Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ég lýsi fullum stuðningi við Kjartan Magnússon stjórnarformann Orkuveitunnar og REI!

Ég lýsi fullum stuðningi við Kjartan Magnússon stjórnarformann Orkuveitunnar í útrásarstarfi hans með undirritun samninga um samstarfsverkefni REI erlendis. Kjartan er að fylgja skynsamlegri stefnu fyrrum meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um útrásarverkefni Orkuveitunnar gegnum REI, sem félagar Kjartans í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins sneru baki við á haustmánuðum.

Það er jákvætt að Kjartan taki upp þráðinn þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins skildi við hann í kjölfar aðfarar samflokksmanna hans að Vilhjálmi vegna málsins í haust.

Þessi stefna var og er skynsamleg.

Það er mikilvægt að borgarstjórn fylki sér að baki Kjartans við þetta þjóðrifaverkefni sem getur orðið til þess að aðstoða fjöldamörg ríki við að nýta jarðhita við orkunýtingu - samhliða því að borgarbúar - óbeinir eigendur REI gegnum Orkuveitu Reykjavíkur - hagnist og dýrmætri tækniþekkingur er við haldið.

Samkvæmt upplýsingum Sigrúnar Elsu Smáradóttur, þá hefur Kjartan verið afar dugmikill í þessari skynsamlegu útrás, en hún segir meðal annars í fréttatilkynningu vegna málsins:

"Síðan Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna tók við sem stjórnarformaður REI hafa fjölmargar viljayfirlýsingar verið undirritaðar víðsvegar um heiminn.

Skömmu áður en hann fór í för sína til Djibuti skrifaði hann undir viljayfirlýsingu við Eþíópíu. Í Djibuti var svo skrifað undir tvíþætta samninga annarsvegar um að ráðast í hagkvæmniathugun, þar sem boðin verður út borun á allt að fimm tilraunaborholum til að kanna efnasamsetningu og kraft svæðisins. Síðan var skrifað undir drög að samningi (head of terms) um virkjun í kjölfarið, reynist niðurstaða tilraunaborunnar jákvæð.

Í sömu ferð var skrifað undir viljayfirlýsingu (letter of intent) í Jemen og nú er forstjóri REI í Alaska að kanna möguleika í virkjunarframkvæmdum þar."

Kjartan!  Haltu áfram þessu þjóðþrifastarfi og láttu ekki hælbítana halda aftur af þér!

 PS.  Var að sjá frétt þar sem hinn frjálslyndi borgarstjóri Ólafur Friðrik segir að ekki komi til greina að selja REI - hún verði áfram í eigu borgarbúa. Gott hjá Ólafi Friðriki að taka af allan vafa um þetta!


mbl.is Segir hringalandahátt setja orkuútrásina í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegagerðin enn á móti framförum í vegagerð!

Vegagerðin er enn á móti framförum í vegagerð ef marka má fréttir Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem ég heyrði ekki betur en að Vegagerðarmaðurinn legðist gegn áformum um að halda risabor sem notaður hefur verið til jarðgangnagerðar á Austurlandi verði keyptur og honum beitt til þess að bora nokkur göt fyrir vegi gegnum fjöll milli byggða fyrir austan!

Það sér hver heilvitamaður að með því að bora fjögur göng milli byggðakjarna - alls 32 km að lengd - sem er smámál fyrir bor sem þennan - og gera Austfirði alla að einu atvinnusvæði - er þjóðhagslega samkvæm og tryggir hagkvæma byggð á Austurlandi.

Nei, Vegagerðin er ekki á þeim buxunum virðist vera!

Er ekki tími til að taka til í Vegagerðinni og samgönguráðuneytinu!!!


Mogginn malar sexmannaklíku Sjálfstæðissflokksins í Reykjavík

"Á bak við hringlandahátt borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins er ótrúlegt stefnuleysi og dómgreindarleysi... Aldrei í sögu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur hefur flokkurinn beðið slíkan hnekki og sýnt af sér slíka lágkúru ...þessi niðurlæging borgarstjórnarflokksins er farin að hafa áhrif á stöðu Sjálfstæðisflokksins á landsvísu ... Það er komið nóg af þessari eindemis vitleysu."

Þetta eru ekki orð borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík. Nei þetta eru einungis nokkur gullkorn úr leiðara Morgunblaðsins sem gersamlega tekur borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í bakaríið vegna tvískinnungsháttar í málefnum REI og Orkuveitunnar.

Hér er slóð á þennan annars ágæta leiðara:

www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1207665 


Borgarfulltrúinn beit höfuðið af REI skömminni í Kastljósi!

Hinn ágæti drengur - Kjartan Magnússon - beit höfuðið af skömminni í Kastljósinu áðan þegar hann reyndi að snúa sig út úr þeirri klemmu sem hann og borgarstórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins eru komnir í út af REI málinu hinu nýja.  Þótt Kjartan reyndi að snúa sig út úr þeirri stöðu að hafa undirritað samning þar sem hann skuldbindur REI útrásar og fjárskuldbindinga í Afríkuríkinu Djibuti.

Það blasir við - hvað sem Kjartan og félagar reyna - að meint siðferðislega prinsippafstaða þeirrar í REI málinu - var aðeins yfirklór. Málið fjallaði greinilega um eitthvað allt annað!

Ég fann eiginlega til með Kjartani sem ég hef haft mikið dálæti á í gegnum tíðina - einmitt fyrir prinsippafstöðu til ýmissa mála.

Það þurfti ekki að ræða við Óskar Bergsson borgarfulltrúar Framsóknarflokksins - sem rassskellti borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins með bókun í borgarstjórn í gær - til að draga fram tvískinnung Sjálfstæðismanna í málinu. Kjartan gerði það alveg hjálparlaust!

Sjá einnig: Óskar Bergsson rassskellir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks!

og: Umboðslaus borgarfulltrúi slær um sig í Afríku! 

 

 


Óskar Bergsson rassskellir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks!

Óskar Bergsson rassskellir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bókun á borgarstjórnarfundi í gær:

“Sjálfstæðismennirnir sem settu allt í loft upp í október s.l. vegna útrásarverkefna Orkuveitunnar fara nú fremstir í flokki í að fylgja eftir þeirri stefnu sem samræmdist ekki grundvallarlífsýn þeirra sjálfra fyrir rétt rúmum 5 mánuðum síðan og sprengdi þáverandi meirihluta,”  segir Óskar í tilefni af samningi sem Kjartan Magnússon Umboðslaus borgarfulltrúi slær um sig í Afríku!

“Útrásarstefna meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks virðist vera sú sama og mörkuð var í tíð 1. meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þar sem útrásarverkefni Orkuveitu Reykjavíkur voru sameinuð í fyrirtækinu REI, (Reykjavík Energy Invest) ... Sjálfstæðisflokkurinn hljóp hins vegar frá þeirri stefnu vegna þess að það samræmdist ekki grundvallarhugmyndafræði þeirra að Orkuveita Reykjavíkur sinnti öðrum verkefnum en kjarnastarfsemi. Það samræmdist ekki grundavallarhugsjónum þeirra að blanda saman opinberum rekstri og einkarekstri í áhættusömum samkeppnisgreinum. Núna fer fyrir útrásarfyrirtækinu REI, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann undirritar viljayfirlýsingar um auknar fjárskuldbindingar til útrásarverkefna. Sjálfstæðismennirnir sem settu allt í loft upp í október s.l. vegna útrásarverkefna Orkuveitunnar fara nú fremstir í flokki í að fylgja eftir þeirri stefnu sem samræmdist ekki grundvallarlífsýn þeirra sjálfra fyrir rétt rúmum 5 mánuðum síðan og sprengdi þáverandi meirihluta.”

Ég er farinn að finna verulega til með þeim Sjálfstæðismönnum! Klúðrið algjört í Orkuveitumálunum - og svo sitja þeir upp með Ólaf Friðrik sem borgarstjóra í stað þess að eiga borgarstjórann sjálfir í traustu meirihlutasamstarf!


Sögnin að "haardera"!

Hinn snaggaralegi fjölmiðlamaður Jóhann Hauksson hefur sett fram nýtt sagnorð "að haardera" sem nýtt hugtak yfir að gera ekki neitt! Í pistli sínum segir Jóhann meðal annars:

Köld og yfirveguð ákvörðun á málefnalegum forsendum til að styrkja stöðu bankanna, auka gjaldeyrisforðann og koma íslensku efnahagslífi í örugga höfn undan kröftum alþjóðlegra fjármálamarkaða og heimatilbúinnar óstjórnar er fyrir bí. Ríkisstjórnin hefur kosið að “haardera” málið (nýtt hugtak yfir það að gera ekki neitt). Þannig mun það að líkindum rætast sem ég setti fram í DV- kjallaragrein fyrir nokkrum vikum: Stjórnvöld neyðast til að fara bónbjargarleiðina til Brussel og biðja Evrópusambandið ásjár. Og evrópska seðlabankann...

Ég er ekki fjarri því að Jóhann hitti naglan á höfuðið hvað varðar bónbjargarleiðina. Meira um þetta í pistli hans Sögnin að haardera

Verð að segja að ég sakna Jóhanns úr Morgunhananum á Útvarpi Sögu. Þar var hann oft helv... góður!


Fjármálaráðuneytið spáir verðleiðréttingu í stað hruns Seðlabankans!

Spá Fjármálaráðuneytisins um lækkun fasteignaverðs er að mínu mati nærri lagi en spá Seðlabankans sem telur að raunlækkun húsnæðisverðs verði 30% á þessu tímabili, en ekki 15% eins og Fjármálaráðuneytið telur.

Seðlabankinn virðist gera ráð fyrir óðaverðbólgu og að hvorki bankinn né stjórnvöld geti haft neina stjórn á efnahafslífinu. Vonandi er það ekki svo.

Einn þáttur sem ekki er tekið tillit til í spám um þróun húsnæðisverð er sú staðreynd að lánaþurrð verður ekki alger á fasteignamarkaði - almenningi mun að öllum líkindum standa til boða evrulán erlendra fjármálastofnanna á þokkalegum kjörum - og að þrátt fyrir harða andstöðu bankakerfisins og einstakra stjórnmálamanna gegn Íbúðalánasjóði - þá verður sjóðnum varla lokað í ástandi sem þessu.

Reyndar ættu stjórnvöld að beita Íbúðalánasjóði til að ná mjúkri lendingu í efnahagslífið - og skera banka og heimili úr gálga hinna óheftu fasteignatryggðu lána bankanna, sbr. bloggið mitt:

Íbúðalánasjóður bjargvættur heimila og bankakerfis?


mbl.is Spá 15% lækkun fasteignaverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabanki Íslands er skák og mát

"Seðlabanki Íslands er skák og mát að mati Gylfa Magnússonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands. Án trúverðugleika segir hann vaxtaákvarðanir bankans engu mál skipta."
Þetta kemur fram í frétt á vef Viðskiptablaðsins þar sem vísað er í viðtal við Gylfa. 
 Ég hef löngum ekki verið sáttur við ýmislegt hjá Seðlabankanum - en hef ekki viljað taka svona mikið upp í mig. Reyndar skil ég ekki hvernig Seðlabankanum datt í huga að auka ekki gjaldeyrisforðann í síðustu viku - eins og allir gerðu ráð fyrir að yrði gert til að standa að baki íslensku krónunni og bönkunum.
Enda hefur þetta aðgerðarleysi orðið til þess að veikja krónuna og hlutabréfamarkaðinn enn!
Um það segir greiningardeild Landsbankans í Vegvísi:
„Svo virðist sem tengja megi veikingu krónunnar við aðgerðaleysi seðlabankans, en enn hafa engar ákvarðanir verið gerðar opinberar um stækkun gjaldeyrisforðans eða um samninga við erlenda seðlabanka. Mikilvægt er að ekki þurfi að bíða mjög lengi eftir niðurstöðum í þessum málum,“
Í frétt Viðskiptablaðsins segir einnig:

"Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að Seðlabanki Íslands sé skák og mát. Bankinn hafi misst trúverðugleika sinn vegna þess að honum hafi mistekist árum saman að ná markmiði sínu og vegna þess að yfirstjórnin sé ekki að uppistöðu til skipuð fagfólki."

 

Ja hérna hér!

 

En hvað með ríkisstjórnina! Það er ekki hægt að kenna Seðlabankanum um allt!!!


Umboðslaus borgarfulltrúi slær um sig í Afríku!

Hvað ætli hinn snaggaralegi borgarstjóri Ólafur Friðrik segi um það að guðfaðir hans sem borgarstjóri - Kjartan Magnússon - slái um sig umboðslaus í Afríku? Ætli borgarstjórinn taki á þessu af festu og yfirvegun eins og hans er von og vísa? Tekur hann Kjartan á teppið?

Eftirfarandi frétt er að finna á vef DV:

"Kjartan Magnússon, stjórnarformaður REI, hefur skrifað undir samninga um virkjunarframkvæmdir í Afríkuríkinu Djíbútí. Hvorki stjórn Orkuveitunnar né félögum Kjartans í borgarstjórnarflokknum hefur verið kynnt innihald samninganna.

Samkvæmt heimildum DV.is hefur Kjartan Magnússon ekki umboð til þess að gera slíka samninga. Stjórnarmenn í Orkuveitunni, sem rætt hefur verið við, segjast telja að um viljayfirlýsingar hafi verið að ræða. Nú bendi ýmislegt til annars."


"Seðlabankinn spáir mikilli verðhækkun varasalva"

Rakst á eftirfarandi ekkifrétt Hinnar fréttastofunnar:

 

Labello varasalvi "Í nýrri þjóðhagsspá Peningamála Seðlabankans er spáð miklum verðhækkunum á varasalva. 

"Kólnun á húsnæðismarkaði hefur þegar komið fram í því að verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur u.þ.b. stöðvast.  Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð lækki um 30% að raunvirði fram til 2010, en hins vegar má gera ráð fyrir miklum verðhækkunum á varasalva á 2. ársfjórðungi þessa árs og má búast við enn frekari hækkunum á 3. og 4. ársfjórðungi" eins og segir í tilkynningu Seðlabanka."

Enn fremur segir í ekkifrétt Hinnar fréttastofunnar:

"Í tilkynningu frá greiningardeild Kaupþings er spá Seðlabanka gagnrýnd.  "Það getur vel verið að húsnæði lækki en miklar verðhækkanir á varasalva eru ólíklegar þar sem  Lára Traustadóttir vann rauðvínspott greiningardeildar í apríl"  segir í tilkynningu bankans."

Slóðin á þessa frábæru fréttastofu er:

http://fleipur.blog.is/blog/hin_frettastofan/ 

 


mbl.is Alvarleg staða efnahagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband