Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Bráðabirgðastjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í ESB viðræður?
10.11.2008 | 21:40
Bráðabirgðastjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks mun ekki halda út nema að Sjálfstæðisflokkurinn breyti um stefnu í Evrópumálum og samþykki að hefja aðildarviðræður. Samfylkingin mun ekki geta setið undir þrýstingi þjóðarinnar í þeim efnum, hvað þá að gera ekki neitt og láta Framsóknarflokkinn taka forystuna í baráttunni fyrir aðildarviðræðum.
Er Geir að gefa í skyn að Sjálfstæðisflokkurinn sé að breyta um stefnu með því að segja að kosningum verði ekki flýtt?
Jóhanna Sigurðardóttir er búin að leggja línurnar um að semja eigi nýjan stjórnarsáttmála og aðgerðaráætlun. Þar hlýtur Samfylkingin að krefjast aðildarviðræðna.
Það er deginum ljósara eftir kjördæmisþing Framsóknarmanna undanfarið að lægsti samnefnari flokksins í Evrópumálum sem hafa verið ofarlega á baugi á þeim flestum, er að leggja strax undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hefja eigi slíkar viðræður.
Jafnvel gæti flokkurinn gengið skrefinu lengra og ályktað um að ganga eigi til aðildarviðræðna strax og að niðurstaða slíkra viðræðna verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Væri Samfylkingunni þá sætt í ríkisstjórn sem berst gegn aðildarviðræðum?
Held ekki.
Því er ljóst að annað hvort verður kosningum flýtt eða Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir að minnsta kosti að bera skuli það undir þjóðina fljótlega hvort hefja skuli viðræður við ESB - ef ekki að ganga til viðræðna strax.
![]() |
Kosningum ekki flýtt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Gjaldþrot í boði Seðlabanka, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
10.11.2008 | 08:28
Það ganga yfir fjöldagjaldþrot í boði Seðlabanka, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hávaxtastefna Seðlabanka, aðgerðarleysi og síðan fum og fát ríkisstjórnar Geirs Haarde eru að leggja landið í rúst.
![]() |
Mörg fyrirtæki eru tæknilega gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tryggvi Þór á gráu svæði?
9.11.2008 | 11:22
Er Tryggvi Þór á gráu svæði í þeim viðtölum sem hann hefur gefið að undanförnu? Þar hefur hann verið að tjá sig um mál sem ég hefði talið að hefðu verið og væru trúnaðarmál - en eins og menn vita þá skrifa opinberir starfsmenn undir trúnaðaryfirlýsingu um þagnarskyldu - þagnarskyldu sem helst þótt menn láti af störfum.´
Hins vegar finnst mér það sem Tryggvi Þór hefur verið að upplýsa afar merkilegt og eiga fullt erindi til almennings. Það er bara allt annað mál.
![]() |
Kjörumhverfi fyrir spillingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Látum bankana þrjá í hendur þjóðinni - strax!
8.11.2008 | 20:37
Látum ríkisbankana þrjá í hendur þjóðinni og það strax!
Ríkið á í fyrstu að halda 30% hlut sem kjölfestufjárfestir í tveimur bönkum. Ríkið á að selja lífeyrissjóðunum 30% kjölfestufjárfestahlut í þriðja bankanum.
70% hlutur bankanna á að skila til þjóðarinnar í formi hlutabréfa. Einn hlutur í hverjum banka á hverja einustu kennitölu.
Þegar frá líður og hlutirnir fara að rétta sig af - þá á ríkið að selja 30% hlut sinn í bönkunum tveimur - í þremur 10% hlutum í hvorum bankanum fyrir sig.
![]() |
Segja að eignir hafi verið umfram skuldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenskir stjórnmálamenn geta greinilega lært af Obama!
8.11.2008 | 15:49
Íslenskir stjórnmálamenn geta greinilega lært af Framsóknarmanninum Obama. Líka Framsóknarmenn.
Það hefur verið lenska gegnum tíðina í íslenskri pólitík að biðjast ekki afsökunar á mistökum.
Reyndar gerði Framsóknarmaðurinn Steingrímur Hermannsson það ítrekað.
Geir Haarde virðist vera að læra það - ég tek ofan fyrir honum fyrir að hafa beðið þjóðina afsökunar á blaðamannafundi í gær. Vona að hann meini það. En hann er maður af meiru eftir það!
![]() |
Obama bað Nancy Reagan afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við upplifum nýja Sturlungaöld!
8.11.2008 | 13:31
Við upplifum nú nýja Sturlungaöld sem væntanlega verður skráð á spjöld Íslandssögunnar eins og Sturlungaöld hin fyrri. Sú saga verður ekki minna blóði drifin - þó í óeiginlegri merkingu sé - vona að mér fyrirgefist þessi myndlíking!
Hatrömm átök valdamanna þar sem hver höfðinginn vegur að öðrum - og flokkar berjast af miklum krafti.
Eftir liggur landið í rúst.
Eins og á Sturlungaöld - þar til friðar var leitað með því að leita ásjár utanlands.
Eins og Snorri Sturluson forðum - þá mun Davíð Oddsson kannske koma Íslendingum undir erlent vald - þótt hann hafi sagst berjast gegn því - eins og Snorri! Og kannske verður Davíð veginn - í óeiginlegri merkingu - eins og Snorri!
![]() |
Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afhverju stöðvaði bankamálaráðherra Samfylkingar ekki IceSave?
8.11.2008 | 12:03
Af hverju stöðvaði bankamálaráðhera Samfylkingarinnar ekki IceSave í marsmánuði? Ber bankamálaráðherra Samfylkingar kannske meginábyrgð á bankahruninu?
Í það minnsta getur Samfylkingin ekki fríað sig ábyrgð á bankahruninu og efnahagsástandinu þótt meginábyrgð liggi hjá Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn og seðlabanka.
Minni enn og einu sinni á hlut Samfylkingar í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti.
![]() |
Stærstu mistökin að flytja ekki Kaupþing úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Einkavæðum bankana þrjá - strax!
7.11.2008 | 17:41
Það er rétt að einkavæða ríkisbankana þrjá og það strax!
Ríkið á í fyrstu að halda 30% hlut sem kjölfestufjárfestir í tveimur bönkum. Ríkið á að selja lífeyrissjóðunum 30% kjölfestufjárfestahlut í þriðja bankanum.
70% hlutur bankanna á að skila til þjóðarinnar í formi hlutabréfa. Einn hlutur í hverjum banka á hverja einustu kennitölu.
Þegar frá líður og hlutirnir fara að rétta sig af - þá á ríkið að selja 30% hlut sinn í bönkunum tveimur - í þremur 10% hlutum í hvorum bankanum fyrir sig.
![]() |
Ný bankaráð skipuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Siv Friðleifsdóttir komin í ham í öflugri stjórnarandstöðu!
7.11.2008 | 15:10
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður er greinilega komin í ham og ætlar ekki að láta bráðabirgðaríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar komast upp með neinn moðreyk.
í vikunni hjólaði hún í ríkisstjórnina og spurðist fyrir hvenær hún ætlaði að breyta umdeildum lögum um lífeyrisréttindi ráðherra og þingmanna - þar sem stjórnarliðar fóru undan í flæmingi.
Þá dró Siv fram á fundi efnahagsnefndar Alþingis það sem rétt er að ekki verði annað ályktað annað af símtali Árna Mathiesen fjármálaráðherra og Alistairs Darling, starfsbróður hans, í október eftir fall bankanna en að samráð Árna við Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi verið í algjörum molum á ögurstundu.
Þá rakti Siv að út frá símtali Árna og Darlings verði ekki annað ráðið en að viðskiptaráðherra hafi á fundi sínum þann 2. september gefið breskum stjórnvöldum loforð eða yfirlýsingu af einhverju tagi vegna stöðu Landsbankans og hugsanlega annarra banka, sem síðan fjármálaráðherra virðist ekki kannast við.
Þá segir Siv eins og satt er:
Símtal ráðherranna lak til fjölmiðla og birtist opinberlega fyrst á Íslandi. Upplýsingaleki af þessum toga veldur óbætanlegum álithnekki á íslenskri stjórnsýslu og stórskaðar stöðu Íslands í samskiptum við stjórnvöld annarra landa. Í kjölfar þessa er ólíklegt að ráðherrar annarra landa treysti sér til að eiga trúnaðarviðræður við íslenska stjórnvöld og ráðherra um nokkurt sem máli skipti um langt skeið. Verða slík samtöl væntanlega um léttvæg mál allt þar til tekist hefur að skapa traust á íslenskri stjórnsýslu á nýjan leik.
Beðið er um að nefndin verði upplýst um hvernig ofangreint símtal lak til fjölmiðla í ljósi alvarleika málsins,"
Siv krafðist þess að öll minnisblöð vegna fundar viðskiptaráðherra, Björgvins G. Sigurðssonar og Alistar Darling, fjármálaráðherra Breta, þann 2 sept. sl. verði lögð fram.
Eðlilega. Það bendir allt til þess að Samfylkingaráðherra hafi þar lofað hlutum sem hann getur ekki staðið við og varð til þess að koma okkur á enn kaldari klaka en annars hefði orðið!
![]() |
Öll minnisblöð vegna fundar viðskiptaráðherra og Darlings verði lögð fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pólskur uppgangur í kjölfar Evrópusambandsaðildar
7.11.2008 | 08:30
Þátttaka Pólverja í fjármálalegri neyðaraðstoð við Íslendinga hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum misserum þegar Pólverjar börðust við fjöldaatvinnuleysi og langvarandi kreppu. En í kjölfar inngöngu Pólverja í Evrópusambandið hefur Pólland jafnt og þétt styrkst efnahagslega þannig að þar er nú blómlegra en víða annars staðar.
Við verðum óbeint vör við þennan uppgang í Póllandi þegar við sjáum á bak pólskra fjölskyldna sem starfað hafa hér um nokkurt skeið en voru farnar að hugsa sér til hreyfings jafnvel áður en kreppan skall hér á. Ástæðan stórbætt kjör heimafyrir.
Uppgangurinn í Póllandi hefur meira segja orðið til "vandræða" í Noregi þar sem mikill fjöldi Pólverjar hefur tekið þátt í atvinnulífi Nortegs um langt árabil - en er nú horfin heim á ný.
Þá eru Pólverjar í landamærahéruðunum við Þýskaland farnir að keyra yfir til Þýskalands að versla - en áður var þessu öfugt farið.
![]() |
Pólverjar munu lána Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |