Seðlabanki Íslands er skák og mát

"Seðlabanki Íslands er skák og mát að mati Gylfa Magnússonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands. Án trúverðugleika segir hann vaxtaákvarðanir bankans engu mál skipta."
Þetta kemur fram í frétt á vef Viðskiptablaðsins þar sem vísað er í viðtal við Gylfa. 
 Ég hef löngum ekki verið sáttur við ýmislegt hjá Seðlabankanum - en hef ekki viljað taka svona mikið upp í mig. Reyndar skil ég ekki hvernig Seðlabankanum datt í huga að auka ekki gjaldeyrisforðann í síðustu viku - eins og allir gerðu ráð fyrir að yrði gert til að standa að baki íslensku krónunni og bönkunum.
Enda hefur þetta aðgerðarleysi orðið til þess að veikja krónuna og hlutabréfamarkaðinn enn!
Um það segir greiningardeild Landsbankans í Vegvísi:
„Svo virðist sem tengja megi veikingu krónunnar við aðgerðaleysi seðlabankans, en enn hafa engar ákvarðanir verið gerðar opinberar um stækkun gjaldeyrisforðans eða um samninga við erlenda seðlabanka. Mikilvægt er að ekki þurfi að bíða mjög lengi eftir niðurstöðum í þessum málum,“
Í frétt Viðskiptablaðsins segir einnig:

"Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að Seðlabanki Íslands sé skák og mát. Bankinn hafi misst trúverðugleika sinn vegna þess að honum hafi mistekist árum saman að ná markmiði sínu og vegna þess að yfirstjórnin sé ekki að uppistöðu til skipuð fagfólki."

 

Ja hérna hér!

 

En hvað með ríkisstjórnina! Það er ekki hægt að kenna Seðlabankanum um allt!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband