Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Þjóðarsorg í Noregi!
22.4.2008 | 22:35
Mér sýnist allt stefna í úrslitaleik tveggja uppáhaldsliðanna minna um áratugaskeið - Chelsea og Barcelona!
Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spútnikblöðin 24 stundir og Viðskiptablaðið!
22.4.2008 | 22:25
Sem gamall blaðamaður - og handhafi blaðamannaskírteinis nr. 136 - er ég sérstakur áhugamaður um dagblöð og þróun þeirra. Verð að segja að mér finnst aðdáunarvert hvernig 24 stundir og Viðskiptablaðið hafa eflst og þróast á undanförnum mánuðum.
Viðskiptablaðið - sem hjólaði stundum í mig þegar ég vann hjá Íbúðalánasjóði og ég átti jafnvel í smá skærum við - er orðið mjög öflugt og vandað viðskiptablað sem heldur dampi fimm daga vikunnar. Þá eru fylgiblöðin - eins og gömlu góðu Fiskifréttir - yfirleitt afar áhugaverð og vönduð!
Þá er vefur þeirra - www.vb.is - afar áhugaverður - þótt þeir mættu þróa betur útlit hans.
Ólafur Þ. Stephensen hefur gert kraftaverk með 24 stundir! Ólafur tók við deyjandi blaði - Blaðinu - breytti því í 24 stundir - og breytt því í áhugavert, fjölbreytt og skemmtilegt dagblað - sem fjölskyldan togast á um á morgnanna.
Ef Ólafur tekur ekki við Mogganum þegar Styrmir hættir - þá held ég að Mogginn geti bara pakkað saman og komið út sem helgarblað 24 stunda í framtíðinni!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2008 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jákvætt skref hjá Ingibjörgu Sólrúnu!
22.4.2008 | 16:49
Ingibjörg Sólrún stígur jákvætt skref með því að skipa sérstakan sendifulltrúa í málefnum Palestínumanna og gefa þannig kost á því að Íslendingar geti tekið þátt í friðarferli milli Palestínumanna og Ísraela. Við getum leikið hlutverk í slíku friðarferli - ekki hvað síst ef við náum sæti í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Þórður Ægir Óskarsson sendiherra er rétti maðurinn í starfið. Hann starfaði lengi fyrir hönd Íslands að RÖSE - Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu- sem endaði með stofnun ÖSE - Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Sú reynsla ætti að nýtast honum sem sendifulltrúi í málefnum Palestínu.
Það kann að vekja athygli einhverra að ekki er um sendiherrastöðu að ræða - en þar sem Palestína er ekki fullgilt ríki þá er slíkt ekki unnt.
Við Íslendingar hljótum hins vegar að líta á stöðuna sem sendiherrastöðu - á sama hátt of við lítum á sama hátt og við lítum á aðalræðismannsstöðu Íslendinga í Færeyjum sem sendiherrastöðu!
Friðarfundur á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íbúðalánasjóður sýnir styrk og ábyrgð - að venju!
22.4.2008 | 08:58
Íbúðalánasjóður sýndi bæði styrk sinn og ábyrgð með hóflegri lækkun vaxta. Sjóðurinn vann að venju eftir þeim lögum og reglum sem honum eru settar. En sjóðurinn nýtti það svigrúm sem hann hefur nú vegna ábyrgrar og góðrar áhættustýringar undanfarin misseri til þess að teygja sig eins og hann getur á móti Seðlabankanum og hávaxtastefnu hans.
Þetta er engin nýlunda. Þótt annað mætti halda af málflutningi andstæðinga Íbúðalánasjóðs gegnum tíðina, þá hefur stjórn Íbúðalánasjóðs alla tíð reynt að koma til móts við efnahagsstefnu stjórnvalda hverju sinni eftir því svigrúmi sem lagaramminn veitir og raunar tekið á sig ótrúlegar skerðingar í nafni baráttunnar gegn þenslu.
Má þar nefna lækkun lánshlutfalls og sú staðreynd að hámarkslán sjóðsins hefur ekki hækkað í mörg misseri, er nú enn 18 milljónir króna en ætti að vera 25 milljónir ef forsendur félagsmálaráðuneytis frá því 2005 um hámarkslán sjóðsins hefði staðið.
Nú loksins viðurkenna hagfræðingar úr röðum þeirra sem helst hafa gagnrýnt sjóðinn og stjórn hans - sem alltaf hafa fylgt þeim lögum og reglum sem sjóðnum eru settar - þessa staðreynd.
Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Ingólf Bender:
"Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, segir vaxtalækkun sjóðsins úr takti við við aðgerðir Seðlabankans. Íbúðalánasjóður er ekki að spila með í þessari hagstjórn, þannig að út frá peningalegu aðhaldi myndi ég telja þetta neikvætt," segir Ingólfur. En það má raunar segja sjóðnum til hróss að hann lækkaði vextina ekki eins mikið og hann hefði í rauninni getað."
Ingólfur bætir því við að ekki sé við sjóðinn að sakast heldur fremur löggjöf um sjóðinn. Þetta kynni hins vegar að teljast jákvætt ef litið er til húsnæðismarkaðarins, þar sem lítið er um að vera um þessar mundir. "
Niðurlag Ingólfs er reyndar kjarni málsins og staðfesta orð Ingibjargar Þórðardóttur, formanns félags fasteignasala.
Íbúðalánasjóður er nauðsynlegur sjóður fyrir samfélagið, tryggir líf mikilvægs þáttar efnahagslífsins og veitir landsmönnum það öryggi sem þeir eiga rétt á í húsnæðismálum þótt það sé ekki alltaf í takt við ítrustu óskir misvitra forsvarsmanna í stjórnun efnahagsmála á Íslandi!
Sjá einnig: Íbúðalánasjóður lækkar vexti hóflega!
Vaxtalækkunin sýnir styrk Íbúðalánasjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Víkingsblóðið rennur hraðar á aldarafmælinu!
21.4.2008 | 22:35
Víkingsblóðið rennur hraðar um æðarnar á aldarafmæli Knattspyrnufélagsins Víkings, en Víkingur á 100 ára afmæli í dag. Það flugu margar góðar minningar gegnum hugann þegar ég renndi gegnum Víkingsumfjöllun Morgunblaðsins í morgun, en þar var farið yfir helstu atriði í sögu félagsins.
Stór hluti þeirrar minningar er sífelld viðvera Ásgeirs og Láru - sem alltaf voru nærri. Sorglegt að Ásgeir fengi ekki að lifa 100 ára afmælið - en við fylgdum honum til grafar í haust.
Man ennþá stemmninguna og æsinginn í Höllinni 1975 þegar Víkingar urðu Íslandsmeistarar í handbolta í fyrsta sinn með ótrúlegum sigri á Val og hófu gullaldartímabilið í handbolta. Gleymi aldrei þegar Viggó frændi kastaðu sér í gegnum Valsvörnina - frá punktalínu - og gulltryggði forystuna og meistaratitilinn! Það var ekki aftur snúið eftir þann dagpart á pöllunum í Höllinni!
Skömmu síðar vannst fyrsti titillinn minn í handbolta - Reykavíkurmeistarar í 4 flokki. Brosið fór hringinn þegar ég tók við titlinum sem fyrirliði - og það bros skjalfest með svarthvítri mynd í Mogganum!
Ég átti forréttinda að fagna að fá að taka þátt í gullöldinni með Bogdan þar sem ég æfði og keppti með köppum eins og snillingnum Páli Björgvinssyni, frænda mínum Viggó Sigurðssyni, Þorbergi Aðalsteinssyni, Árna Indriðasyni, Sigurði Gunnarssyni, Ólafi Jónssyni, Kristjáni Sigmundssyni, Steinari Birgissyni, Ellert Vigfússyni sem voru nokkuð eldri - og svo með köppum sem lágu nær mér í aldri - Guðmundur Þórði Guðmundssyni, Gunnari Gunnarssyni, Heimi Karlssyni, Óskari Þorsteinssyni - og mörgum fleirum. Þetta voru frábærir tímar - en erfiðir - enda Bogdan enginn amatörþjálfari!
Einhversstaðar á ég gullpeninga fyrir Íslandsmeistaratitil og gott ef ekki líka Reykjavíkurmeistaratitil frá þessum tíma! Silfurpeninginn fyrir annað sætið í bikarkeppninni faldi ég lengi vel vegna svekkelsis yfir að hafa ekki klárað það dæmi.
Þá var ekki síður gaman í fótboltanum þar sem spilað var með algjöru Gull-Víkingsliði í yngri flokkum - liði sem síðar var grunnurinn að Íslandsmeistaratitlum Víkings í fótbolta. Undir stjórn Hafsteins Tómassonar - frábærs þjálfara - vann 3. flokkur Víkings alla leiki - nema einn - og þar af leiðir öll mót sem tekið var þátt í - bæði hér og erlendis!
Enda ekki slor lið:
Arnór Guðjohnsen, Lárus Guðmundsson, Heimir Karlsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson - sem allir urðu atvinnumenn erlendis - Jóhann Þorvarðarson, Jóhannes Sævarsson, Gunnar Gunnarsson - sem valdi handboltann og var sem slíkur atvinnumaður - en hefði eflaust átt möguleika í fótboltanum líka. Ekki má gleyma Bjössa Bjartmarz - sem síðar varð algjör Víkingshetja! Það var ekki furða að maður valdi markið - með alla þessa snillinga með sér í liðinu. Ég hélt lengi vel að ég gæti ekkert sem útispilari í fótbolta - þar sem ég var alltaf að bera mig saman við þá langbestu!!!
Þá eru góðar minningar frá þjálfun yngri flokka í handbolta - bæði stráka og stelpna! Þar liggja einhverjir Íslandsmeistara- og Reykjavíkurmeistartitlar!
Ný fylgist maður bara með guttunum sínum í 6. og 7. flokki! Eldri stelpan hætt að spila fótbolta fyrir nokkrum árum - en hún varð þó Íslandsmeistari í 4.flokki B - fyrstu Íslandsmeistarar kvenna hjá Víking í fótbolta! Sú yngri segist bara ætla í dans - en hún er nú ekki nema 3 ára - með keppnisskap - svo ekki er öll nótt úti enn!
Já, Víkingsblóðið rennur dálítið hraðar um æðarnar í dag!
Til hamingju með 100 árin Víkingar!!!
Víkingur á uppleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íbúðalánasjóður lækkar vexti hóflega!
21.4.2008 | 11:00
Íbúðalánasjóður lækkar vexti íbúðalána með ákvæðum um uppgreiðslugjald hóflega og kemur þannig til móts við Seðlabanka og stjórnvöld sem óttast hafa mikla lækkun vaxta á lánum sjóðsins þar sem ávöxtunarkrafa íbúðabréfa í tveimur lengstu flokkunum hefur lækkað verulega á árinu.
Reyndar notar sjóðurinn tækifærið og hækkar áhættuálag vegna uppgreiðsluáhættu um 0.25% þannig að vextir lána án sérstaks uppgreiðslugjalds eru áfram háir! Það er reyndar eðlilegt frá áhættusjónarmiði þegar vaxtastig er hátt.
Sú ákvörðun stjórnar Íbúðalánasjóðs að fara ekki í útboð fyrr á árinu þrátt fyrir áætlanir um annað hafa orðið til að styðja við hávaxtastefnu Seðlabanka og stjórnvalda, en væntanlega hefur sú ákvörðun byggst á minni útlánum og betri lausafjárstöðu en gert hafði verið ráð fyrir í áætlunum Íbúðalánasjóðs.
Íbúðalánasjóður ákvað að taka verulega fjárhæð í HFF 24 sem er með miklu hærri ávöxtunarkröfu en lengri flokkarnir. Vægi þessa flokks í heildarávöxtunarkröfunni er 48,75% sem verður til þess að heildarávöxtunarkrafa tekinna tilboða er 4,75% sem þýðir að útlánavextir íbúðalána Íbúðalánasjóðs lækka einungis í 5,2%.
Ástæða þess að Íbúðalánasjóður hefur nú svigrúm til þess að taka tilboðum í þennan stutta lánaflokk er sú að sjóðurinn hefur staðið sig afar vel í áhættustýringu sinni þannig að fullkomið jafnvægi hefur verið á inn og útstreymi fjármagns. Því hefur sjóðurinn borð fyrir báru til að slaka örlítið á þessu jafnvægi til að leggja efnahagsstjórninni lið.
Íbúðalánasjóði hefði verið í lófa lagt að taka einungis tilboðum í lengri flokkunum - enda útlán hans fyrst og fremst til langs tíma. Allar forsendur hefðu því verið til þess að lækka vexti jafnvel niður í 5,00% - 5,05% miðað við fyrirliggjandi forsendur.
Íbúðalánasjóði bárust tilboð í íbúðabréf að nafnvirði 24,1 milljarður króna. Ákveðið var að taka
tilboðum í íbúðabréf:
HFF150224 að nafnvirði 3,9 milljarðar króna, vegin áv.krafa án þóknunar er
4,92%
HFF150434 að nafnvirði 2,5 milljarðar króna, vegin áv.krafa án þóknunar er
4,66%
HFF150644 að nafnvirði 1,6 milljarðar króna, vegin áv.krafa án þóknunar er
4,40%
Vegin heildarávöxtunarkrafa tekinna tilboða án þóknunar er 4,73% og 4,75%, með
þóknun.
Að viðbættu 0,45% vaxtaálagi á lán sem bera uppgreiðslugjald ef vextir lána Íbúðalánasjóðs verða lægri á uppgreiðslutímanum þýðir þessi niðurstaða 5,2% útlánavextir, en 5,7% á lánum sem ekki þarf að greiða uppgreiðslugjald við uppgreiðslu vegna hækkunar á innbyggðu uppgreiðsluálagi.
Íbúðalánasjóður lækkar vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Flækingur í fjölmiðlum undanfarið!
20.4.2008 | 22:08
Það hefur verið flækingur á mér í fjölmiðlum undanfarið einhverra hluta vegna. Var í annað sinn í Silfri Egils í dag, Í bítið á Bylgjunni á þriðjudaginn í síðustu viku, á ÍNN stöðinni hans Ingva Hrafns í þarsíðustu viku og ekki mánuður frá jómfrúarferð minni í Silfur Egils! Svo var í í fréttaviðtali á Stöð 2 í kvöld!
Það er alltaf sami sviðsskrekkurinn hjá manni - nagandi ótti um að standa sig ekki og að maður frjósi og komi ekki upp orði. En þetta hefur yfirleitt sloppið fyrir horn - vondandi!
Mér verður alltaf hugsað til hins frábæra útvarpsmanns, Jónasar Jónassonar, sem ég bar gæfu til að fá að vinna með í nokkra mánuði á Rás 1 fyrir 18 árum eða svo í þætti sem enn lifir og nefnist Samfélagið í nærmynd. Jónas var alltaf ótrúlega stressaður fyrir upptökur - en þegar inn kom rann á hann þvílík ró og öryggi að unun var á að horfa á - og hlusta.
Jónas sagði við mig að daginn sem hann yrði ekki stressaður fyrir útsendingu - þá væri kominn tími til að hætta!
Þess vegna verður mér alltaf hugsað til Jónasar þegar ég fer í viðtöl í ljósvakamiðlunum
Fyrir þá sem hafa áhuga að sjá kauða, (mig - ekki Jónas) - þá eru slóðirnar á viðtöli hér á eftir:
Fréttur Stöð 2 í k völd: http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=227701d7-e81a-469d-ac74-200ba9c421af&mediaClipID=e288fcaa-30cf-44e9-a58a-cbc8cd9d814f
Silfur Egils í dag: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4366875
Í bítið á þriðjdag í síðustu viku: http://www.bylgjan.is/?PageID=1857
Á ÍNN í þarsíðustu viku: http://inntv.is/Horfaáþætti/BirkirJón/BirkirJón02042008/tabid/284/Default.aspx
... og Silfur Egils fyrir mánuði er ekki lengur á vefnum :)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Guðni stingur höfðinu í sandinn gagnvart afstöðu Framsóknarfólks!
20.4.2008 | 10:41
Það er sorglegt að sjá vin minn Guðna Ágústsson stinga höfðinu í sandinn þegar staðreynd um afstöðu Framsóknarmanna til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu liggur skýr fyrir.
Í stað þess segja sannleikann og segja að skoðanir séu skiptar í Framsóknarflokknum um Evrópusambandsaðild, en að það sé ljóst að meirihluti flokksmanna eða 60% vilji fá úr því skorið hverjir skilmálar inngöngu í Evrópusambandið verða, áður Framsóknarmenn taki endanlega afstöðu, þá fer fer Guðni að tala um ríkisstjórnina og efnahagsástandið.
Guðni segir: "... niðurstöður könnunarinnar ekki benda til þess að framsóknarmenn séu að verða hallari undir Evrópusambandið, en 60% Framsóknarfólks vilja að undibúningur fyrir aðildarviðræður hefjist."
Ef þetta er rétt mat hjá Guðna, þá er hann einungis að staðfesta það sem marga hefur grunað að um langa hríð hafi verið meirihluti innan flokksins fyrir aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
Guðni vill hins vegar ekki hlusta á þennan meirihluta Framsóknarmanna og segir:
"...niðurstöður könnunarinnar fyrst og fremst benda til þess að almenningur hafi fengið nóg af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnbahagsmálum, stöðu krónunnar, verðbólgunni og vöxtunum."
Auðvitað er almenningur að verða þreyttur á ríkisstjórninni. Það skýrir ekki eitt og sér að tæp 68% þjóðarinnar - og 60% Framsóknarmanna - vilji undirbúa ESB-umsókn.
Ef Guðni ætlar ekki að minnka Framsóknarflokkinn um enn ein 60% - þá verður hann að taka af skarið - fylgja félaga sínum og vini Magnúsi Stefánssyni alþingismanni öflugasta talsmanni Framsóknarmanna í efnahagsmálum á þingi - og unga fólkinu í SUF - og berjast fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort ganga skuli til viðræðna við Evrópusambandið - og í kjölfarið þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðu slíks samnings. Þá - en ekki fyrr en þá - mun endanleg og raunveruleg niðurstaða Framsóknarmanna og annarra Íslendinga liggja fyrir.
Það engin ástæða til að kljúfa flokkinn í herðar niður á flokksþingi vegna þess máls - það er einfaldast og lýðræðislegast að láta þjóðina taka þessa ákvörðun.
Munið - gamla grunnprinsipp Samvinnuhreyfingarinnar eldgömlu - einn maður, eitt atkvæði!
Meira um þetta má lesa í eftir farandi bloggum:
Magnús Stefánsson: Þjóðin ákveði um aðildarviðræður
Samband ungra framsóknarmanna: SUF vill þjóðatkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið
Hallur Magnússon: Leiðir Guðni Framsókn lýðræðis eða Framsókn flokksræðis?
Hallur Magnússon: Framsóknarmenn með aðild að Evrópusambandinu!
67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Íslensk lán verðtryggð með samræmdri evrópskri neysluvísitölu?
19.4.2008 | 00:21
Ætti að bjóða íslensk lán verðtryggð með samræmdri evrópskri neysluvísitölu? Þessari spurningu varpar vinur minn GVald fram í bloggi sínu!
GVald segir meðal annars:
"Ég vil varpa þeirri hugmynd hér fram hvort ekki væri skoðandi að bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður tækju sig saman um að bjóða nýja tegund af verðtryggðum lánum. Lán sem fylgdu samræmdri neysluvísitölu EES en ekki íslenskum vísitölum sem eru í vítahring víxlhækkana þar sem hækkandi lántökukostnaður vegna hærri verðbólgu leiðir til hærri vísitölumælinga í næsta mánuði og svo koll af kolli."
Ég hef ekki velt þessari hugmynd fyrir mér í kjölinn, en tel hana eiga fullt erindi í efnahagsumræðu dagsins í dag. Gaman væri að fá álit vísra hagfræðinga á þessum vangaveltum!
Væri ástandið á íbúðalánamarkaðnum kannske annað í dag ef þessum viðmiðum hefði verið beitt?
Hefðum við kannske ekki lent í þeirri ofsaþenslu sem varð á fasteignamarkaði og keyrðu upp verðbólguna þegar bankarnir komu inn á markaðinn með offorsi?
Pistil GVald er: Einfalt lítið skref ?
75 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað er sameiginlegt við efnahagslægðina 1992 og 2008?
18.4.2008 | 11:05
New York Times segir að Ísland, lítil orkustöð, missir afl og að langt vaxtarskeið á Íslandi hafi nú skyndilega endað með sársaukafullum hætti, hruni gjaldmiðilsins, vaxandi verðbólgu, háum vöxtum og spá um fyrstu efnahagslægðina síðan 1992.
Hvað ætli sé sameiginlegt við efnahagslægðina 1992 og 2008?
Jú, það er sameiginlegt að ríkisstjórnin er samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks/Samfylkingar.
Hvað er þá einkennandi við hið langa vaxtaskeið?
Jú, það að Framsóknarflokkurinn var í ríkisstjórn.
New York Times fjallar um íslenskt efnahagslíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |