Tryggvi Þór á gráu svæði?

Er Tryggvi Þór á gráu svæði í þeim viðtölum sem hann hefur gefið að undanförnu? Þar hefur hann verið að tjá sig um mál sem ég hefði talið að hefðu verið og væru trúnaðarmál - en eins og menn vita þá skrifa opinberir starfsmenn undir trúnaðaryfirlýsingu um þagnarskyldu - þagnarskyldu sem helst þótt menn láti af störfum.´

Hins vegar finnst mér það sem Tryggvi Þór hefur verið að upplýsa afar merkilegt og eiga fullt erindi til almennings. Það er bara allt annað mál.


mbl.is Kjörumhverfi fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Tryggvi er bara að gera það sem fleiri eiga að vera að gera.. upplýsa almenning um þá spillingu og leynd sem hér er yfir öllu og er alla að æra þessa dagana.. 

Óskar Þorkelsson, 9.11.2008 kl. 11:29

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei, Hallur. Tryggvi veit hvað hann syngur og þess vegna gat hann ekki unnið undir ofsóknum Davíðs eins og framsókn og íhald hefur getað gert undanfarna áratugi.

Haraldur Bjarnason, 9.11.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Tryggvi segir satt og þarft, en hann má það bara ekki vegna þagnarskyldunnar.

Gestur Guðjónsson, 9.11.2008 kl. 12:18

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hverjum þjónar þagnarskyldan Gestur ?

Óskar Þorkelsson, 9.11.2008 kl. 12:29

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er ekki spurningin hér, hverjum þagnarskyldan þjónar. Ef þú undirritar eiðstaf, áttu að standa við hann, þótt þér finnist það slæmt eftir á.

Ef við hefðum ekki þagnarskyldu í stjórnkerfinu, ættir þú von á því að frétta af því úti í bæ að þú hafir sótt um hitt og þetta, að nágranninn hafi fengið hitt og þetta.

Gestur Guðjónsson, 9.11.2008 kl. 12:35

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Er ekki bara málið það að staðan er orðin of alvarleg til að þagað sé yfir lygum og mistökum sem eru og hafa verið að eiga sér stað. Er ekki trúnaður við þjóðina ofar trúnaði við möppudýr á villigötum?

Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 13:13

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ævar kemur inn á það sem ég var að hugsa.. á þagnarskyldan að ganga út yfir landráð td ?  Ber ekki þegnum landsins og embættismönnum að tilkynna ef um svo alvarlega atburði er að ræða að jaðri við landráð ?

Gestur, mér væri líka nokk sama þótt mín lán yrðu borin á torg.. líkt og skattaskráin sem ég segi og meina að eigi að vera opinn öllum allan ársins hring.  Þetta er kallað gegnsætt þjóðfélag.. og kemur í veg fyrir spillingu.

Óskar Þorkelsson, 9.11.2008 kl. 13:20

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hallur, Tryggvi hefur því miður ekki sagt nóg.  Hann gefur í skyn að hagsmunum þjóðarinnar hafi verið fórnað fyrir pólitíska sérhagsmuni.  Ég vil gjarnan fá skýringu á þessu.  Hann segist hafa varað við dómínóáhrifum Glitnisleiðarinnar.  Hverja varaði hann við, hverjir höfnuðu röksemdum hans og hvaða rök voru höfð á móti?

Þetta er umræða sem þarf að setja í farveg þerirrar rannsóknar óháðra einstaklinga sem mun vonandi fara í gang innan tíðar.  Nauðsynlegt er að safna þessum sögum í sarpinn svo rannsóknin þurfi ekki að byrja á núllpunkti þegar hún hefst.

Marinó G. Njálsson, 9.11.2008 kl. 13:52

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Marínó - sammála þér!

Ég gagnrýndi strax aðgerðirnar vegna Glitnis - þar sem mér fannst dómínóáhrifin blasa við!

Með því að Seðlabankinn og ríkið mat veð Glitnis ónýt - þá voru skilaboðin út í fjármálaheiminn að veð íslenskra banka væru almennt ónýt!  Veðin gengisfellt á einni nóttu!

'Abyrgð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er mikil!

Hallur Magnússon, 9.11.2008 kl. 14:23

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

"Litli Landsímamaðurinn" var líka með ÞAGNARSKYLDU!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.11.2008 kl. 14:30

11 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er til staðall fyrir "blístrara" (e. whistleblowers).  Ég er að taka saman reglur byggðar á þessum staðli fyrir viðskiptavin og mun í framhaldinu bjóða hverjum sem vill kost á að kaupa þær með því að fara inn á vefinn minn Betri ákvörðun.   Við skulum hafa í huga, að trúnaður/þagnarskylda nær ekki til atriða sem geta talist lögbrot, nema í samskiptum lögfræðings og skjólstæðings.

Varðandi Glitni, þá spurði ég í bloggi mínu: Var sleggju beitt þar sem hamar hefði dugað?.  

Marinó G. Njálsson, 9.11.2008 kl. 19:12

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski ég skelli bara inn kommenti frá í gær, sem ég lét falla annarstaðar. Á meðan við störum á hurð seðlabankans eins og þægir hundar, eru menn að vinna vinnuna sína, sem kannski er ekki alveg eins og við óskum að þeir geri það. Tryggvi er að benda á það undir rós.  Hér er verið að höndla með sameignina.

Í þessu viðtali talar Tryggvi Þór um að gríðalegar eignatilfærslur eigi sér nú stað hjá bönkunum. Hann varar við því að flanað sé að neinu þar og kallar á gagnsæi. Nefnir afsal stórs hluta Nokia í erlendar hendur fyrir slikk í tilfellum Finna og illbætanlegt tjón af þeim sökum, sem þeir eru enn að sýta.  Enn njóta þeir óverulegs hluta af hagnaði þessa fyrirtækis.


 Hvaða eignir er verið að selja hér og til hverra og fyrir hve mikið? Hve nærri heggur það sjálfstæði okkar? Hvaða risar eru að kaupa? Hverjir verða drottnarar okkar í náinni framtíð?  Þetta verðum við að fá að vita. Þetta er algert lykilatriði. Í bönkunum liggja hlutir í orkufyrirtækjum og orkudreifingu landsins og það jafnvel ráðandi hlutir. Þar liggja gríðarlegar landa og hlunnindaeignir, laxár , vatnsréttindi og guð veit hvað. Þar liggur einnig stór hluti fiskveiðikvóta Íslendinnga og bréf í iðnaði og verslun, heilbrigðis og þjónustufyrirtækjum. Öllu! Hreinlega fjöregg og framtíð þjóðarinnar á silfurfati.
 
Stjórnvöld tala um að borga ekki skuldir óreiðumanna en eru ekki í neinni aðstöðu til slíkrar kokhreysti.  Það er verið að gera það nú þegar með sölu á eignasafni og veðum bankanna. Eignasafni, sem snertir sameign okkar og sjálfstæði. Það er verið að borga skuldir óreiðumanna og það með útsölu á auðlindum okkar! Áttarðu menn sig á þessu? 

 Auðvitað verða erlend lán ekki notuð til að borga óreiðuna. Það veit raunar enginn hvað menn ætla að gera við þá peninga. Menn vita upphæðina upp á 0.1 milljarð dollara. Það hlýtur þá að vera vitað fyrir hverju er verið að safna um allar jarðir?  Ekki veit ég það og ekki þú.


 Ef eitthvað þarf virkilega upp á yfirborðið nú, þá er það þetta.   Menn verða að fara að lesa rétt í gegnum stofnanamálið og laga-jargonið. Það er eins og að lesa í garnir, en það er verið að segja okkur mikið á milli málsgreina, sem hefur úrslitaþýðingu fyrir landið okkar.
Eignastýring, eignasöfn, eignatilfærsla. Vilja menn vita hvað það þýðir? Nú er kominn tími til að spyrja.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 19:57

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón Ragnar, þú vitnar þarna í orð Davíðs um óreiðumenn, sem amma hans notaði um þá sem ekki gátu staðið í skilum.  Málið var að 10 dögum áður en Davíð lét þessi orð út úr sér voru engin vanskil af hálfu bankanna.  Það var ekki fyrr en eftir að Davíð, fyrirgefið, Seðlabankinn ákvað að neita Glitni um lán að menn urðu óreiðumenn, þar sem lánshæfismat hrundi og klippt var á lánalínur.  Við megum ekki rugla saman aðdraganda fallsins og afleiðingum fallsins.  Ég er sammála þér í því að hvorki ríkið né Seðlabanki geti verið kokhreysti gagnvart þessu, sérstaklega þegar haft er í huga að sökin á ástandinu er dálítið mikið þeirra.

En talandi um bloggið hennar Láru Hönnu, þá skammaðist Stöð 2 sín aðeins og fjallaði um gagnrýni almennings á fréttamennskuna, en RÚV er greinilega í afneitun eða er ekki annt um virðingu almennings.  Fréttastofurnar verða að átta sig á því að trúverðugleiki þeirra beið hnekki.  Það er ekki víst að þær ávinni sér hann aftur á bráð.

Marinó G. Njálsson, 9.11.2008 kl. 20:12

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í Silfri  Egils (sem sjá má á bloggi Láru) eru Ársæll Valfells og Þórólfur Mattíasson með vel rökstuddar hugmyndir um að fara leið Andorru, Svartfjallalands og San Marino m.a. um einhliða upptöku á annarri mynt. Þetta er að mínu viti, það sem við eigum að gera nú þegar.  Það er hægt. Að henda þessum peningum á eftir krónunni er algert sjalfsmorð í stöðunni og eru nánast allir sammála um það. Klippum á viðræður við IMF og komum okkur undan fjárkúgun þeirri, sem við erum beittir, sem miðar einvörðungu að því að hirða veð bankanna og knésetja okkur endanlega. Þeir eru ekki að hugsa um sparifé þegna sinna heldur brunaútsöluna á auðlindum og eignum þjóðarinnar. Við verðum að forðast lénsskipulag breta og hollendinga með öllum ráðum.

Nú þarf að losa okkur við stjórn seðlabankans með öllum ráðum, ef þeir fallast ekki á lausn þá sem Ársæll og Þórólfur nefna.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 21:16

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Heyr heyr Jón Steinar

Óskar Þorkelsson, 9.11.2008 kl. 21:22

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Varðandi sönginn um að greiða ekki skuldir óreiðumanna Maínó,þá var það engin pilla á Davíð né skortur á skilningi á orsakatengslum. Þessi söngur er bergmálaður enn í dag og það algerlega þverpólitískt frá Geir til Steingríms J. Það er áhyggjuefni og sýnir algeran skort á veruleikatengslum í stjórnsýslunni eða hreinlega vísvitandi blekkingu í því markmiði að leiða umræðuna frá meininu sjálfu. Raunsæið er ekkert.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 21:30

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvernig getur ráðherra sagt að "icesave" komi íslendingum ekki við...þegar ríkið "leyfði" þetta og almenningur kaus þetta skrímsli yfir sig???

PS:

Kaus hvorki xs né xd og hef aldrei kunnað við framsókn....en það er til mikið af ÍSLENDINGUM SEM KAUS ÞETTA!!! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:50

19 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Ef Tryggvi Þór er á gráu, hvar er ríkisstjórnin þá?

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 9.11.2008 kl. 22:18

20 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta er ótrúlega spennandi hugmynd þessi með að fara bara sömu leið og Svartfjallaland og taka einhliða upp evruna. Sé hún fær þá á að fara handa. Þá eru þessi milljarðalán óþörf. Eins og bent hefur verið á þá gæti farið svo að um leið og krónan verður sett á flot þá gæti þetta lán allt horfið ef allir fara að kaupa gjaldeyrir. Þá stöndum við áfram uppi með ónýta krónu og skuldum 4 til 5 milljarða evra. 

Á að taka hvaða áhættu sem er og kosta öllu til fyrir þessa krónu?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.11.2008 kl. 00:05

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við nánari skoðun tel ég Tryggva vera flugumann IMF. Í viðtali við Binga mærir hann sjóðinn og segist vera með sambönd í innsta hring. Hann fullyrðir að gengið muni jafna sig hratt eftir að við láninu er tekið, en hefur ekkert fyrir sér í því. Hann segir svo: "Jú,jú, þeir munu lána okkur.!"  Hvernig stendur á því að maðurinn veit meira en stjórnvöld? Hvers vegna er hann að taka á sig þennan krók að mæla fyrir IMF láni? Hagsmunir?  Hann hefur áhyggjur af ráðstöfun á eignasafni bankanna. Er það vegna þess að vildarvinir IMF hafa áhyggjur af því að koma ekki klónum þar að. Líklega ef marka má lýsingar John Perkins á siðferði þeirra í bókinni Confessions of an economic hitman.  Er Tryggvi Hitman?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2008 kl. 05:29

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er orðið eins og drama eftir John Le Carré

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2008 kl. 05:30

23 identicon

Það eru til lög sem segja til um mörk þagnarskyldu t.d. þegar hagsmunir barna eru í húfi. Af hverju eru ekki til lög sem segja til um mörk þagnarskyldu þegar hagsmunir heillar þjóðar eru í húfi? Hvers vegna þurfa menn að stíga eins og köttur í kringum heitan graut með hálfkveðnar vísur sem valda svo miklum vangaveltum og spekúlasjónum að það hálfa væri nóg.Samt veit enginn sannleikann. En sannleikurinn er það sem við þurfum nú á neyðarstund.

Nína S (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband