Ákvörðunarfælni aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins

Ákvörðunarfælni heldur áfram að vera aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins en eins og alþjóð veit þá átti ákvörðunarfælni Sjálfstæðisflokksins og leiðtoga hans stóran þátt í því efnahagshruni sem við upplifum núna.

Nú snýst ákvörðunarfælnin að Evrópusambandinu en Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki kjark til að taka ákvörðun um hvort kanna skuli kosti Íslendinga með aðildarviðræðum að Evrópusambandinu.

Framsóknarflokkurinn er því hinn raunverulegi leiðtogi aðildarviðræðna við Evrópusambandið með skýrri stefnu sinni þar sem mælt er með aðildarviðræðum með mjög skýrum skilyrðum.

Samfylkingin er ónothæf í að leiða aðildarviðræður þar sem þau annars ágætu stjórnmálasamtök vilja ganga í Evrópusambandið hvað sem það kostar og getur því ekki staðið í raunverulegum samningaviðræðum. Samfylking gæfi allt eftir til að komast inn.

VG er hins vegar á móti aðild að Evrópusambandinu en útilokar ekki aðildarviðræður.


mbl.is Engin tillaga í ESB-skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Hallur er náttúrulega að grínast þegar hann talar um Framsókn sem leiðandi í ESB málum. Hefurðu ekki heyrt þín frambjóðendur á landsbyggðinni tala? Þú ættir að gera það, þar er ekki mikill ESB-tónn.

Bullið að Samfylkingin vilji bara fara inn, sama hvað. Hér er styttri útgáfa á stefnu flokksins (frá kosningum 2007):

Eggert Hjelm Herbertsson, 26.3.2009 kl. 08:10

2 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Já sæll, ákvörðunarfælni bara. Ég veit ekki betur en ákvörðunin muni ekki fara fram fyrr en á föstudaginn. Þú virðist ekki vera vel að þér um hvernig þessi nenfd var hugsuð.

Ef þú hefur ekki gert þér grein fyrir því ennþá þá var evrópunefndinni ætlað að leggja blákalt mat á málið og leggja fram tillögu eða tillögur fyrir landsfund. Síðan er það á landsfundi þar sem málið verður klárað og ákvörðun tekin.

Carl Jóhann Granz, 26.3.2009 kl. 08:15

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Mér sýnist Carl Jóhann Gränz vera búinn að segja það sem ég ætlaði að segja. Hlutverk nefndarinn var alls ekki að mæla með einni leið frekar en annarri, enda vinnur Sjálfstæðisflokkurinn á lýðræðislegri nótum en það.

Miðað við þá frétt sem ég var að lesa þá kveður sá hópur sem fjallaði um peningamálastefnuna mjög skýrt að orðið að krónan sé dauð og skynsamlegast sé að taka upp evru.

Síðan deila menn aðeins um hvort það eigi að gera einhliða eða með aðild að ESB. Þótt ég hafi reynt að kynna mér þetta eins vel og ég get er ég ekki hagfræðingur ætti því kannski ekki að vera tjá mig of mikið um þessi mál. Hins vegar er mér ljóst að einhliða upptaka evru, án þess að eiga bakhjarl í Seðlabanka Evrópu, er áhættusöm og ekki jafn áhrifarík og að taka upp evruna með aðild að ESB. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.3.2009 kl. 08:43

4 Smámynd: Offari

Ákvörðunarfælnin og aðgerðarleysið virðst halda áfram þótt skippt sé um ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn á eitt sameiginlegt við fráfarandi ríkisstjórn.

Offari, 26.3.2009 kl. 10:37

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Þið Framsóknarmenn virðist halda að því meira sem þið másið og blásið því meira taki fólk mark á ykkur. Mér sýnist skoðanakönnunin í dag sýna annað, þó svo að taka beri niðurstöður slíkra kannana með fyrirvara.

Það er auðvitað fásinna að halda því fram að Samfylkingin vilji fara inn í Evrópusambandið hvað sem það kosti. Vissulega hefur flokkurinn talað um það síðustu árin (ekki bara síðustu mánuði eins og þið) að ESB sé lausnin. Flokkurinn vill fara í aðildarviðræður, ná eins góðum samningum og hægt er og leggja niðurstöðuna undir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er fólkið í landinu sem ákveður hver niðurstaðan verður, ekki stjórnmálaflokkarnir. Samfylkingin hefur verið með ljósa stefnu í mörg ár, annað en aðrir flokkar, og er svo sannarlega leiðandi aðili hvað varðar ESB.

Smári Jökull Jónsson, 26.3.2009 kl. 10:48

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sem gefur að skilja fælast okkar beztu menn það að gera land okkar að undirlægju erlends valds og afhenda því á silfurfati æðsta löggjafarvald okkar og fullveldisréttindi í málum.

Jón Valur Jensson, 26.3.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband