Borgin til fyrirmyndar meðan ríkisstjórnin gerir allt vitlaust

Borgin er til fyrirmyndar í aðgerðum vegna efnahagsástandsins á meðan ríkisstjórnin gerir allt vitlaust! Ókeypis og óháð fjármálanámskeið fyrir ungt fólk þar sem borginn vinnur með Hinu húsinu og Neytendasamtökunum er til mikillar fyrirmyndar.

Það sama má segja um merkilega aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar sem þau Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Óskar Bergsson formaður borgarráðs gengu frá að yrði unnin í málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ágústmánuði, enda sáu þau þá strax blikur á lofti í efnahagsmálum sem síðar enduðu í efnahagslegu fárviðri! 

Þau höfðu því í góðri samvinnu við minnihlutann í Reykjavík þegar unnið aðgerðaráætlunina og voru reiðubúin að takast á við vandann þegar hann reið yfir.

Þá er það til fyrirmyndar hvernig meirihlutinn og minnihlutinn er nú að vinna saman að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.

Það væri betur að þau Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tækju vinnubrögð Hönnu Birnu og Óskars sér til fyrirmyndar.

Ættum við ekki bara að skipta þeim fyrrnefndu út fyrir þau síðarnefndu?

Það er nefnilega ekki spurning hvort heldur hvenær Hanna Birna verður formaður Sjálfstæðisflokksins ef hún heldur á áfram á þeirri braut sem hún hefur verið á síðustu vikur - og það þarf Framsóknarmann eins og Óskar Bergsson í ríkisstjórnina svo einhver árangur náist í þeim erfiðu málum sem við stöndum frammi fyrir!


mbl.is Ókeypis og óháð fjármálanámskeið fyrir ungt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þetta er svo sannarlega rétt.  Nú er unnið vel og skipulega í borginni og vinnufriður fyrir einhverjum undarlegheitum. Það er allt annað fyrir borgarbúa eftir að Framsóknarmenn tóku aftur við. Framsóknarmenn eru snúningsásinn í íslenskum stjórnmálum í Reykjavík og sú festa sem tryggir vinnufrið fyrir fólk eins og Hönnu Birnu og alla þá ágætu Sjálfstæðismenn sem vinna fyrir borgarbúa.  Það er hins vegar hryggileg staða í ríkisstjórninni. Enda Framsókn ekki í stórn.

Góður fundur hjá Framsókn  í hádeginu í dag, gaman að sjá hvað það var vel mætt.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.11.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Finn mig knúinn til þess að lýsa yfir ánægju minni með þig Hallur sé það rétt sem að DV birtir að þú hafir sagt formanninum þínum hreinskilningslega að það væri kominn tími á nýja forystu Framsóknarflokksins.

Mér að sjálfsögðu þætti mun betra að hafa þig staðsettan í t.d. hreyfingu með Ómari eða jafnvel Samfylkingunni. En ef Framsókn heldur lífi, veiti augljóslega ekki af heiðarlegu ósérplægnu fólki þar í forystu.

Baldvin Jónsson, 6.11.2008 kl. 19:23

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tek undir lofsöng um framsóknarflokkinn og framsóknarfólk almennt. Það er yndislegt.

Algjörlega.

Jón Halldór Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 08:37

4 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Sorry þó mér finnist þetta ágætis framtak þá er þetta námskeið fyrir krakka á aldrinum 16 til 25 ára en stór hluti þessa hóps en enn í forledra húsum. Lítil hjálp í því fyrir fólk sem er að missa vinnuna, húsnæðið sitt, bílinn sinn og lífsafkomu.

Þetta endurspeglar okkur algerlega þegar við erum búin að gera í buxsurnar kemur opinber aðili með bréfsnifsi og bíður okkur eins og það reddi þá öllum óskupunum.

Bárður Örn Bárðarson, 7.11.2008 kl. 08:39

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Bárður minn!

Þetta er einungis einn lítíll þáttur í stórri aðgerðaráætlun. En þessi þáttur skiptir máli - og er unninn með þeim sem eru í samskiptum við þennan aldurshóp. Þú ættir að kynna þér hvernig Velferðaráð er að koma til móts við borgarbúa - og til hvaða aðgerða verður gripið á næstu vikum og mánuðum.

Hallur Magnússon, 7.11.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband