Vegagerðin enn á móti framförum í vegagerð!

Vegagerðin er enn á móti framförum í vegagerð ef marka má fréttir Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem ég heyrði ekki betur en að Vegagerðarmaðurinn legðist gegn áformum um að halda risabor sem notaður hefur verið til jarðgangnagerðar á Austurlandi verði keyptur og honum beitt til þess að bora nokkur göt fyrir vegi gegnum fjöll milli byggða fyrir austan!

Það sér hver heilvitamaður að með því að bora fjögur göng milli byggðakjarna - alls 32 km að lengd - sem er smámál fyrir bor sem þennan - og gera Austfirði alla að einu atvinnusvæði - er þjóðhagslega samkvæm og tryggir hagkvæma byggð á Austurlandi.

Nei, Vegagerðin er ekki á þeim buxunum virðist vera!

Er ekki tími til að taka til í Vegagerðinni og samgönguráðuneytinu!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hallur er ekki allt í lagi með þig?????

Þú ert svo mikill „pólitíkus“ að það er bara sprenghlægilegt!!!

Því að gefa það í skyn að vegagerðin hafi eitthvað með það að gera að „kaupa“ svona vél? Því í ósköpunum ætti Vegagerðin að gera það?

Birgir Þór Bragason, 20.4.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Nei, þú ættir að fylgjast með málinu. Það eru aðiljar fyrir austan sem vilja gera það - en þá þurfa verkefnin að liggja fyrir. Vegagerðarmaðurinn hélt því hins vegar fram að það sé engin ástæða til þess að halda bornum á Íslandi.

Málið er að að sjálfsögðu ætti Vaðlagangamaðurinn í Samgönguráðuneytinu - og ríkisstjórnin að samþykkja áætlun sem felst í að bora þessa 32 km - og það með þessum annars ágæta bor.  Það má vera einkaframkvæmd mín vegna - en það virðist vera eðli vegagerðarinnar að allt sem kemur ekki upp úr skúffunum hjá þeim - megi bara alls ekki - sbr. Sundagöng

Hallur Magnússon, 20.4.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband