Látum bankana þrjá í hendur þjóðinni - strax!

Látum ríkisbankana þrjá í hendur þjóðinni og það strax!

Ríkið á í fyrstu að halda 30% hlut sem kjölfestufjárfestir í tveimur bönkum. Ríkið á að selja lífeyrissjóðunum 30% kjölfestufjárfestahlut í þriðja bankanum.

70% hlutur bankanna á að skila til þjóðarinnar í formi hlutabréfa. Einn hlutur í hverjum banka á hverja einustu kennitölu.

Þegar frá líður og hlutirnir fara að rétta sig af - þá á ríkið að selja 30% hlut sinn í bönkunum tveimur  - í þremur 10% hlutum í hvorum bankanum fyrir sig.


mbl.is Segja að eignir hafi verið umfram skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Árnason

Þú ert greinilega búinn að hugsa málin í gegn! Hvernig væri þá að bjóða sig fram við næsta tækifæri?!??!! Það er greinilega skortur á góðum pólitíkusum á Íslandi! Þú ert maðurinn sem þjóðina vantar!!!

Hjalti Árnason, 8.11.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Arnþór!

Þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma - þá talaði ég fyrir nákvæmlega sömu leið og ég legg til núna.

Hvað varðr ráð - þá hefði bráðabirgðastjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks betur farið að ráðum framsóknarmanna undanfarin misseri - en þess í stað óð hún út í ófæruna eins og aular. Ekki getið þið sagt að þið hafið ekki verið vöruð við!

Samfylkingamaður ætti að tala varlega um VINAVÆÐINGU - en minni þig enn einu sinni á að annar tveggja bankanna var seldur hæstbjóðanda - sem bauð langt umfram það sem áður var talið markaðsvirði. Það var Búnaðarbankinn. Allt kaupverðið var greitt.

Játa að hinn bankinn - Landsbankinn - var ekki seldur hæstbjóðanda - og ofan í kaupið var ekki allt kaupverðið greitt - heldur vældu menn út afslátt eftirá.

Skil reyndar að þú viljir halda bönkunum í ríkiseigu á meðan Samfylkingin er í ríkisstjórn - þá getur hún haldið áfram landlægri vinavæðingu krata - og það einnig innan bankanna eins og alls staðar annars staðar í stjórnsýslunni.

Kemur mér heldur ekki á óvart að Samfylkingin treysti ekki einstaklingunum fyrir einu hlutabréfi í hverjum banka fyrir sig.

Hallur Magnússon, 8.11.2008 kl. 22:13

3 Smámynd: haraldurhar

Sæll Hallur.

   Hvernig á ríkið að selja banka sem það ekki á? Eru ekki verulegar líkur á að lánadrottar bankana eignist þá? Hélt að ekki væri hægt að slá eign sinni á annara manna eigur og ef bankarnir verða lýstir gjaldþrota hlítur það að koma í hlut bústjóra að meta hvort þessum gerning verður rift, og kröfuhafar eignist bankanna.

  Það er hreint ótrúlegt að sjá þig verjar helmingastkipi á einkavæðinum bankanna forðum.  Það er ekki eins og þú vitir ekki að annar aðilin átt fyrir sínum hlut, en hinn fékk lánað fyrir kaupunum hjá Landsbankanum, og auk þess var þýskur smábanki látinn leppa einarhald í Búnaðarbankanum, sem allir vissu að væri blekking ein. Hvað kemur til að þú ert að rembast við að verja þennan ósóma?

   Það var búið að bögglast með kaupinn á Búnaðarbankanum í fleiri mánuði, og leita eftir þátttöku eða leppun Fransk stórbanka í þessi kaup, en hann gaf afsvar því hann þorði ekki mannorðsins vegna að taka þátt í þessum gerningi. Það var búið að teikna upp þessi kaup og samrunan við Kaupþing mörgum mánuðum áður en þau voru gerð.

   Óska þér og öðrum framsóknarmönnum hversu djarfir og hugmyndaríkir þið voruð við val á bankaráðsmönnum.

haraldurhar, 9.11.2008 kl. 01:34

4 Smámynd: Hallur Magnússon

haraldur!

Þetta með bankaráðsmennina - var þetta ekki alveg við beltisstað :)

Hallur Magnússon, 9.11.2008 kl. 11:03

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sæll Hallur,

þetta er frábær lausn, bankarnir fá meira traust, Ísland fær betri ímynd á alþjóðavísu og við borgararnir fáum betra ríki og betri banka.  Það tapar enginn á þessu.

Nú þurfum við drífandi kraftmiklar og þverpólitískar lausnir sem drífa okkur upp úr þessari kreppu.

Lúðvík Júlíusson, 10.11.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband