Lúpínan krabbamein í íslenskri náttúru

Það er ömurlegt að horfa upp á lúpínuna dreifa sér eins og illkynja krabbbamein í íslenskri náttúru og kæfa hefðbundinn íslenskan holtagróður. Holt og hæðir er að verða undirlagt af þessu krabbameini sem og dreifir sér sem aldrei fyrr.

Því miður er ekki einungis um höfuðborgarsvæðið að ræða heldur er lúpínan að eyðileggja fjölda svæða víðs vegar um landið.

Það verður að grípa inn í og finna leiðir til að lækna þetta illkynja krabbamein í íslenskri náttúru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir náttúrufræðingar, sem Sebastian hefur talað við eru á sama máli og Hallur í þessu máli. Innflutningur lífvera í jafn lokað náttúrufarskerfi eins og Ísland hefur lengst af verið á yfirstandandi hlýskeiði ísaldar, þarf að vera mjög yfirvegaður og forðast ber allar skyndiákvarðanir eins og raunin varð með lúpínuna. Það skal alveg viðurkennt, að hún getur gert kraftaverk á gróðurvana svæðum. Það er hinsvegar illt að horfa á hvernig hún ræðst á og eyðir öðrum gróðursamfélögum, t.d. hríslendi, lyng- og móagróðri. Því miður er lúpínan trúarbrögð í huga fjölmargra. Lengi vel var manni talin trú um að lúpínan ynni þannig, að þegar hún hefði myndað jarðveg á gróðurlitlum svæðum, myndaðist graslendi og hún hyrfi. M.a. var mörgum bóndanum talin trú um að með þessu gætu þeir aukið við og bætt beitiland. Sú hefur ekki verið raunin. - Það er því brýnt að koma því þannig fyrir, að fleiri slys verði ekki af þessum toga og vandað umhverfismat fari fram áður en gróðursetning lúpínu er hafin á nýjum svæðum. Annað af svipuðum toga er freistandi að nefna. Það hefur loðað við skógræktarfólk að vilja gróðursetja barrtré og aðrar innfluttar trjátegundir ofan í birkikjarr og skógarleifar. Við þurfum ekki annað en ferðast um Stafholtstungur og Norðurárdal í Mýrasýslu til að sjá þetta. Ekki er hægt að merkja annað en tilgangurinn sé að nýta birkið til að skýla barrtrjánum þar til þau hafa náð þeim þroska að geta útrýmt birkinu. Nú hefur Sebastian ekkert á móti skógrækt, síður en svo og hefur stundað hana sjálfur. En manni finnst að það þurfi fremur að beita sér í skógræktinni á svæðum, þar sem enginn skógurinn er fyrir og þessi starfsemi hindrar ekki aðra og arðbærari nýtingu lands. Þetta mál er hinsvegar slíkt tilfinningamál fyrir skógræktarfólk, að það er eiginlega ekki hægt að vekja máls á því vegna ofsafenginna viðbragða.  

Sebastian (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:45

2 identicon

Það er auðvitað ögn til bóta þegar rasistar biena kynþáttahatri sínu að fallegum plöntum fremur en fallegu fólki - en samt slæmt. Lúpínan er fallegasta og gagnlegasta planta landsins. Ég er mikill vinur hennar og tek því svona skrifum sem persónulegri áras - eða allt að því :)

Að öðru leyti eru auðvitað frábær eins og endranær!

Bjarki M (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:59

3 identicon

Nú er ég alveg sammála þér Hallur. Hel.... lúpínan veður yfir allan annan íslenskan gróður. Er orðin mikið vandamál víða.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:35

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég svaraði samskonar pistli hjá þér í fyrrasumar Hallur.. læt það duga.

Ég er ekki sammála þér. 

Óskar Þorkelsson, 23.6.2009 kl. 11:42

5 Smámynd: Njörður Helgason

Já rétt Hallur. Var erinmitt að skrifa um þetta illgresi áðan:http://nhelgason.blog.is/admin/blog/?entry_id=901873

Njörður Helgason, 23.6.2009 kl. 11:54

6 identicon

Lúpínan er vissulega orðin áberandi í íslenskri náttúru, en mér finnst hún ólíkt fallegri en berangurinn sem annars væri þar. 

Annað vandamál innfluttra plantna er hins vegar að verða mikið og áberandi á höfuðborgarsvæðinu.  Hófblaðka og aðrar illgresistegundir fá að vaxa óáreittar í beðum meðfram umferðaræðum.  Það er orðið mér t.d. verulega erfitt að aka í gegnum Hafnarfjörð.  Subbuskapurinn er ótrúlegur.  Til hvers að vera að hafa beð sem ekkert er síðan hugsað um?  Og ekki þarf að kenna erfiðri fjárhagsstöðu bæjarfélgasins um, því það hefur aldrei verið hugsað almennilega um þessi beð.  Vallarhverfið þar er á sömu leið og það eru meir að segja ný beðin þar.  Gróðursett haustið 2007 í nýjasta hlutann og það hefur ekki verið litið á hann síðan. 

Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 12:10

7 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Verð að segja Hallur að gleði mín við að aka Mýrdalssand og sjá þar endalausar breiður af fjólublárri lúpínunni er nánast stjarnfræðileg. Stórkostlegt að sjá hvernig fyrst melgresið og svo lúpínan hafa náð að græða upp þennan kolsvarta sand.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 23.6.2009 kl. 12:19

8 identicon

Það mátti svo sem vita fyrir, að öll vitræn umræða um notkun lúpínu er dæmd til að fara út um tún og engi vegna trúarhita heittrúarfólks sem lítur á meinlausustu umræður sem guðlast. Afstaða Sebastians kom fram hér ofar; lúpínan getur verið gagnleg og stundum mjög gagnleg þar sem lítill eða enginn gróður er fyrir. Sebastian er hinsvegar á móti því að nýta hana til að útrýma innlendum gróðri og gróðursamfélögum. Sumstaðar er ekki hægt að kalla gróðursetningu lúpínu annað en umhverfisslys, sbr. Bæjarstaðaskóg. Þarna gildir það sama og á öðrum sviðum, hugsa áður en framkvæmt er. Það virðist íslandsmanninum ganga illa að læra.  

Sebastian (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 12:55

9 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Vitleysa er þetta í ykkur! Auðvitað er mun fallegra að sjá fjólubláar lúpínubreiður í stað svartra mela og sanda sem annars fykju á haf út. Auk þess undirbýr lúpínan jarðvegin fyrir komandi plöntur með því að auðga jarðveginn og gera hann frjósamari. Andskotans vitleysa alltaf hreint loks þegar menn reyna bæta fyrir aldalanga rányrku á landinu okkar.

Kveðja að norðan

Arinbjörn Kúld, 23.6.2009 kl. 14:08

10 identicon

Lúpína undirbýr jarðveginn fyrir komandi plöntur og það er staðreynd. Málið er hinsvegar Það að hún gerir það ekki á nokkrum árum, frekar áratugum. Því þarf að bíða eftir að árangur komi í ljós. Lúpína er nefninlega þeim kostum búin að hún getur unnið næringu úr loftinu (Nitur) með hjálp baktería sem eru í rótinni á henni. Því getur hún fest rætur á hinum ólíklegustu stöðum. Hún er hörð af sér en ákaflega léleg í samkeppni við aðrar plöntur. Það þýðir að hún getur komið upp góðum aðstæðum fyrir komandi plöntur.

Sigmar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 15:07

11 identicon

Það er bara rugl Sigmar og fleiri.

Lúpínan hegðar sér öðruvísi hérn en hún gerir í Kanada, hún hopar EKKI fyrir öðrum tegundum og hún hefur eiðilagt gróðursamfélög.

 Lúpínan er plága á landinu en því miður er ekkert hægt að gera núna... hún er komin um allt land.

Svavar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 15:43

12 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Alaskalúpína er ágeng að eðlisfari og getur náð fótfestu í margs konar gróðurlendi. Eftir að lúpínan hefur numið land getur reynst erfitt að hemja útbreiðslu hennar. Fara skal með gát við notkun hennar í nálægð gróins lands, þar sem hún gæti hæglega numið land og orðið ríkjandi. Óþarft er að sá henni í land þar sem náttúrulegur gróður er í framför. Lúpína getur breiðst út með miklum hraða og dreifir sér hratt niður gil og skorninga þar sem leysingavatn getur borið fræin með sér. Lögum samkvæmt má ekki sá lúpínu í friðlýst svæði eða svæði sem eru á náttúruminjaskrá, þar sem tilgangur þeirra er að varðveita sérstæð náttúrufyrirbæri - jarðmyndanir og gróður. Huga þarf vel að staðarvali sáninga í námunda við þessi svæði. Lúpína getur verið áberandi sökum stærðar sinnar og litar og skal einnig hafa það í huga við staðarval sáninga, t.d. skal forðast að sá lúpínu í fjallshlíðar.

Sjá vef Landgræðslunnar:

http://land.is/index.php?option=com_content&view=article&id=101:lupina&catid=71:fraeesluefni&Itemid=167

Ketill Sigurjónsson, 23.6.2009 kl. 16:10

13 identicon

Nú nánast heyrir það sögunni til,nema í aftaka veðrum að Mýrdalssandur verði ófær yfirferðar vegna sandfoks.Þökk sé Lúpínuni,ásamt sjálfgræðsluni sem líka er mjög mikil.   Ég velti því fyrir mér hvað talið sé að bændur þurfi að moka ofan í marga kílometra af skurðum til að vega upp á móti þeim gróðurhúsaáhrifum sem verða af sumarbústöðum og vegalagningu að þeim.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 16:14

14 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sammála þér Hallur, hún er skaðræði.

Kolbrún Baldursdóttir, 23.6.2009 kl. 16:34

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er álíka þroskuð umræða og venjuleg ESB umræða á blogginu...

annað hvort eða.. 

Óskar Þorkelsson, 23.6.2009 kl. 16:39

16 identicon

Fyrir allmörgum árum fóru menn að sá fjárans Lúpínunni víða til landgræðslu minnir mig. Lúpínufjárinn er nú kominn út um allt. Hún hefur sáð sér vítt og breitt. Veður yfir gróið land og skemmir svæði og sanda sem hún veður yfir. 

Var í Heiðmörk um daginn. Þar er fjandans Lúpínan komin um allt. Fer yfir ræktað land allt að og á milli trjánna. Ljótt illgresi. Sama er í Bæjarstaðaskógi. Þar er nú háð barátta við að halda Lúpínunni frá gróðri og náttúrulegum skógi. Barátta sem er erfið, jafnvel vonlaus.

Á Skógasandi var sáð Lúpínu á afmarkað svæði ofan vegar. Hún hefur nú sáð sér um allann sand. Lúpínan hefur eyðilagt þennann fallegasta eyðisand Suðurlands. Sandur sem var mjög hættulítill. Sandrok var sjaldan hættulegt á Skógasandi nema í aftakaveðri. Svo slæmu að menn áttu ekkert erindi undir Eyjafjöllin.

Annað dæmi er Hvannarstóðið sem veður um allt á svæðum sem hafa verið friðuð fyrir beit. Hvönnin veður yfir allt og eyðir gróðri sem fyrir er. Rúmt hálft árið eru hlíðar eitt moldarflag. Hinn helmingin eru þau full af ofvöxnu illgresi.

Ég sé enga meinbugi á því að rækta erfðarbreytt bygg á afmörkuðum svæðum, hér á landi á.

Þetta getur orðið góð útkoma sem verður bara til góðs. Þetta bygg sáir sér ekki um víðan völl. Ræktunin verður bara til bóta.

Ræktun erfðarbreytts byggs hefur ekki þessar afleiðingar. Það er allt til góðs að rækta það í þágu vísindanna. Ræktun sem er aðeins af hinu góða.

Njörður Helgason (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 21:57

17 identicon

Framsóknarflokkurinn er krabbamein í Íslensku þjóðfélagi.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 22:22

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég segi nú fyrir mitt leyti að mér finnst öll þessi uppgræðsla á sandi vera vitleysa. Hvað er meira hvílandi fyrir augað en svartur sandur svo langt sem augað eygir?

So what þótt fólk komist ekki leiðar sinnar dag og dag vegna sandfoks?

Hins vegar finnst mér lúpínan ákaflega falleg jurt og er því fremur tvíátta í þessu máli. 

Ég hef alltaf heyrt að hún kæfi undan sjálfri sér þótt það taki einhver ár?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2009 kl. 22:42

19 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Lúpínan er dásamleg og sinnir hlutverki sínu - að græða opin sár landsins - með stakri prýði.

Halldóra Halldórsdóttir, 23.6.2009 kl. 22:54

20 Smámynd: Óskar Þorkelsson

get sagt nokkar sögur líkt og Gunnar Þór.. lúpínan er íslenskri náttúrur það sem ESB verður þjóðinni í framtíðinni.. grunnur að góðu lífi ;)

Óskar Þorkelsson, 23.6.2009 kl. 23:36

21 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sammála Hallur.

Takið eftir hvernig hún er að kæfa þennan fallega holtagróður sem hefur sjálfsáð sér í vegskeringarnar (sprengdu klappirnar)  í Ártúnsbrekkunni hér í Reykjavík. Eins vegskeringarnar við Grafarholtið aðeins ofar. Þá er hún að verða búin að kæfa allan holtagróður á Keldnaholtinu fyrir ofan Keldur í Grafarvogi. Þetta er bara hér í Reykjavík.

Hvað varðar svörtu sandana og þá þörf að græða þá upp með erlendum gróðri þá fannst mér það snilld hér á árum áður. Nú hefur mér algerlega snúist hugur. Ég vil miklu frekar horfa yfir kalda eyðisanda en einsleitan lúpínuakur. Svartir eyðisandarnir eru sér íslenskt nátturufyrirbæri og þeir selja landið. Engin ferðamaður kemur til Íslands til að skoða hér blómjurt frá Alaska.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 24.6.2009 kl. 00:28

22 identicon

Ég held að Íslendingar þjáist af xenophobia á háu stígi.  Ætlum við að reyna að búa í einhverskonar einangrun ?  Ef Ísland væri bara alveg auð, algjör eyðimörk, mættu þá engar plöntur eða dýr koma hingað ?  Lúpínan er falleg, ber mikla virðingu fyrir henni vegna hversu seig hún er.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 00:53

23 identicon

Ég kýs lífið frekar en dauðann. Lúpínu frekar en lífvana auðn.

Bjarki (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 08:39

24 identicon

Þessu er ég sammála.  En vitið þið hver hefur innnleitt mest af erlendum gróðri til okkar hér á Fróni.  Það er Skógræktin, sem siglir undir fölsku flaggi, og hefur dritað hér niður m.a. grenitrjám og ösp um hreint allt Ísland, sem mér finnst náttúruspjöll.  Nú er þa orðiði svo, að ansi margir Íslendingar þekkja ekki  UPPRUNANN lengur.  Halda að allt sé íslenskt og lúpínan líka. Hér á að hafa í hávegum okkar ómetanlega útsyni, og við eigum að virða íslensk sérkenni.  

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 13:47

25 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ósammála þér Hallur!

Gísli Ingvarsson, 24.6.2009 kl. 13:52

26 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

Þegar IMF og ESB (UK & Holland) verða búnir að hafa af okkur allt sem við eigum þá verðum við þakklát fyrir að hafa lúpínuna til að leggja okkur til munns

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 24.6.2009 kl. 23:13

27 identicon

Svo ég vitni í fyrrverandi skógræktarstjóra: Ef við eigum að útrýma erlendum tegundum á Íslandi, er þá ekki rökréttast að byrja á mannskepnunni. (Tilv. lýkur)

Það er vitað mál að lúpínan upprætir sig sjálf, það hef ég sjálfur séð, og þarf mikið til að sannfæra mig um annað. Frá fagurfræðilegu sjónarmiði er ég hlynntari lúpínu en sandi. Það er ekki lúpínan sem er krabbameinið, það er sandurinn. Lúpínan er lyfjameðferðin.

Ingvar Skúlason (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 21:17

28 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vel mælt Ingvar

Óskar Þorkelsson, 25.6.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband