Enn hafa ASÍ og SA frumkvæði að efnahagsaðgerðum - ekki ríkisstjórnin!

Enn einu sinni er það verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur sem taka höndum saman við að vinna að raunhæfum efnahagsaðgerðum - en ekki ríkisstjórn Íslands. Alveg ér það merkilegt að það eru ekki stjórnmálamennirnir heldur aðiljar vinnumarkaðarins sem eru í fararbroddi á því sviði.

Þótt núverandi ríkisstjórn hafi verið sú allra skelfilegasta hvað varðar aðgerðarleysi í efnahagsmálum - þá er ég ekki einungis að ræða um hana í þessu sambandi - þetta á einnig við fyrri ríkisstjórnir.


mbl.is ASÍ og SA vinna að þjóðarsátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hallur... ég veit ekki hvort þú veist það en það er hlutverka SA og ASÍ að semja á vinnumarkaði.. og slíkt hefur alltaf verið hluti að efnahagsumhverfi á Íslandi....

Ég held að væri ráð að þið framsóknarmenn hefðuð vit á að þegja þegar kemur að því að ræða stjórn efnahagsmála... væni minn.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.11.2008 kl. 07:34

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Jón Ingi,.

Sumum ferst ...

Hallur Magnússon, 11.11.2008 kl. 08:01

3 Smámynd: Hallur Magnússon

.... 20% raunhækkun á fjárlögum sem varð eins og olía á verðbólgubálið

.... algjört aðgerðarleysi í efnahagsmálum mánuð eftir mánuð - þrátt fyrir ábendinga allra - já allra málsmetandi aðilja utanlands og innan um nauðsyn aðgerða

... allt - já allt gert rangt þegar stórbankakreppan kom upp - auk þess sem stjórnvöld vissu af hættunni fyrir langa lönguog gerðu ekki neitt.

... klúður aldarinnar þegar bankamálaráðherrann virðist hafa lofað Bretum heldur betur upp í ermina á sér vegna IceSave - loforð sem virðist ætla að koma okkur á kaldan klaka á alþjóðavettvangi til langframa.

...  Ef ég notaði skilgreindingar breska Samfylkingarmannsins Gordon Brown - þá myndi ég væntanlega kalla Samfylkinguna efnhagsleg hryðjuverkasamtök - en þar sem ég er Framsóknarmaður þá læt ég það vera!

Hallur Magnússon, 11.11.2008 kl. 08:41

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hallur er haldinn sömu forblindan á atburðarás síðustu ára og formaður hans... hinn framfarasinnaði Guðni Ágústsson.... og ég geri bara ráð fyrir að það sé ólæknandi.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.11.2008 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband