Þjóðarnauðsyn að taka upp gjaldmiðil 21.aldarinnar!

Það er þjóðarnauðsyn að hemja verðbólguna en því miður þá hefur Seðlabankanum gengið afar illa við það verkefni sitt nánast frá upphafi. 

Ég ætla ekki að rifja enn einu sinni upp síendurtekin mistök Seðlabankans í baráttunni við verðbólguna - heldur minna á að á Íslandi eru í dag í raun þrír gjaldmiðlar.  Það er verðtryggð íslensk króna sem er gjaldmiðill stærsta hluta langtímaskuldbindinga okkar, það eru erlendar myntir sem liggja að baki drjúgs hluta skemmri skuldbindinga okkar og aukins hlut íbúðalána og það er íslenska krónan sem við fáum í launaumslagið okkar og við fjármögnum yfirdráttinn okkar með.

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans virkar fyrst og fremst á óverðtryggðu  krónuna okkar, afar seint og illa á verðtryggðu krónuna og verður reyndar stundum til þess að lækka vexti þeirrar krónu og engin áhrif á erlendu myntirnar.

Eina skynsamlega leiðin er að kasta krónunni - bæði verðtryggðri krónu og óverðtryggðri - og taka upp alvöru gjaldmiðil. Hagkvæmasta og besta leiðin er að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru.

 


mbl.is Þjóðarnauðsyn að hemja verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sammála.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 10.4.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

sammála

G. Valdimar Valdemarsson, 11.4.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evran, gjaldmiðill 21. aldarinnar? Það eru nú miklar blikur á lofti um framtíð evrusvæðisins bara næstu árin svo ekki sé meira sagt, sbr. t.d.:

European growth rates pull in different directions 

Virtur franskur banki varar við ójafnvægi innan evrusvæðisins 

Á evrusvæðið framtíðina fyrir sér?

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.4.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband