Innan við 20 greiddu atkvæði gegn aðildarviðræðum að ESB

Innan við 20 Framsóknarmenn greiddu atkvæði gegn tillögu um að Íslendingar eigi að hefja viðræður við Evrópusambandið þegar tillagan var borin upp í heild sinni á 900 manna flokksþingi Framsóknarflokksins.  Niðurstaðan er því skýr og afdráttarlaus.


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Óska ykkur framsóknarmönnum til hamingju með að hafa stigið þetta skref.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 01:31

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég ætlaði hvort eð er ekki að kjósa xB. En er nokkuð verið að samstilla sig við Samfó?

Villi Asgeirsson, 17.1.2009 kl. 05:03

3 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Hallur minn, þessi ályktun er líka algjörlega gagnslaus fyrir þá sem hafa alvöru áhuga á að fara í viðræður. Þessi skilyrði sem flokkurinn setur er alveg klárt að sambandið mun ekki ganga að. Þessi vegna gátu þeir sem eru á móti aðild samþykkt þetta - þið voruð að samþykkja að framsókn mun aldrei styðja inngöngu.

Eggert Hjelm Herbertsson, 17.1.2009 kl. 09:37

4 identicon

Vá. Eru ennþá 20 eftir í Framsóknarflokknum.  Ætla þeir að stela skuldunum???

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 09:38

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Jón Frímann.

Á flokksþinginu eru rúmlega 900 manns.  Einungis 20 segja nei við stefnubreytingunni. Það eru því rúmleg 97% þingfulltrúa sem setja sig ekki á móti aðildarviðræðum við ESB.

Þess má geta að flokksbundnir Framsóknarmenn eru rúmlega 12 þúsund manns - og fer ört fjölgandi. 

Eggert minn.

Samfylking hefur ekki getu til að leiða viðræður - en það hefur Framsóknarflokkurinn.

Hallur Magnússon, 17.1.2009 kl. 09:43

6 identicon

Vá 900 manns, þetta er mjög fjölmenn jarðarför.

Enda hin látna komin vel yfir nírætt og hefur víða komið við og marga fjöruna sopið !

Sei, sei !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 10:10

7 Smámynd: Einar Solheim

Þessi kosning gefur Framsókn vissulega líflínu. Ekki hefur mér þó þótt möguleg formannsefni nægjanlega afdráttarlaus í sinni skoðun til að ég treysti þeim fyllilega til að framfylgja þessari stefnu - nema þá helst Páll. En til hamingju með þetta. Framsókn er ekki saklaus af syndum stjórnmálanna síðustu ár, en flokkurinn sýnir a.m.k. með þessu að hann er framsýnn og tilbúinn til að taka þátt í viðreisninni.

Einar Solheim, 17.1.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband