Pólskur uppgangur í kjölfar Evrópusambandsaðildar

Þátttaka Pólverja í fjármálalegri neyðaraðstoð við Íslendinga hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum misserum þegar Pólverjar börðust við fjöldaatvinnuleysi og langvarandi kreppu. En í kjölfar inngöngu Pólverja í Evrópusambandið hefur Pólland jafnt og þétt styrkst efnahagslega þannig að þar er nú blómlegra en víða annars staðar.

Við verðum óbeint vör við þennan uppgang í Póllandi þegar við sjáum á bak pólskra fjölskyldna sem starfað hafa hér um nokkurt skeið en voru farnar að hugsa sér til hreyfings jafnvel áður en kreppan skall hér á. Ástæðan stórbætt kjör heimafyrir.

Uppgangurinn í Póllandi hefur meira segja orðið til "vandræða" í Noregi þar sem mikill fjöldi Pólverjar hefur tekið þátt í atvinnulífi Nortegs um langt árabil - en er nú horfin heim á ný.

Þá eru Pólverjar í landamærahéruðunum við Þýskaland farnir að keyra yfir til Þýskalands að versla - en áður var þessu öfugt farið.


mbl.is Pólverjar munu lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Allir sjálfstæðismenn hljóta að fara að sjá ljósið varðandi aðild að ESB!

Með kveðju, ESB sjálfstæðismaður

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.11.2008 kl. 08:35

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Þegar Vinstri grænir eru meira að segja farnir að snúa sér í austur ....

Hallur Magnússon, 7.11.2008 kl. 08:42

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki kemur uppgangur Póllands til af evrunni, því að Pólverjar eru ekki með hana. Gleymið því ekki, að landið hefur verið að ná sér og taka upp markaðsfrelsi síðustu 18 árin eftir áratuga sósíalisma og stöðnun. Í engum austantjaldsríkjanna hefur sú viðreisn gengið þrauta- og viðstöðulaust, en þó hafzt á endanum – líka í Rússlandi, sem er þó ekki í EBé. Markaðs- og atvinnufrelsið hefur orðið þessum þjóðum lausnarorð og fleytt þeim loks fram í lífskjörum (og mæli ég þó ekki með því frelsi algerlega óheftu).

Engin sönnun er fyrir því í stuttum pistli Halls, að EBé-aðild hafi sem slík bjargað Pólverjum frá fátækt. Hitt er ljóst, að vinnuréttindi Pólverja í Vestur-Evrópu, m.a. á Norðurlöndunum, í Frakklandi og Bretlandi, hafa veitt þeim miklar tekjur, sem þeir hafa flutt heim, bætt lífskjör fjölskyldna þeirra og orðið til þess að smyrja hjól þeirra eigin hagkerfis. En þessi atvinnuréttindi hefðu þeir allt eins haft með EES-aðild – það þurfti enga EBé-aðild til. Við Íslendingar höfum í fyrri kreppum getað leitað til Norðurlandanna um vinnu sem og Ástralíu og Nýja-Sjálands. Hefðum við upplifað atvinnuleysi heima fyrir á síðustu árum eins og Pólverjar, hefðum við getað hjálpað okkur með þessum sama hætti, m.a. í krafti EES-aðildar, auk þess sem Kanada stendur okkur opin, og þangað leita nú ýmsir iðnaðarmenn okkar tímabundið.

Vissulega hefur EBé veitt styrki til nýju aðildarríkjanna (þó langtum minni landbúnaðarstyrki hlutfallslega en til Spánar, Frakklands og Ítalíu o.fl. ríkja á sínum tíma), og erlend fyrirtæki hafa fjárfest þar líka, m.a. í leit að ódýru vinnuafli, og það munar um það í byrjun, en til frádráttar kemur bæði árgjaldið, sem landið verður að greiða, og réttur annarra til nýtingar auðlinda þar. Slíkur réttur yrði okkur Íslendingum afdrifaríkur, enda eru hér gríðarlegar sjávarauðlindir, og við værum að afsala okkur æðstu yfirráðum þeirra mála (engu síður en í hvala- og selveiðum, sem EBé bannar) – og fullveldi okkar raunar – með innlimun í þetta bandalag, sem þar að auki á eftir að hrörna svo mjög, að það hefur hrikalegar afleiðingar um og fyrir mipðja þessa öld. Veðjum því ekki á þann vitlausa hest!

Jón Valur Jensson, 7.11.2008 kl. 11:40

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í næstu kosningum verður kosið um ESB aðild, þær verða eftir tvö og hálft ár.Geir og forysta Sjálfstæðisflokksins hafa þingrofsvaldið sem betur fer, eins og hugarástandið er hjá örvæntingarfullri þjóð, sem virðist æða beint af augum.Ef Samfylkingin fer úr ríkisstjórninni sem væri skársti kosturinn, þá verður mynduð utanþingsstjórn vegna andstöðu VG við að fara í ríkisstjórn fyrr en eftir kosningar.Eftir tvö og hálft ár verður líka hægt að sjá hvort framtíðin er í Evrópusambandinu.Eins og ástandið er í ESB löndunum í dag og spá þeirra sjálfra um framtíðina þá er framtíðin ekki þar.XB ekki ESB.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 7.11.2008 kl. 12:50

5 identicon

Séra Jón (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 17:00

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Já, þetta er satt!

Ég þarf að hringja í Bogdan - minn gamla vin og þjálfara og þakka honum fyrir viðvikið!

Hallur Magnússon, 7.11.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband