Jákvætt skref hjá Ingibjörgu Sólrúnu!

Ingibjörg Sólrún stígur jákvætt skref með því að skipa sérstakan sendifulltrúa í málefnum Palestínumanna og gefa þannig kost á því að Íslendingar geti tekið þátt í friðarferli milli Palestínumanna og Ísraela.  Við getum leikið hlutverk í slíku friðarferli - ekki hvað síst ef við náum sæti í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Þórður Ægir Óskarsson sendiherra er rétti maðurinn í starfið. Hann starfaði lengi fyrir hönd Íslands að RÖSE - Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu- sem endaði með stofnun ÖSE - Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Sú reynsla ætti að nýtast honum sem sendifulltrúi í málefnum Palestínu.

Það kann að vekja athygli einhverra að ekki er um sendiherrastöðu að ræða - en þar sem Palestína er ekki fullgilt ríki þá er slíkt ekki unnt.

Við Íslendingar hljótum hins vegar að líta á stöðuna sem sendiherrastöðu - á sama hátt of við lítum á sama hátt og við lítum á aðalræðismannsstöðu Íslendinga í Færeyjum sem sendiherrastöðu!


mbl.is Friðarfundur á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

En annars spyr ég, hvar er Þórður Ægir Óskarsson sendiherra ?

Er hann ennþá í Tókýo, Kanada, eða einn af fjölmörgum sendiherrum sem staðsettir eru á Klakanum og vantar hugsanlega eitthvað að gera ?

Spyr sá sem ekki veit...

Ingólfur Þór Guðmundsson, 22.4.2008 kl. 18:09

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Hann er sendiherra í Japan, en er kallaður heim til að taka við þessu verkefni. Verður staðsettur í Reykjavík.

Hallur Magnússon, 22.4.2008 kl. 19:28

3 Smámynd: Hallur Magnússon

... held ég!

En Þórður Ægir er toppmaður og hefur staðið sig afar vel í utanríkisþjónustunni þar sem hann hefur unnið sig upp frá grunni.

Hallur Magnússon, 22.4.2008 kl. 19:29

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Gott framtak hjá utanríkisráðhr.Gæti skapað okkur aðstæður til að verða virkir þátttakendur í þessum t.d.að hér yrðu haldnir fundir deiluaðila.

Kristján Pétursson, 22.4.2008 kl. 19:59

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þú kemur bara með hverja snilldarfærsluna á fætur annarri Hallur og alltaf er ég sammála. Ekki síður ætla ég að hrósa Dodda Óskars (Þórði Ægi). Hann er náttúrlega toppmaður eins og aðrir Skagamenn. - Hvað gerðurðu annars við færsluna um Seðlabankann í þátíð? - Ég var búinn að sjá fyrisögnina en átti eftir að lesa pistilinn.

Haraldur Bjarnason, 22.4.2008 kl. 20:41

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Haraldur!

Ég hélt að færslan væri inni - en hún er algerlega horfin! var reyndar að krukka í hana - bæta við einni setningu - og tók fræslunar úr á meðan. Ég hef greinilega eytt henni fyrir slysni!

Hún var svo sem ekki merkileg - kóperaði bara frétt af visir.is þar sem seðlabanakastjóri sagðist hafa rætt við blaðamann Börsens í viðtengingarhætti!  Fannst það fyndið -  því Seðlabankinn er svo oft að tala í viðtengingarhætti - en hugsar oftar í þátíð en nútíð - meira að segja um um framtíðina!  

Hallur Magnússon, 22.4.2008 kl. 22:11

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Reyndar var greinin af www.vb.is.

Það er töluverð umfjöllun um þetta reyndar í Viðskiptablaðinu á morgun - sýndist mér á pdf útgáfunni á vefnum í kvöld!  Ansans - þess heldur hefðu færslan verið fín!

Hallur Magnússon, 22.4.2008 kl. 22:13

8 Smámynd: Hallur Magnússon

... já Doddi er toppmaður!

Við unnum saman í blaðamennsku fyrir 20 árum síðan!

Hallur Magnússon, 22.4.2008 kl. 22:14

9 Smámynd: Gunnar Jóhannsson

Alveg ágætt, ég er samt hræddur um að þetta "hlutverk" okkar verði það sem kallast "fótatak í fjarska" en hver veit, kannski verða haldnir hér friðarfundir um allar sveitir og að Ísland verði á endanum tákn um langþráðan frið.   Ég vona það a.m.k.

Gunnar Jóhannsson, 22.4.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband