Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hefðbundin einkavinavæðing Samfylkingar!

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar var sjálfri sér og Samfylkingunni samkvæm þegar hún skipaði eina bestu vinkonu sína og helsta pólitíska samstarfsmann, Kristínu Á. Árnadóttur sendiherra - og það sendiherra sem er skör hærrii en aðrir sendiherrar virðist vera.

Sama einkavinavæðing tíðkaðist í fyrri valdatíðum Alþýðuflokksins - forvera Samfylkingar.

Ingibjörg Sólrún getur verið mjög harður stjórnmálamaður og gaf Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum tóninn með því að kalla gulldreng þeirra - Albert Jónsson - heim frá feitu sendiherraembætti í Washington og senda hann til vina okkar í Færeyjum!

Það er ekki af Ingibjörgi Sólrúnu skafið þegar um valdapólitík er að ræða! Það þekkja fyrrum samstarfsmenn hennar í R-listanum!


Skiljanleg afstaða ESB - en óásættanleg. Tölum við Kínverja!

Afstaða ESB er skiljanleg út frá hagsmunum ESB ríkjanna. En afstaðan er óásættanleg fyrir Ísland. Við verðum bara að fara dómstólaleiðina.  Við þurfum hins vegar fjármagn. Tölum við Kínverja. Þeir eiga dálítið af dollurum!
mbl.is Samningar um Icesave eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir hleður undir Ágúst Ólaf!

Jón Ásgeir Jóhannesson hleður undir Ágúst Ólaf Ágústsson formann viðskiptanefndar Alþingis pólitískt með því að hóta Ágústi Ólafi málssókn ef hann hætti ekki við að knýja bankastjóra ríkisbankanna svara um lánafyrirgreiðslu til Rauðsólar, fyrirtækisins sem keypti á dögunum fjölmiðlahluta 365 hf.

Enda greip Ágúst Ólafur tækifærið fegins hendi og tekur fast á móti hótunum Jóns Ásgeirs og segir hann ekki stjórna dagskrá viðskiptanefndar Alþingis.

Ágúst Ólafur segir einnig á Eyjunni:

 “Það er með nokkrum ólíkindum að menn telji að þeir geti komist upp með að hóta þingmanni lögsókn ef hann spyr ákveðinna spurninga sem eru lagðar fram fyrir hönd almennings“

Þetta er pólitískur happafengur fyrir Ágúst Ólaf!


mbl.is Fallið verði frá kröfu um upplýsingagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velheppnað áfangaheimili rekið áfram á sama stað

Vel heppnað heimili fyrir karlmenn með áfengis- og vímuefnavanda, sem sett var í fyrsta haust mun verða rekið áfram, á sama stað enda starsemi þess gengið vel og bæði íbúðar heimilins og nágrannar þeirra almennt sáttir með starfsemina.  Þetta var ákveðið á fundi Velferðarráðs í dag.

verði óbreytt

Á sínum tíma var ákveðið að meta staðsetninguna eftir fyrsta starfsárið og hefur Velferðarsvið Reykjavíkurborgar birt skýrslu um starfsemi heimilisins. Í skýrslunni kemur fram að starfsemin hafi gengið vel og að tekist hafi að skapa heimilismönnum öruggt heimili og bæta með því lífsgæði þeirra.  

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytið gerðu árið 2006 með sér samning um stofnun heimilis fyrir karlmenn sem glíma við áfengis- og vímefnavanda og eiga hvergi samastað.  Heimilið hýsir 8 manns og er markmiðið að veita heimilislausum trygga búsetu og stuðning til að byggja sig upp með það í huga að þeir geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum.  

 

Á heimilinu er sólarhringsvakt og fá heimilismenn heildstæða félagslega ráðgjöf og stuðning en í forsvari fyrir heimilið er forstöðumaður auk annars starfsfólks. Lögð er áhersla á að einstaklingurinn nái bættri félagslegri færni og líðan með því að hafa fasta umgjörð um daglegt líf. Heimilið er rekið í formlegu og óformlegu samstarfi við ýmsa aðila, t.d heilsugæslu, lögreglu og SÁÁ.

 

Í október 2008 var starfsemin metin frá sjónarhóli nágranna, heimilismanna og aðstandenda þeirra.  Niðurstöður lýsa mikilli ánægju heimilismanna og aðstandenda með heimilið og búsetuna og bætt lífskjör í kjölfar dvalarinnar þar.  Lögð var sérstök áhersla á að ná til nágranna heimilisins og var meirihluti þeirra sem náðist í jákvæður gagnvart starfseminni. Jafnframt telja nágrannar sig vera í góðu samstarfi vegna  reksturs heimilisins. 

 

Það er afar ánægjulegt að svo vel hafi til tekist með starfsemi heimilisins og í ljósi góðrar reynslu hefur verið ákveðið að staðsetning heimilisins verði óbreytt og kapp lagt á að efla enn frekar samvinnu við nágranna og koma til móts við þarfir þeirra og heimilismanna.


Sláum við ekki bara $ 6.000.000.000 hjá Kínverjum og Rússum?

Gefum við þá ekki IMF upp á bátinn og sláum $ 6.000.000.000 dollara lán hjá Kínverjum og Rússum, afboðum breskar herþotur og förum í mál við bresku ríkisstjórnina?  Við gætum meira að segja beðið Rússa að koma og verja loftrýmið okkar!

Kínverjar eiga nóg af dollurum og Rússar eiga nóg af herþotum!

Svo má ekki gleyma pólska láninu. Var það nokkuð skilyrt viðbót við IMF lánið?


mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgir Baldur í kjölfar Bjarna?

Neyðist Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri Sjálfstæðisflokksins númer eitt að fylgja í kjölfar Bjarna Harðarsonar?

Ef frétt visir.is er rétt - þá gæti það meira en verið:

"Komið hefur í ljós að vandi Icesave reikninga Landsbankans var meginefni fundar sem Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri sat með fjármálaráðherra Bretlands, tveimur vikum áður en hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum, rétt fyrir hrun bankans. Þetta stangast á við fullyrðingar Baldurs um að málefni Landsbankans hefðu ekki verið rædd.

Síðar kom þó ljós að Baldur sat fund, annan september síðastliðinn, með Björgvini G. Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, og Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Í viðtali við DV þann 27. Október sagði Baldur að það hafi verið misskilningur að fundurinn hafi snúist um stöðu Landsbankans. Björgvin sagði aftur á móti í samtali við fréttastofu Útvarps að fundurinn hafi snúist um vanda Icesave. Hann hafi á fundinum óskað eftir lækkun á kröfugerð gagnvart Landsbankanum svo þeir gætu flutt reikninga sína í dótturfélag í Bretlandi.Tveimur vikum eftir þennan fund seldi Baldur bréf sín í Landsbankanum, rétt áður en þau urðu verðlaus.

Í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag sagði Baldur að það væri engin þversögn í máli hans. Fundurinn hafi snúist um Icesave en ekki Landsbankann sem slíkan.

Vegna þessara orða Baldurs er rétt að benda á að Icesave voru innlánsreikningar Landsbankans. "


mbl.is Fékk aðeins í magann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klofningur í Samfylkingunni?

Er klofningur í Samfylkingunni að koma upp á yfirborðið? Að sjálfsögðu munu ráðherrar Samfylkingarinnar halda dauðahaldi í ráðherrastóla sína - sama hvað á gengur og hvaða mistök þeir hafa gert og munu gera. Það sína dæmin.

En Gylfi Arnbjörnsson Samfylkingarmaður og forseti ASÍ er á öðru máli!

Það er reyndar einnig Samfylkingarmaðurinn Mörður Árnason - ef marka má viðtal við hann í sjónvarpi í  vikunni - þar sem hann var í gallharðri stjórnarandstöðu.  End Samfylkingin stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn!

Það er reyndar ekkert skrítið að Samfylkingarmenn í verkalýðshreyfingunni séu orðnir þreyttir á Samfylkingunni í ríkisstjórn. Samfylkinginm í ríkisstjórn hefur sífellt boðaðað samráð við verkalýðshreyfinguna og Samtök atvinnulífsins - en lítið sem ekkert orðið af samráði.

Enda eru það ASÍ og Samtök atvinnulífsins sem hafa forgöngu um raunhæfar efnahagsaðgerðir. Ekki er það ríkisstjórnin!


mbl.is Vegið ómaklega að ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirsjá af Bjarna Harðarsyni

Ég og Bjarni Harðarson höfum verið gersamlega ósammála um Evrópumál og tekist um þau stundum af nokkurri hörku. Bjarni tilheyrir litlum - en afar hörðum hóp í einarðra andstæðinga aðildarviðræðna við Evrópusambandins innan Framsóknarflokksins.  Ég hef hins vegar viljað í aðildarviðræður og sjá hvort niðurstaðan verði ásættanleg fyrir Ísland.

Þótt við höfum ekki verið sammála þá hefur mér fundist rödd Bjarna vera nauðsynleg innan flokksins.

Bjarni gerði hörmuleg mistök með því að láta sér detta í hug að senda gagnrýnið og hreinskipt bréf einkabréf tveggja Framsóknarmanna til varaformanns Framsóknar til fjölmiðla - og það undir dulnefni. Þótt Bjarni hafi hugsanlega skipt um skoðun og hætt við að senda bréfið - sem fór út af slysni - þá er það sama.

En Bjarni hefur nú axlað ábyrgð og sagt af sér þingmennsku. Það er stórmannlegt af honum.

Mér finnst eftirsjá af Bjarna Harðarsyni sem þingmanni.


mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur ríkisstjórnin ekki klárað nokkurn skapaðan hlut?

Getur ríkisstjórnin ekki klárað nokkurn skapaðan hlut? Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi gleymt að sækja um IMF lán - og nú bíða bæði Finnar og Svíar eftir nauðsynlegum upplýsingum og aðgerðaráætlun frá íslensku ríkisstjórninni og íslenska seðlabankastjóranum!

Eða er þetta bara alþjóðlegt samsæri gegn Geir Haarde, Davíð Oddssyni, Ingibjörgu Sólrúnu, Björgvini G. og félögum þeirra í seðlabanka og ríkisstjórn?


mbl.is Finnar vilja meiri upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn hafa ASÍ og SA frumkvæði að efnahagsaðgerðum - ekki ríkisstjórnin!

Enn einu sinni er það verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur sem taka höndum saman við að vinna að raunhæfum efnahagsaðgerðum - en ekki ríkisstjórn Íslands. Alveg ér það merkilegt að það eru ekki stjórnmálamennirnir heldur aðiljar vinnumarkaðarins sem eru í fararbroddi á því sviði.

Þótt núverandi ríkisstjórn hafi verið sú allra skelfilegasta hvað varðar aðgerðarleysi í efnahagsmálum - þá er ég ekki einungis að ræða um hana í þessu sambandi - þetta á einnig við fyrri ríkisstjórnir.


mbl.is ASÍ og SA vinna að þjóðarsátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband