Stjórnsýsluúttekt á Vegagerðinni nauðsynleg!

Það er nauðsynlegt að gera nú þegar stjórnsýsluúttekt á Vegagerðinni! Aulaháttur hennar virðist algjör á öllum sviðum!  Slysagildran á Reykjanesbrautinni er einungis eitt dæmið - svo sorglega fyrirsjáanlegt.

Það skiptir engu máli hvert litið er!

2+1 þráhyggjan!

Grímseyjarferjan og Flóabáturinn Baldur!

Andstaðan við Sundabraut - eða hvaða aðra leið en "sérfræðingarnir" hjá Vegagerðinni bíta í sig að eigi að fara!

Nú fer að styttast að nýr Vegamálastjóri úr röðum Samfylkingar verði ráðinn. Ég held að það sé mikilvægt fyrir hann að taka við Vegagerðinni í kjölfar stjórnsýsluúttektar - svo hann sitji ekki í súpunni! 


mbl.is Reiður út í þá sem bera ábyrgð á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hundshausinn

Rólegur...

Hundshausinn, 9.4.2008 kl. 21:09

2 Smámynd: Kristinn Þór Sigurjónsson

Það þarf að taka á útboðsferlinu. Það á ekki alltaf að semja við lægstbjóðanda.

Sjá nánar: http://kogs.blog.is/blog/kogs/entry/501569/

Kristinn Þór Sigurjónsson, 9.4.2008 kl. 21:12

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl, Hallur.

 

Dóttir mín fer þarna daglega um og tengdasonur í leið í vinnu og stundum barnabörn mín, eins um þína, ég hef oft haft áhyggjur út af umferðinni og þá mínum og öðrum er leið eiga þarna um og hvað öryggið þarna er mikið ábótavænt og á tíðum hraðinn of mikill get ekki séð að þeir sem þarna eiga að koma að máli sinni sínum störfum eins og þau eiga vera hét er löngu tíma bært að ráða bót á það er ekki dagurinn í dag sá dagur er löngu liðin .

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 9.4.2008 kl. 21:21

4 identicon

heyr heyr

Vegagerðin bendir alltaf á alla hina, "það er ekkert okkur að kenna"  hvernig var þetta þegar var verið að vinna R-brautina kópavogur-Garðabær-Hafnarfjörður þá þurfti að hleypa inná vegina umferð þó svo að það væri enn verið að vinna þar,  á flestum stöðum erlendis er umferð hleypt á þegar allt er tilbúið. 

nei hér á Islandi þurfa þeir hjá Vegagerðinni að geta sagt " já ég lét verktakann vinna þetta á methraða, er ég ekki bestur, og vilja helst bæta við og borgaði þeim ekki neitt fyrir auka hraðann"

ep (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:58

5 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Þetta er allsherjar regin hneyksli. Spáið í það, mislægu gatnamótin á Voga og Grindavíkur vegamótunum eru búin að standa ónotuð í mánuði. Allar brýrnar eru tilbúnar, til að keyra undir þær. Einhvertímann, einhverstaðar hafa menn nú útbúið hjáleið af minna tilefni en því að forða þessum lífshættulegu gatnamótum. Það hefði ekki verið nokkurt vandamál fyrir Vegagerðina að réttlæta slíkar framkvæmdir, sem hefðu þar að auki ekki kostað mikið. Svo liggur við að Grindavíkur vegamótin séu ofan á einni brúnni.

Moka út úr þessari stofnun, óhæfum einstaklingum sem hafa klúðrað öllu sem hægt hefur verið að klúðra undanfarið. Það væri búið að reka þetta lið allsstaðar annarstaðar en hjá því opinbera.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 9.4.2008 kl. 23:11

6 Smámynd: Ásgeir Eiríksson

Eftir höfðinu dansa limirnir stendur einhvers staðar. Vegagerðin er stofnun sem þarf að fara eftir lögum og reglum, auk þess að gæta þess að fara ekki út fyrir fjárhagsrammann. Ég er þeirrar skoðunar að Vegagerðin sé vel rekin stofnun. Stjórnsýsluúttekt er sökudólgaleit sem er því marki brennd að fyrirfram skal einhver "negldur". Það er ekki góð stjórnsýsla.

Ásgeir Eiríksson, 9.4.2008 kl. 23:54

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hallur, ég tek undir hvert orð hjá þér þarna.

Marta B Helgadóttir, 10.4.2008 kl. 00:41

8 identicon

Jæja einhver verður að vera sá sem allir hneikslast á og ég ættla að vera hann í dag...

EF fólk bara mundi fara eftir þeim merkingum sem eru þarna væri þetta ekkert mál....

EF allir færu eftir hraðatakmörkonum þarna væru öll þessi slys ekki eða allavega ekki nein alvarleg

Það er þanig á þessum köflum að ef einhver vogarsér að hægja á niður í það sem skiltin segja þá verða allir aðrir bílsjórar voðalega pirraðir...

Julius (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 11:22

9 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ekki horfa bara á Reykjanesbrautina - klúðrið er svo miklu miklu miklu víðar hjá vegagerðinni.

2+1 þráhyggjan!

Grímseyjarferjan og Flóabáturinn Baldur!

Andstaðan við Sundabraut - eða hvaða aðra leið en "sérfræðingarnir" hjá Vegagerðinni bíta í sig að eigi að fara!

Eitt dæmi enn:  Á nýjum uppbyggðum malbikuðum flottum vegi í Norðurárdal í Borgarfirði eru nokkur gatnamót t.d. við Hauga eða kannski betur þekkt við sjoppuna Baulu.   Ekki hvarlaði að vegagerðinni að setja þar eyjur og fráreinar þó öll tæki og tól væru á staðnum og beina umferðinni í þann farveg að ekki sé hætta aftanákeyrslum og árekstrum.

Sama á við t.d. við Munaðarnes.  Verða alltaf að verða slys til að vekja þessa menn?

G. Valdimar Valdemarsson, 10.4.2008 kl. 14:09

10 Smámynd: Dunni

Það eru fleiri en Vegagerðin sem eiga stjórnsýsluúttekt skilið. Hvað með Samgönguráðuneytið. Og alla ríkistjórnina og Seðlabankan líka.

Í þessu tilfelli er það samgönguráðuneytið sem ber ábyrgðina.  Ef Vegagerðin stendur sig ekki, sem hún ekki gerði hvað varðara Reykjanesbrautina, þá á ráðuneytið að taka í taumana og reka þá sem þarf að reka. 

En það er bara ekki í tísku að íslenskir embættismenn eða stjórnmála menn sæti ábyrgð gerða sinna.  Þeir sitja sme fastast við kjötkatlana sama hvaða vitleysu þeir hafa gert.

 Að fara eftir merkingunum á Reykjanesbrautinni var eiginlega vísasta leið að sjálfsmorði.  Þær voru svo vitlausar. Það reyndi ég sjálfur fyrir jól og norskir vinir mínir, sem nýkomnir eru frá Íslandi, hafa sömu reynslu að segja.

GÞÖ

http://orangetours.no/

Dunni, 10.4.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband