Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur í sjálfheldu

Samfylking og Sjáflstæðisflokkur eru nú komin í sjálfheldu eftir að Framsóknarflokkurinn gerði upp við fortíðina og hóf vegferð inn í framtíðina með því að kjósa nýja, unga forystu á glæsilegu flokksþingi.

Forysta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks standa nú afhjúpuð í sviðsljósi eigin efnahags- og stjórnunarmistaka á meðan nýr formaður og forysta Framsóknarflokksins er farinn að leiða endurreisn Íslands nýrra tíma í hugum almennings.

Sjálfhelda Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks felst í því að forysta flokkanna er ónýt, en geta þeirra til endurnýjunnar er nánast engin.

Varaformanni Samfylkingarinnar er ekki treyst þannig að formaðurinn getur ekki stigið til hliðar fyrr en á flokksþingi, flokksþingi þar sem smákóngar Samfylkingarinnar munu berjast af mikilli hörku og lítil hætta á eindrægni og samstöðu. Þvert á móti logar samfylkingin og hver höndin upp á móti annarri.

Það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn. Formaður flokksins er farinn að minna á aldna, líflausu leiðtoga Sovétríkjanna sem veifuðu veiklulega og ótrúverðugt af þaki grafhýsi Leníns þegar skipulegar en líflausar göngur hermanna og kommúnistaæsku gengu fram hjá.

Þannig mun það væntanlega verða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Sýning fyrir fjölmiðla þar sem líflaus formaður sem er pólitískt dauður veifar með daufu brosi til flokksmanna sinna sem vita í hjarta sínu að veldistími formannsins er búinn. Það vantar hins vegar algerlega arftakan, en vongóðir kommisarar hnykkja vöðvana og bíða óþreyfjufullir eftir því að "leiðtoginn" gefi upp öndina pólitískt.

Á meðan gengur unga fólkið í Framsóknarflokknum traustum fótum út úr vetrarkulda núverandi ríkisstjórnar og inn í framtíðina - inn í Framsóknarvorið sem þjóðin býður eftir!


mbl.is Vill færa flokkinn frá hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnin og svarið er Sigmundur Davíð og Framsókn!

"Efnahagshrunið, óðaverðbólgan, gengisþróunin, atvinnuleysið og markaðs-hrunið er að koma mjög hart niður á þeim sem síst skyldi og minnsta ábyrgð bera, þ.e.a.s. heimilunum í landinu, segir í yfirlýsingu frá stofnfundi Hagsmunasamtaka heimilanna"

Lausnin og svarið er Sigmundur Davíð og ung Framsókn nýrra tíma sem Framsóknarmenn kusu með hjartanu og gerðu þannig upp við möguleg mistök fortíðar.

Það vita það allir sem vilja vita að það er fyrst og fremst aðgerðarleysi og klúður núverandi staðnaðar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem sett hafa okkur í þjóðargjaldþrot, þótt gamla Framsókn eigi þar einhverja sök fyrir mistök í lagaumhverfi íslenskra fjármálastofnanna.

Framsókn hefur gert upp fortíðina og gefið tóninn með nýja, unga og öfluga forystu á sama tíma og aðrir flokkar, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir hanga enn með gamla liðið og standa getulaus frammi fyrir þjóðinni.

Það þarf ferska Framsókn til að bjarga þjóðinni.

Já, lausnin og svarið er Sigmundur Davíð og ung Framsókn nýrra tíma sem Framsóknarmenn kusu með hjartanu og gerðu þannig upp við möguleg mistök fortíðar.

Inntökubeiðni í Framsókn nýrra tíma


mbl.is Heimili að verða gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður dagur hjá Framsóknarmönnum!

Þetta er góður dagur hjá Framsóknarmönnum. Framsóknarmaðurinn Barack Obama hylltur í Washington og Framsóknarmaðurinn Sigmundur Davíð hylltur í Reykjavík ásamt ungri, öflugri nýrri forystu Framsóknarflokksins.

Báðir fulltrúar Framsóknar nýrra tíma - annar í Bandaríkjunum og hinn á Íslandi.

Fortíðin grafin á báðum stöðum. Nýtt og spennandi upphaf.

Inntökubeiðni í Framsókn nýrra tíma


mbl.is Obama hylltur í Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ung og öflug forysta Framsóknar nýrra tíma!

Framsóknarmenn hafa falið unga fólkinu í flokknum að leiða Framsókn nýrra tíma. Framsókn er flokkur framtíðarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 34 ára formaður, Birkir Jón Jónsson 29 ára varaformaður og Eygló Harðardóttir 36 ára ritari.

Aðrir flokkar sitja uppi með gamla gagnslausa liðið!

Það voru ekki margir sem höfðu trú á að Framsóknarflokkurinn yrði sá flokkur sem tæki forystuna inn í framtíðina með því að gera upp fortíðina. Það er ekki nema tveir og hálfur mánuður síðan ég skrifað bloggið Nýja forystu í Framsóknarflokkinn!

Þar hvatti ég Framsóknarmenn að endurnýja forystuna, óska eftir aðilarviðræðum við Evrópusambandið og gera upp mögulegan hlut Framsóknar í stöðu efnahagsmála.

Allt þetta hefur gengið eftir! 

 


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félagaskiptaglugginn er opinn!

Öflug Framsókn nýrra tíma er hafinn. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eru í tómu tjóni. Félagaskiptaglugginn er opinn. Straumurinn stendur til Framsóknar nýrra tíma.

Skráningareyðublaðið er hér: Inntökubeiðni í Framsókn nýrra tíma


Ný forysta Framsóknar

Dagsverkið í dag er að kjósa nýja fprystu Framsóknarflokksins.

Stjórnuspá dagsins fyrir mig er svona:

Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Markmið þitt er að bæta lífsleikni viðkomandi.

Þá vitum við það!


Samfó og xD - "How pathetic!"

Berin eru súr fyrir Björn Bjarnason, en ennþá súrari fyrir Samfylkinguna sem þola ekki styrk Framsóknarflokksins um þessar mundir  og reyna að krafsa yfir skítinn sinn:

Samfylkingin ætlar að halda Framtíðarþing á laugardag eftir viku þar sem „leitað verður lausna á brýnustu verkefnum í stjórnmálum samtímans en jafnframt horft til framtíðar með áherslu á þau gildi, stefnumið og forgangsröðun sem eiga að ráða för við endurreisn Íslands í kjölfar bankahrunsins" eins og segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.

How pathetic!


mbl.is Dómsmálaráðherra: Hefðbundin já,já/nei,nei afstaða framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á fimmta hundruð börn drepin - árangursrík aðgerð?!!!

Á fimmta hundruð börn drepin - árangursrík aðgerð!!!

Treysti mér ekki til að skrifa meira. Gæti sagt eitthvað sem ég myndi mögulega sjá eftir síðan.

En á fimmta hundruð börn drepin - árangursrík aðgerð?

Hvað segið þið?


mbl.is Ísraelar lýsa yfir vopnahléi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk Framsóknar nýrra tíma

Styrkur Framsóknar nýrra tíma hefur komið mörgum á óvart eins. Finn að það fer um andstæðinga Framsóknarflokksins. Eðlilega. Þeir sjá og finna vatnaskilin fyrir flokkinn sem er að rísa aftur sem öflugt og ráðandi stjórnmálaafl eftir erfiða tíma.

Samheldni Framsóknarmanna sem samþykktu að gengið yrði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið þar sem innan við 20 þingfulltrúar af rúmlega 900  greiddu atkvæði á móti - sem þýðir að yfir 97% þingfulltrúa ganga ekki gegn viðræðum - sýna þennan styrk.

Það er gaman að vera þátttakandi í ört stækkandi fjöldahreyfingu sem er að stykjast svo hressilega sem raun ber vitni!


mbl.is Framsóknarmenn ræða málin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innan við 20 greiddu atkvæði gegn aðildarviðræðum að ESB

Innan við 20 Framsóknarmenn greiddu atkvæði gegn tillögu um að Íslendingar eigi að hefja viðræður við Evrópusambandið þegar tillagan var borin upp í heild sinni á 900 manna flokksþingi Framsóknarflokksins.  Niðurstaðan er því skýr og afdráttarlaus.


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband