Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Borgin til fyrirmyndar meðan ríkisstjórnin gerir allt vitlaust

Borgin er til fyrirmyndar í aðgerðum vegna efnahagsástandsins á meðan ríkisstjórnin gerir allt vitlaust! Ókeypis og óháð fjármálanámskeið fyrir ungt fólk þar sem borginn vinnur með Hinu húsinu og Neytendasamtökunum er til mikillar fyrirmyndar.

Það sama má segja um merkilega aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar sem þau Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Óskar Bergsson formaður borgarráðs gengu frá að yrði unnin í málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ágústmánuði, enda sáu þau þá strax blikur á lofti í efnahagsmálum sem síðar enduðu í efnahagslegu fárviðri! 

Þau höfðu því í góðri samvinnu við minnihlutann í Reykjavík þegar unnið aðgerðaráætlunina og voru reiðubúin að takast á við vandann þegar hann reið yfir.

Þá er það til fyrirmyndar hvernig meirihlutinn og minnihlutinn er nú að vinna saman að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.

Það væri betur að þau Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tækju vinnubrögð Hönnu Birnu og Óskars sér til fyrirmyndar.

Ættum við ekki bara að skipta þeim fyrrnefndu út fyrir þau síðarnefndu?

Það er nefnilega ekki spurning hvort heldur hvenær Hanna Birna verður formaður Sjálfstæðisflokksins ef hún heldur á áfram á þeirri braut sem hún hefur verið á síðustu vikur - og það þarf Framsóknarmann eins og Óskar Bergsson í ríkisstjórnina svo einhver árangur náist í þeim erfiðu málum sem við stöndum frammi fyrir!


mbl.is Ókeypis og óháð fjármálanámskeið fyrir ungt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki 25% stýrivextir?

Af hverju höfum við ekki 25% stýrivexti? Þá nær Seðlabankinn að drepa þessi fáu starfhæfu fyrirtæki og setja heimilin strax á hausinn með einu náðarskoti í stað þess að láta lífið fjara út hægt og örugglega næstu vikur.

Niðurstaðan er sú sama með 18% drápsvöxtum og með 25% drápsvöxtum - það tekur bara aðeins lengri tíma!


mbl.is Stýrivextir áfram 18%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking = Atvinnuleysi

Ætli það sé tilviljun að þegar Sjálfstæðisflokkur og Samfylking - áður Alþýðuflokkur - vinna saman í ríkisstjórn að þá upplifi Íslendingar alltaf fjöldaatvinnuleysi?

Nú upplifum við fjöldaatvinnuleysi. Síðast ríkti fjöldaatvinnuleysi undir Viðeyjarstjórn Davíðs og Jóns Baldvins. Þá hafði ekki verið fjöldaatvinnuleysi frá því á dögum Viðreisnarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks!

Merkileg tilviljun eða hvað?


mbl.is „Það er enga vinnu að hafa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hærri hámarkslán og rýmri endurbótalán Íbúðalánasjóðs

Það þarf að hækka hámarkslán og rýmka endurbótalán Íbúðalánasjóðs jafnframt því að afnema stimpilgjöld þannig að þeir sem þó hafa bolmagni til að standa undir íbúðaláni geti fest kaup á íbúðum. Það skiptir verulegu máli að fasteignamarkaðurinn stöðvist ekki alveg.

Félagsmálaráðherra og Íbúðalánasjóður ætti að rýmka möguleika fólks til að taka endurbótalán vegna atvinnuskapandi viðhaldsframkvæmda á íbúðarhúsnæði landsmanna. Það eru ekki allir svo illa staddir að þeir geti ekki bætt við sig lánum vegna arðbærra viðhaldsframkvæmda og slík verkefni geta skipt sköpum fyrir fjölmarga iðnaðarmenn og fyrirtæki í byggingariðnaði.

Þá er mikilvægt að húsfélög geti farið í slíkar framkvæmdir.

Legg til að unnt verði að taka lán hjá Íbúðalánasjóði til viðhaldsframkvæmda sem verði afborgunarlaus í allt að 3 ár. Slík lán verði undan.egin stimpilgjaldi og að einnig að virðisaukaskattur af vinnu vegna slíkra framkvæmda verði alfarið undanskilin virðisaukaskatti.


mbl.is Um 70% samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árangursríkt samráðsferli tryggir góða sátt

Það er til fyrirmyndar hvernig unnið hefur verið að útfærslu gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í árangursríku samráðsferli. Þessi vinnubrögð eru táknræn fyrir hinn nýja og árangursríka meirihluta borgarstjórnar sem hefur einitt tekið upp svipað samráðsferði við gerð aðgerðaráætlunar fyrir Reykjavíkurborg og við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Reykjavík. 

Það skiptir máli hverjir sitja við stjórnvölinn í Reykjavík!

 

 


mbl.is Miklabraut í stokk að hluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er viðtalið við Guðna Ágústsson - "flokksfélaga" Obama!

Hvar er viðtalið við Guðna Ágústsson formann Framsóknarflokksins - flokksins sem er formlegur systurflokkur Demókrataflokksins í Bandaríkjunum - og reyndar Frjálslynda demókrataflokksins í Bretlandi líka - þegar Framsóknarmaðurinn Obama er kjörinn forseti?

Hvað er verið að ræða við lagsmenn Gordons Brown og Verkamannaflokksins vegna þessa?


mbl.is Kjör Obama nýtt tækifæri fyrir Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn! Ný Framsókn í Bandaríkjunum!

Til hamingju með Framsóknarmanninn Obama sem forseta Bandaríkjanna! Nú eru alllir möguleikar að hefja nýja Framsókn í Bandaríkjunum - ekki veitir af!

Annað en Samfylkingarmaðurinn Gordon Brown - og félagi Dags B. -  Alistair Darling - sem slá sér upp tímabundið fyrir hryðjuverkaárásina á Ísland!


mbl.is Obama: Þetta er ykkar sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnu áfram með rýmri endurbótalánum hjá Íbúðalánasjóði

Félagsmálaráðherra og Íbúðalánasjóður ætti að rýmka möguleika fólks til að taka endurbótalán vegna atvinnuskapandi viðhaldsframkvæmda á íbúðarhúsnæði landsmanna. Það eru ekki allir svo illa staddir að þeir geti ekki bætt við sig lánum vegna arðbærra viðhaldsframkvæmda og slík verkefni geta skipt sköpum fyrir fjölmarga iðnaðarmenn og fyrirtæki í byggingariðnaði.

Þá er mikilvægt að húsfélög geti farið í slíakr framkvæmdir.

Legg til að unnt verði að taka lán hjá Íbúðalánasjóði til viðhaldsframkvæmda sem verði afborgunarlaus í allt að 3 ár. Slík lán verði undan.egin stimpilgjaldi og að einnig að virðisaukaskattur af vinnu vegna slíkra framkvæmda verði alfarið undanskilin virðisaukaskatti.

Samhliða verði hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuð verulega og stimpilgjöld af þeim alfarið afnumin.


Hefði Ísland getað fengið úr neyðarsjóði ESB?

Ísland hefði væntanlega fengið lán úr neyðarsjóði ESB vegna efnahagsörðugleika - ef Íslendingar væru í Evrópusambandinu. Á móti þá væri vandi Íslendinga þá ekki eins mikill og nú þar sem væntanlega hefði verið búið að kasta krónunni og taka upp Evruna. Þá væru íslenskir einkabankar kannske enn á lífi!

En allt þetta er nú bara ef ...

... en ættum við ekki samt að tékka á Evrópusambandinu? Sjá hvað við fengjum upp úr pottinum? Það finnst mér!

... en ég áskil mér allan rétt til að hafna aðild - ef mér hugnast ekki skilyrðin!


mbl.is ESB lánar Ungverjum 6,5 milljarða evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grasrótin í Framsóknarflokknum vill aðildarviðræður að ESB!

Grasrótin í Framsóknarflokknum vill aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þetta staðfesti annars vegar fjölmennt kjördæmisþing Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi og hins vegar Framsóknarfélag Akranes í ályktun sínum í gærkvöldi.

Framsóknarflokkurinn verður að útkljá Evrópumálin hið fyrsta. Því ber að flýta flokksþingi.

Þá er ljóst að kosningar verða í vor hvað sem Geir Haarde reynir að strögla í bráðabirgðaríkisstjórn sem hangir á bláþræði.

Ég hef hvatt til þess að Framsóknarmenn - sem eru afar öflugir um þessar mundir eins og fjölmennt kjördæmisþing sýnir - þrátt fyrir afhroð í skoðanakönnunum - flýti flokksþingi sínu.

Þar hef ég mælt með því að Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Magnús Stefánsson-  sem öll sátu sem ráðherrar í síðustu ríkisstjórn - taki fyrir Framsóknarflokksins hönd ábyrgð á mögulegum þætti Framsóknarflokksins í núverandi efnahagsástandi og segi af sér.

Þetta fólk hefur á undanförnum áratugum lagt gífurlega mikið á sig í vinnu fyrir íslenska þjóð og fyrir Framsóknarflokkinn. Það hefur á mörgum sviðum lyft grettistaki og átt lykilþátt í að byggja upp atvinnu og velferð íslensku þjóðarinnar. Þau eru í hópi vönduðustu og bestu stjórnmálamanna Íslands.

En á sama hátt og þau bera ábyrgð á fjölda góðra mála sem ber að þakka, þá bera þau að einhverju leyti einhverja ábyrgð á núverandi efnahagsástandi - þótt meginsökudólgurinn sé Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sem hefur gert allt rangt í efnhags- og bankamálum síðan Samfylkingin tók sæti í ríkisstjórn. Þar hefur Framsóknarflokkurinn reyndar varað við vitleysunni.

Því ber þeim að taka ábyrgðina og hætta - því engin persóna er stærri en lýðræðislegur stjórnmálaflokkur eins og Framsóknarflokkurinn. Það er nóg af öflugu fólki til að taka upp merkið að nýju fyrir nýja Framsókn - sem byggir á góðum og göfugum hugsjónum sem unnið hefur verið eftir í rúm 90 ár. Það sýnir td. öflugur og fjölmennur fundur í kjördæmasambandi suðvesturkjördæmis í gær.

En þótt ég hvetji fjórmenningana til að standa upp og taka ábyrgð, þá ítreka ég að þjóðin og Framsóknarflokkurinn stendur í mikilli þakkarskuld við þessa öflugu Framsóknarmenn sem hafa unnið af mikilli elju og fórnað miklu fyrir íslenska þjóð.


mbl.is Vilja ESB-aðild og evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband