Borgarfulltrúinn beit höfuðið af REI skömminni í Kastljósi!

Hinn ágæti drengur - Kjartan Magnússon - beit höfuðið af skömminni í Kastljósinu áðan þegar hann reyndi að snúa sig út úr þeirri klemmu sem hann og borgarstórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins eru komnir í út af REI málinu hinu nýja.  Þótt Kjartan reyndi að snúa sig út úr þeirri stöðu að hafa undirritað samning þar sem hann skuldbindur REI útrásar og fjárskuldbindinga í Afríkuríkinu Djibuti.

Það blasir við - hvað sem Kjartan og félagar reyna - að meint siðferðislega prinsippafstaða þeirrar í REI málinu - var aðeins yfirklór. Málið fjallaði greinilega um eitthvað allt annað!

Ég fann eiginlega til með Kjartani sem ég hef haft mikið dálæti á í gegnum tíðina - einmitt fyrir prinsippafstöðu til ýmissa mála.

Það þurfti ekki að ræða við Óskar Bergsson borgarfulltrúar Framsóknarflokksins - sem rassskellti borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins með bókun í borgarstjórn í gær - til að draga fram tvískinnung Sjálfstæðismanna í málinu. Kjartan gerði það alveg hjálparlaust!

Sjá einnig: Óskar Bergsson rassskellir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks!

og: Umboðslaus borgarfulltrúi slær um sig í Afríku! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Árni!

Ég er sammála þér með því að þeim ber skyld að hámarka ágóðann af eignum okkar!

En af hverju vildu sexmenningarnir ekki gera það í haust?

Það er þessi tvískinningur sem er vandamálið.  Meira segja hjá Kjartani - sem ég hefði aldrei trúað til þessa að óreyndu!

Hallur Magnússon, 16.4.2008 kl. 22:10

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já verð að segja að það var aumkunarvert að heyra þessa elsku snúa sig út úr málinu, er þetta fólk nógu vandað til þess að taka að sér svona ábyrgðarstöðu fyrir hönd borgarinnar?

Gísli Foster Hjartarson, 17.4.2008 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband