gróflega upp á milli þeirra sem eru með flokksskírteini í Samfylkingunni og fólks í öðrum stjórnmálaflokkum. Forseti ASÍ ætti að biðjast afsökunar á þessari mismunun!

Lögfræðingur ASÍ - Vigdís Hauksdóttir - var rekin fyrir að fara í framboð fyrir Framsóknarflokksins á sama tíma og yfirmaður hennar - Magnús Norðdahl heldur starfi sínu þótt hann taki sæti á lista Samfylkingarinnar.

Vigdís óskaði eftir launalausu leyfi fram yfir kosningar - en svar ASÍ var að sambandið liti á það sem uppsögn ef hún tæki forystusæti hjá Framsóknarflokknum. Magnús situr hins vegar sem fastast væntanlega á launum í kosningabaráttunni.

Um þetta segir í frétt DV í dag:

Vigdís Hauksdóttir þurfti að hætta störfum sem lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands eftir að hún tók oddvitasæti hjá Framsóknarflokknum. Henni finnst skjóta skökku við að á sama tíma heldur Magnús Norðdahl áfram störfum hjá félaginu en hann skipar sjötta sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík.

„Þetta kom mér mjög á óvart,“ segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík suður fyrir komandi kosningar. Vigdís starfaði sem lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands þar til henni var gert að hætta vegna framboðs hennar fyrir Framsóknaflokkinn. „Þeir litu svo á að ef ég tæki þetta sæti jafngilti það uppsögn af minni hálfu. Ég sagði að það yrði þá svo,“ segir Vigdís.

Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, lítur svo á að með því að taka að sér að leiða framboðslista sé Vigdís að taka að sér nýtt starf. „Það er ekki hægt að vera bæði þingmaður og starfsmaður Alþýðusambandsins,“ segir Gylfi og bendir á að hún sé nú nokkuð örugg með að komast á þing. „Ég veit ekki til þess að það sé nokkuð vandamál á milli okkar Vigdísar,“ segir Gylfi.

Þessar pólitísku hreinsanir nýs forseta ASÍ koma ekki alfarið á óvart - því eftir að hann tók við hefur ASÍ virst starfa sem verkalýðsarmur Samfylkingarinnar en ekki fjöldahreyfing verkafólks úr öllum flokkum.  Ekki þarf að rifja upp að forseti ASÍ er flokksbundinn Samfylkingarmaður sem hefur áður sóst eftir frama í þeim flokki.


mbl.is Verða að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atlagan var hörð en við stóðumst hana

Atlagan að Íbúðalánsjóði var hörð. En við stóðumst hana. Eitt af vopnum bankanna var að síendurtaka ósannindin um að áætlanir um 90% lán Íbúðalánasjóðs til kaupa af hóflegu húsnæði væri vandamálið - þegar hið sanna var að óheft innkoma bankanna setti efnahagslífið í rúst.

Þessi ósannindi bankanna - sem fjölmiðlar tóku allt of oft undir með - varð síðan að vinællri þjóðsögu - þjóðsögu sem margir trúa enn í dag þótt hún hafi margoft verið hrakin.

Ef Framsóknarflokksins hefðui ekki notið við - þá værum við ekki með Íbúðalánasjóð í dag heimilunum í landinu til hagsbóta.


mbl.is Bankar litu á ÍLS sem óvininn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrja smátt - eins og íhaldið - en með betri samvizku!

Íhaldið ætlar að byrja afar smátt í að greiða til baka það sem það hefur fengið frá hinum minnstu í samfélaginu. Ég persónulega er því betur mað afar góða samvizku þegar skoðaður er jöfnuður frá mér til þeirra sem þurfa á aðstoð að halda - og framlaga þeirra til mín!

En ég er samt að hugsa um að feta í fótspor íhaldsins og byrja smátt - en í mínu tilfelli í blogginu.

Ég er mættur aftur - með góða samvizku - miklu betri samvizku en fjáröflunarnefnd íhaldsins!

Heyrumst á morgun!


mbl.is Skilar framlagi Neyðarlínunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af toppnum hjá Mogganum í blogghlé

Undanfarna fjóra daga hef ég verið í efsta sæti yfir mest lesnu bloggara á mbl.is. Það var svoldið skemmtilegur áfangi að ná. Náði hins vegar ekki efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Það var svoldið leiðinlegt að ná ekki þeim áfanga.

Hef núna bloggað nær daglega í 16 mánuði. Hef fengið rúmlega 300 þúsund heimsóknir.

Er orðinn dálítið þreyttur og þurrausinn.

Ætla því að taka mér frí frá blogginu út þessa viku.

Legg vonandi eitthvað gáfulegt í umræðuna í næstu viku. Eða ekki.


Hvers vegna er rétt að framleiða ál á Íslandi ?

Eitt svarið við efnahagsvandanum gæti verið að finna á afar athyglisverðri bloggsíðu Þrastar Guðmundssonar þar sem hann bloggar: Hvers vegna er rétt að framleiða ál á Íslandi ?

Þröstur er með doktorspróf í verkfræði og sérfræðingur í framleiðsluferlum í áliðnaði.
Mér sýnist Þröstur nálgast þessa spurningu skýrt og skilmerkilega - þar sem farið er yfir staðreyndir.
Hollt að lesa.
Vonandi heldur Þröstur áfram að miðla fróðleik sínum um ál og áliðnað á bloggsíðu sinni.

 


mbl.is Svör við efnahagsvandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimild til hópmálssóknar mikil réttarbót

Heimild til hópmálssóknar er nú loks í augsýn á Íslandi, en fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á lögum um meðferð einkamála sem opnar fyrir hópmálsóknir. Þetta er mikil réttarbót fyrir íslenska neytendur - enda hefur Talsmaður neytenda lagt áherslu á þessa lagabreytingu.

Það eru allar líkur á að frumvarpið verði samþykkt á næstu dögum enda þverpólitísk samstaða nú um málið.


Blaðamönnum og þingmönnum mútað af bönkunum?

"Rannsóknarnefnd Alþingis, sem á að grafast fyrir um orsakir bankahrunsins, ætlar að rannsaka hvort stjórnmálamenn eða fjölmiðlamenn hafi fengið sérstaka fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, segir að ábending hafi komið innan úr bankakerfinu um að einhver eða einhverjir úr þessum hópi hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá bönkunum. Þetta eigi við þingmenn, fyrrverandi þingmenn og ýmsa fjölmiðlamenn. Kanna á tímabilið frá 2004 til 2008."

Svo hljóðar hluti fréttar á www.visir.is.

Þótt ég hafi oft verið undrandi á hlutdrægni fjölmiðlamanna þegar ég var að verjast rangfærslum bankanna gagnvart Íbúðalánasjóði á sínum tíma - þá hafði ég ekki hugmyndaflug til að láta mér detta í hug mögulega óeðlilega fyrirgreiðslu í bönkunum til handa fjölmiðlamönnum!

Heitir það ekki mútur á íslensku?


mbl.is Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna formaður forsenda stjórntækrar Samfylkingar

Jóhanna Sigurðardóttir verður að gefa kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar við núverandi ástæður. Það er forsenda þess að Samfylkingin verði stjórntæk í kjölfar kosninga.

Tvíhöfða þurs í forystu Samfylkingar er ekki það sem þjóðin þarfnast.

Jóhanna er óumdeildur leiðtogi Samfylkingarinnar um þessar mundir. Borgarfulltrúi eða fyrrum bæjarstjóri geta aldrei verið trúverðugir eða traustir formenn þessa dagana. Þess vegna á hún að taka kaleikinn - strákarnir verða að bíða í 2-3 ár í viðbót.


mbl.is Þrýstingur á Jóhönnu vex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður Ingi og Eygló öflugt pólitískt par

Sigurður Ingi og Eygló Harðardóttir eru öflugt pólitískt par sem hafa víða skírskotun á Suðurlandi. Suðurnesjamaðurinn Eysteinn Jónsson klárar það sem klára þarf hvað það varðar. Sem "gamall tímabundinn Hornfirðingur" bíð ég eftir þingmannsefni úr Austur-Skaftafellsýslu - en hann kemur bara síðar!

Framsóknarflokkurinn á að ná góðum árangri á Suðurlandi með þennan lista.

En ég vil minna Sigurð Inga og aðra frambjóðendur Framsóknarflokksins á að þau hafa verið valin til þess að framfylgja stefnu Framsóknarflokksins sem ákvörðuð var á síðasta flokksþingi. Þar er mikilvægt að hafa í huga það sem ég bloggaði um í morgun: Evrópustefna Framsóknar skýr - aðildarviðræður með skýrum markmiðum

 


mbl.is Sigurður Ingi í fyrsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband