Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Ólafi Ragnari ber skylda til að stöðva IceSave

Ólafur Ragnar Grímsson sýndi á sínum tíma mikinn styrk þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Þar var mál sem Ólafur taldi með réttu að þjóðin ætti að ákveða hvort ætti rétt á sér.

Vafinn sem ríkir um IceSave og mögulegt valdaframsal er þess eðlis að Ólafur Ragnar getur ekki látið löggjöf vegna þessa yfir sig og þjóðina ganga. Fjölmiðlafrumvarpið er smámál miðað við mögulegar afleiðingar IceSave.

Forsetanum ber skylda til að stöðva málið og koma IceSave í dóm þjóðarinnar. Til þess er hann - öryggisventill á vafasamar ákvarðanir stjórnvalda.


mbl.is Vilja að forseti synji staðfestingu á ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæfur samgönguráðherra með vitlausa vegagerð

Ekki ætla ég að gera lítið úr Vaðlaheiðagöngum - vegagerð í kjördæmi samgönguráðherrans. Samgöngumiðstöð í Reykjavík er eflaust ágæt - en afar umdeild - enda menn ekki á eitt sáttir um staðsetningu hennar frekar en flugvallarins.

En það er vanhæfur samgönguráðherra sem setur nauðsynlega tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar við Reykjavík aftar en Vaðlaheiðagöng - og Sundabraut aftur fyrir samgöngumiðstöð.

Samgönguráðherrann er best geymdur á Siglufirði.


mbl.is Tvöföldun aftar í röðinni en jarðgöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll viðurkennir mistök ríkisstjórnar í IceSave

"Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir ríkisstjórnina hafa staðið illa að kynningu Icesavesamkomulagsins og gert ákveðin mistök með því að ætla að ná samkomulaginu í gegn án þess að leggja það fram á Alþingi. Fyrir það verði stjórnin að bæta. Árni Páll var gestur Sigurjóns Egilssonar í þættinum Sprengisandi í morgun þar sem þjóðmálin voru til umræðu og þetta kom fram."

Svo hljóðar frétt á visir.is

Það er virðingarvert að Árni Páll viðurkenni þessi augljósu mistök.

En hvernig ætlar ríkisstjórnin að bæta fyrir það - eins og Árni Páll segir hana réttilega þurfa að gera?

Er Jóhanna til í að viðurkenna mistök sín?

Eða Steingrímur J.?

Confjúsd?

Jú vónt be in ðí next epísód of SÓP

 

 


mbl.is Borgarafundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk púðurskot Dags B.

Dagur B. skrópaði í vinnunni sinni hjá Reykjavíkurborg til þess að taka þátt í kosningabaráttu fyrir Samfylkinguna á landsvísu. Þáði samt full laun - ágæt meira að segja.

Dagur B. hefur greinilega ekki haft fyrir því að setja sig inn í þá vinnu sem fram fór hjá Reykjavíkurborg meðan hann skrópaði.

Kemur nú eins og álfur út úr hól - og skýtur pólitískum púðurskotum út í loftið.

Ekki nægilega traustvekjandi hjá þessum annars efnilega dreng - sem langar að verða aftur borgarstjóri.


mbl.is Fjárhagsáætlunin var endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvætt að fá erlenda fjárfesta inn í nýju bankana

Það er jákvætt að fá erlenda fjárfesta inn í nýju bankana - jafnvel þó leiðin sé þessi en ekki nýtt ferskt fjármagn. Við verðum bara að vona að fleiri erlendir fjárfestar verði reiðubúnir að eignast hlut í bönkunum - helst með nýja peninga og góð erlend sambönd.

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það eigi að slá saman tveimur ríkisbankanna í einn - þannig að þeir verði einungis tveir - og að rík áhersla verði lögð á að fá erlenda fjárfesta inn í annan bankanna.

Hinn bankinn verði hins vegar rekinn sem banki í meirihlutaeign ríkisins að minnsta kosti fyrstu misserin - jafnvel árin.

Þó verður að sjálfsögðu að tryggja jafnræði á bankamarkaði þótt ríkið sé meirihlutaeigandi.


mbl.is Þýskir eignast í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúpínan krabbamein í íslenskri náttúru

Það er ömurlegt að horfa upp á lúpínuna dreifa sér eins og illkynja krabbbamein í íslenskri náttúru og kæfa hefðbundinn íslenskan holtagróður. Holt og hæðir er að verða undirlagt af þessu krabbameini sem og dreifir sér sem aldrei fyrr.

Því miður er ekki einungis um höfuðborgarsvæðið að ræða heldur er lúpínan að eyðileggja fjölda svæða víðs vegar um landið.

Það verður að grípa inn í og finna leiðir til að lækna þetta illkynja krabbamein í íslenskri náttúru.


Statlige midler til kollektivtiltak: 20 millioner kroner til Drammensområdet

Facebookvinur minn Liv Signe Navarsete formaður Miðflokksins í Noregi og samgönguráðherra var að vekja athygli á framlagi norsku ríkisstjórnarinnar til almannasamgangna í Drammen og nágrenni. Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 20 milljónum norskra króna - sem jafngildir amk. 400 milljónum íslenskra krónar -  til að auka notkun almenningssamgangna og draga úr notkun einkabíla.

Statlige midler til kollektivtiltak: 20 millioner kroner til Drammensområdet

Ég veit að við erum ferlega blönk - en væri ekki rétt að ríkisstjórnin kæmi að rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með svipuðum hætti - nú þegar strætó berst í bökkum.

Ég bara spyr!


Hærra hámarkslán og endurbótalán afborgunarlaus fyrstu 3 árin!

Það er mikilvægt að rýmka reglur Íbúðalánasjóðs við núverandi aðstæður. Það þarf að hækka hámarkslánið. Það er forsenda þess að fólk sem er læst í óhagstæðum lánum á íbúðum sínum - geti selt og losað sig út úr erfiðri skuldastöðu - og það er nauðsynlegt svo fólk geti minnkað við sig án þess að standa í makaskiptum.

Það er einnig nauðsynlegt til þess að unnt sé að selja hluta þess nýja húsnæðis sem stendur autt til þeirra sem hafa þó greiðslugetu til að standa undir greiðslum af eðlilegu íbúðaláni.

Þá þarf að rýmka reglur um endurbótalán þannig að unnt verði að veita lán til endurbóta sem eru algerelga afborgunarlaus í þrjú ár. Það veitir þeim sem eiga eignir sem þurfa viðhald og hafa veðrými möguleika á að fara núna í nauðsynlegt viðhald á hagkvæmum kjörum auk þess að veita iðnaðarmönnum nauðsynlega atvinnu á erfiðum tímum.

Einnig geta slík lán gert gæfumuninn fyrir fólk sem ekki er með atvinnu í augnablikinu en eiga eignir sem þarfnast viðhalds - því vinna við viðhald á eigin húsnæði fjármagnað með endurbótaláni Íbúðalánasjóðs - getur bjargað fjölskyldum yfir erfiðasta hjallan næstu mánuði eða þar til vonandi fer að rofa til hvað atvinnuástand varðar.

Hækkun hámarksláns og rýmkun reglna um endirbótalán geta því hleypt smá súrefni í fastgeignamarkaðinn, veitt atvinnulausum húseigendum tímabundna vinnu og jafnvel komið í veg fyrir gjaldþrot í byggingariðnaði.

Sjá einnig bloggfærslu frá því í nóvember: Liðkum fyrir góðum endurbótalánum til þeirra sem enn eiga peninga og veðrými!

og frá því í síðustu viku: Hækkun hámarksláns Íbúðalánasjóðs nauðsynleg


mbl.is Íbúðaverð lækkar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir frestun framkvæmda í auknu atvinnuleysi?

Ætli samgönguráðherra hafi kannað hvað frestun framkvæmda við vegagerð þýðir í auknu atvinnuleysi og hver kostnaður ríkissins verður í auknum atvinnuleysisbótum og kostnaði við óþarfa slys á fólki sem því miður verða að líkindum vegna slysagildra á þessum vegaköflum?

Frestunin mun að líkindum verða banabiti einhverra fyrirtækja.

Auðvitað þarf að spara - en það þarf einnig að koma hjólum atvinnulífsins í gang með opinberum framkvæmdum í kreppu og miklu atvinnuleysi. Þar að auki fá menn miklu meira fyrir peningana í framkvæmdum á krepputímum en á þenslutímum.


mbl.is Hætt við öll útboð í vegagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru súrt rengi á þorrablótunum?

Fær maður þá loksins alvöru súrt rengi á þorrablótum vetrarins? Hrefnurengið er bara ekki það sama og stórhvalarengi þótt matreiðslumeistararnir hafi náð langt með því að press herfnurengið í þétta klumpa.

Var afar svekktur að fá ekki súrt rengi í vetur - þar sem einhverra hluta vegna mátti ekki éra langreyðarnar í fyrra!

Ef við fáum ekki súrt rengi - þá skil ég ekkert í þessum veiðum!!!


mbl.is Búið að veiða fjóra hvali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband