Forseti ASÍ mismunar fólki eftir flokksskírteinum

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagðist líta á það sem jafngildi uppsagnar hjá Vigdísi Hauksdóttur ef hún tæki 1. sæti á lista Framsóknarflokksins - en Vigdís leitaði eftir launalausu fríi fram yfir kosningar.

Gylfi er því að segja miðsstjórnarfulltrúum ASÍ ósatt þegar hann segir Vigdísi hafa óskað eftir því að hætta.

Það er greinilega gert upp á milli starfsmanna ASÍ eftir flokksskírteini.

Sjá nánar:  Pólitískar hreinsanir hjá ASÍ

Gylfi reynir að afsaka sig með því að Vigdís sé í öruggu sæti og fari á þing. Það ætla ég svo sannarlega að vona - en minni á að Framsóknarflokkurinn hefur engan þingmann í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Einnig má minna á að Bryndís Hlöverðsdóttir var á fullum launum hjá ASÍ í kosningunum 1995 - og Magnús Norðdahl er nú á fullum launum í kosningabaráttu fyrir Samfylkinguna - þar sem hann tók þátt í prófkjöri.


mbl.is Engin flokkspólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hún er oddviti lista í fjölmennasta kjördæmi landsins. Staða hennar er öðruvísi en mans sem er í 6. sæti lista. En það er hinsvega góð og gegn lýðræðisleg hefð að fólk fái að taka sér leyfi frá störfum meðan það dembir sér í kjörin störf fyrir þjóðina. Það hefði verið eðlilegt að krefjast þess.

Héðinn Björnsson, 25.3.2009 kl. 13:31

2 Smámynd: corvus corax

Staða Vigdísar er ekkert öðruvísi en staða manns á 6. sæti á lista. Málið er einfaldlega flokkspólitískt þótt ASÍ-forsetafíflið kjósi að reyna að ljúga sig út úr því. Svo einfalt er það...

corvus corax, 25.3.2009 kl. 13:33

3 Smámynd: 365

Þetta er bara djöfuls spilling.

365, 25.3.2009 kl. 13:39

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Algjörlega ósammála Héðinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magnús er á lista og engar athugasemdir verið. Framsóknarmenn virðst því miður ekki tilheyra alþýðu Íslands í augum Samfylkingarmannsins Gylfa.

Guðmundur St Ragnarsson, 25.3.2009 kl. 13:39

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Ekki gleyma Brybdísi Hlöðvers á sínum tíma!

Hallur Magnússon, 25.3.2009 kl. 13:52

6 Smámynd: Alli

DV í dag:

„Það er ekki hægt að vera bæði þingmaður og starfsmaður Alþýðusambandsins,“ segir Gylfi

Skyldu Ögmundur og BSRB vita af þessu?

Alli, 25.3.2009 kl. 14:00

7 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Lögfræðingurinn Vigdís  kærir bara ASÍ fyrir brot á jafnrétti og krefst bóta.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 25.3.2009 kl. 15:20

8 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég hefði litið á það sem uppsögn hjá mínum starfsmanni að taka að sér forystu á lista flokks fyrir alþingiskosningar. Slíkur leiðtogi getur ekki stundað vinnu á meðan yfir gengur.

 Hallur, Gylfi er ekki Samfylkingin.

Eggert Hjelm Herbertsson, 25.3.2009 kl. 21:31

9 Smámynd: Hlédís

Getur Gylfi ekki farið að gera eitthvað af viti?

Hlédís, 25.3.2009 kl. 21:33

10 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta er mjög lélegt hjá ASÍ og þarna nýtur Framsókn ekki jafnréttis á við aðra flokka.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 22:37

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Eggert.

Konan bað um launalaust leyfi í 6 vikur. Það gekk ekki - en yfirmaður hennar er enn á launum í framboði fyrir Samfylkinguna.

Hallur Magnússon, 26.3.2009 kl. 07:32

12 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Hallur, það er fullt af fólki í framboðum fyrir hina og þessa, þeir eru samt ekki flokkarnir - taka sjálfsstæðar ákvarðanir eins og aðrir.

Magnús hefur ekki enn tekið sæti á lista en verður líklega í 6. sæti.

Eggert Hjelm Herbertsson, 26.3.2009 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband