Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Brýnt að tvöfalda Suðurlandsveg strax milli Hveragerðis og Selfoss!

Nú veit ég ekki hvernig áætlanir Vegagerðarinnar um tvöföldun Suðurlandsvegar er háttað, en það er brýnt að tvöfalda Suðurlandsveg strax á kaflanum milli Hveragerðis og Selfoss. Ég hef alla tíð verið smeykur við þennan kafla þar sem oft myndast langar bílaraðir vegna slóðagangs einstakra bílstjóra sem aka allt of hægt, þannig að ökumenn freistast til framúraksturs við ekki allt of góðar aðstæður.

Í ljósi þess að þarna fer ekki einungis í gegn öll umferð milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins, heldur er þarna að auki mikil umferð milli Hveragerðis og Selfoss, þá tel ég að þarna eigi að byrja.

Ég tel að það eigi að færa Suðurlandsveginn í vestur frá Hveragerði svo eðlileg byggðarþróun geti orðið í þeim annars ágæta bæ.

Eins og ég sagði í upphafi veit ég ekki hverjar áætlanir Vegagerðarinnar er um tvöföldun Suðurlandsvegar - en það kæmi mér ekki á óvart að hún muni byrja að tvöfalda hinn heimskulega nýja 2+1 veg - sem náttúrlega átti alltaf að vera 2+2 frá upphafi.

Þrátt fyrir að 2+1 sé ekki fullnægjandi - þá er hægt að lifa við þá vitleysu á meðan verið er að tvöfalda þrengstu 1+1 kaflana á leiðinni á Selfoss.

PS. Sé í frétt að maður lést í þessu slysi. Ég votta aðstandendum hans samúð mína. Tók einnig eftir að mbl.is leyfir ekki blogg við fréttina um banaslysið.  Ég er ánægður með þá ákvörðun mbl.is. Það er ekki við hæfi að slíkum fréttum fylgi misvitur blogg.


mbl.is Alvarlegt umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarnauðsyn að taka upp gjaldmiðil 21.aldarinnar!

Það er þjóðarnauðsyn að hemja verðbólguna en því miður þá hefur Seðlabankanum gengið afar illa við það verkefni sitt nánast frá upphafi. 

Ég ætla ekki að rifja enn einu sinni upp síendurtekin mistök Seðlabankans í baráttunni við verðbólguna - heldur minna á að á Íslandi eru í dag í raun þrír gjaldmiðlar.  Það er verðtryggð íslensk króna sem er gjaldmiðill stærsta hluta langtímaskuldbindinga okkar, það eru erlendar myntir sem liggja að baki drjúgs hluta skemmri skuldbindinga okkar og aukins hlut íbúðalána og það er íslenska krónan sem við fáum í launaumslagið okkar og við fjármögnum yfirdráttinn okkar með.

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans virkar fyrst og fremst á óverðtryggðu  krónuna okkar, afar seint og illa á verðtryggðu krónuna og verður reyndar stundum til þess að lækka vexti þeirrar krónu og engin áhrif á erlendu myntirnar.

Eina skynsamlega leiðin er að kasta krónunni - bæði verðtryggðri krónu og óverðtryggðri - og taka upp alvöru gjaldmiðil. Hagkvæmasta og besta leiðin er að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru.

 


mbl.is Þjóðarnauðsyn að hemja verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnsýsluúttekt á Vegagerðinni nauðsynleg!

Það er nauðsynlegt að gera nú þegar stjórnsýsluúttekt á Vegagerðinni! Aulaháttur hennar virðist algjör á öllum sviðum!  Slysagildran á Reykjanesbrautinni er einungis eitt dæmið - svo sorglega fyrirsjáanlegt.

Það skiptir engu máli hvert litið er!

2+1 þráhyggjan!

Grímseyjarferjan og Flóabáturinn Baldur!

Andstaðan við Sundabraut - eða hvaða aðra leið en "sérfræðingarnir" hjá Vegagerðinni bíta í sig að eigi að fara!

Nú fer að styttast að nýr Vegamálastjóri úr röðum Samfylkingar verði ráðinn. Ég held að það sé mikilvægt fyrir hann að taka við Vegagerðinni í kjölfar stjórnsýsluúttektar - svo hann sitji ekki í súpunni! 


mbl.is Reiður út í þá sem bera ábyrgð á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moody´s þakkar Íbúðalánasjóði hraða útrás bankanna!

Moody´s þakkar Íbúðalánasjóði eða kennir sjóðnum um hraða útrás íslensku bankanna - eftir því hvernig á málið er litið!

Í skýrslu Moody´s segir meðal annars:

. ..The dominance of this institution [Housing Financinf Fund - Íbúðalánasjóður] over the mortgage market may have been one the factors for the banks to pursue faster internationalization and greater dependence on wholesale funding than would have otherwise been the case, thereby increasing the exposure of the country to the current credit crunch.

 Þannig ber Íbúðalánasjóður ákveðna ábyrgð á stöðu bankanna samkvæmt Moody´s!

Er þá ekki rétt að nota Íbúðalánasjóð til að aðstoða bankana í þessari krísu, sbr. blogg mitt: 

Íbúðalánasjóður bjargvættur heimila og bankakerfis?


mbl.is Ný skýrsla Moody's segir litlar líkur á hremmingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt hjá Samfylkingunni að standa í lappirnar!

Ég efast ekki um að rök eru fyrir uppstokkun embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum þótt ég og fleiri sjái þau ekki og efist um að slíkar breytingar verði til bóta, enda núverandi fyrirkomulag skilað miklum og góðum árangri. Af hverju að breyta breytinganna vegna þegar hlutirnir ganga óskaplega vel?

Það er greinilegt að þingmenn Samfylkingarinnar kaupa ekki röksemdarfærslurnar fyrir breytingum þar sem málið er pikkfast í þingflokknum.

Það er siðferðilega rétt hjá þingflokki Samfylkingarinnar að standa í fæturna í þessu máli ef samviska þeirra telur að fyrirhugaðar breytingar séu rangar.

En á sama hátt verður Samfylkingin að sína sama þroska þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins stoppar gæluverkefni Samfylkingarfólks sem gengur gegn samvisku þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Þetta er vandamálið við samsteypustjórnir - en það er mikilvægt að allir aðiljar virði skoðanir samstarfsaðiljans - og leggi sig fram um að ná málamiðlunum í stöðu sem þessari - málamiðlun sem báðir aðiljar geta fallist á. Ef ekki verða samstarfsflokkar að hafa þroska til að leggja mál til hliðar - ef þeir á annað borð vilja halda áfram heilbrigðu samstarfi í ríkisstjórn.

Það er örugglega ekki alltaf auðvelt!


mbl.is Suðurnesjafrumvarp fast hjá Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innantóm ákvörðunarfælin ríkisstjórn?

Ég hafði mikla trú á ríkisstjórninni þegar hún tók við og vonaðist til þess að mikill þingstyrkur Samfylkingarinnar yrði til þess að koma áfram ýmsum gagnlegum málum sem Framsóknarflokkurinn hafði ekki komið í gegn.

En eftir því sem liðið hefur á hafa runnið á mig tvær grímur og fyrir sjónum mér nú virðist blasa innantóm ákvörðunarfælin ríkisstjórn!

Helsta "afrek" ríkisstjórnarinna eru verðbólgufjárlög sem urðu til þess að skvetta olíu á verðbólgubálið með þeim afleiðingum sem við stöndum frammi fyrir í dag.

Að öðru leitin virðist nánast ekkert vera að gerast annað en innantóm orð án aðgerða. Sem betur fer eru á þessu einstaka undantekningar - en yfir það heila þá hrópar aðgerðarleysið á okkur!

Þetta aðgerðarleysi er enn háværara í ljósi þeirra kröftugu yfirlýsinga sem ráðherrar Samfylkingarinnar höfðu í upphafi - en ef eitthvað hefur gerst - þá hefur það einungis verið skugginn af þeim heitstrengingum.

Forsætisráðherrann sem ég bar mikla virðingu fyrir sem stjórnmálamanns og leiðtoga segist alltaf vera að ræða málin, hugleiða og undirbúa aðgerðir - sem aldrei virðast vera tímabærar. Ákvörðunarfælnin algjör - og ekkert gerist!

Er þetta innantóm ákvörðunarfælin ríkisstjórn - eða er ríkisstjórnin raunverulega að vinna eitthvað bak við tjöldin?

Við skulum vona að ríkisstjórnin sé ekki hol og innantóm - heldur sú sterka framfarastjórn sem hún hafði alla burði til að vera þegar hún tók við. En þá verðum við að fara að sjá einhverjar raunhæfar aðgerðir - ekki endalaus innantóm orð!


mbl.is Innantómur fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna fær loksins að taka jákvætt skref í húsnæðismálum!

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra fær nú loksins að taka jákvætt skref í húsnæðismálum, en Jóhanna undirritaði í dag reglugerð sem kveður á um hækkun húsaleigubóta frá og með 1. apríl 2008. Þá hefur hún fengið í gegn að ríkið komi að greiðslu sérstakra húsaleigubóta til þeirra sem minnst mega sín, en R-listinn í Reykjavík tók upp slíkar greiðslur til sinna skjólstæðinga á síðasta kjörtímabili.

Húsaleigubætur hafa ekki hækkað frá árinu 2000 og er sú staðreynd ekki þeim félagsmálaráðherrum sem ríktu frá þeim tíma til sóma. Grunar hins vegar að þeir hafi gjarnan vilja hækka þessar bætur - en verið stöðvaðir af öðrum á stjórnarheimilinu í nafni "baráttunnar gegn þenslu".

Það vita allir að Jóhanna er mikill baráttumaður fyrir þá sem minna mega sín - ekki hvað síst í húsnæðismálum. Hins vegar hefur henni gengið illa að koma úrbótum í gegnum ríkisstjórnina - og varð reyndar að bíta í það súra epli að þurfa að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80% rétt eftir að hún tók við sem félagsmálaráðherra. Sú aðgerð kom ekki hvað síst illa við unga fólkið - og þá sem minna mega sín og áttu ekki upp á pallborðið hjá bönkunum.  Hinir fengu bara 90% lánin sín í bönkunum!!!

Reyndar er rétt að halda því til haga að ríkisstjórnin hyggst afnema stimpilgjöld af íbúðalánum fyrstu kaupenda, en um það skrifaði ég í pistlinum: "Jákvætt hænuskref á húsnæðismarkaði!"

En við skulum vona að Jóhanna sé búin að finna fjölina sína - og að við fáum að sjá frá henni fleiri jákvæð skref í húsnæðismálum, td. að afnema úrelt viðmið lána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat. Nú er lag þar sem ekki ríkir lengur þensla á fasteignamarkaði!


Splæsum flugstjóranámskeið á Geir Haarde!

Geir Haarde forsætisráðherra hefur sætt ámælis fyrir að nota ekki áætlunarflug en þess í stað leigt flugvélar til að komast leiðar sinnar - til að spara dýrmætan tíma. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það geti verið réttlætanlegt fyrir æðstu forsvarsmenn þjóðarinnar að eyða nokkrum krónum umfram það sem það kostar að skjótast með lágfargjaldaflugfélögum milli landa - ef erindið er brýnt!

En af hverju ekki að splæsa flugstjóranámskeið á Geir! Hann gæti þá barasta flogið sjálfur - og þannig sparað launakostnað flugstjóranna. Þá er þetta kannske bara orðið ódýrara!

Það er heldur aldrei að vita nema að slíkt námskeið gæti nýst honum við að stjórna þjóðarskútunni! Ekki  veitir af á þessum síðustu og verstu dögum ...


mbl.is Forsætisráherra á ferð og flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran og ESB eða ölmusu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum?

Hvort sem mönnum líkar það betur eður verr þá er okkar ástkæra íslenska króna búin að vera. Val framtíðarinnar virðist vera Evran og Evrópusambandið - eða ölmusa frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Má ég þá frekar biðja um Evru en ölmusu!

Ég skil vel að andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu vilji ekki gefa almenningi kost á að kjósa um það hvort við eigum að ganga til aðildarviðræðna - án skuldbindinga. Það eru nefnilegar allar líkur á að þjóðin velji að ganga til viðræðna - og allar líkur á að við fáum ásættanlegan samning!

Meira um þetta á Leiðir Guðni Framsókn lýðræðis eða Framsókn flokksræðis?  og Framsóknarmenn með aðild að Evrópusambandinu!  og Umsókn um aðild að Evrópusambandinu skaðar ekki sjávarútveginn! og Undirbúum umsókn um aðild að Evrópusambandinu!
 og Er Evrópusambandsaðild margfalt verðmætari en EES aðild?


mbl.is Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn til aðstoðar Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í boði á Akureyri

Hörður Torfa, Blúsmenn Andreu, Geirmundur Valtýsson, Dr. Spock, Sign og Benny Crespo´s Gang, Mercedes Club, Hljómsveitin Bermunda, Alheimsgjörningur, Fló á skinni, Rökkurkórinn. Þetta er bara brot af því sem er í boði á Akureyri þessa helgina. Og skíðin!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband