Skiljanleg afstaða ESB - en óásættanleg. Tölum við Kínverja!

Afstaða ESB er skiljanleg út frá hagsmunum ESB ríkjanna. En afstaðan er óásættanleg fyrir Ísland. Við verðum bara að fara dómstólaleiðina.  Við þurfum hins vegar fjármagn. Tölum við Kínverja. Þeir eiga dálítið af dollurum!
mbl.is Samningar um Icesave eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Og þetta viljum við fá yfir okkur, þeir eiga eftir að kaffæra okkur í reglugerðum, og ef Bretar og Hollendingar geta stjórnað okkur í gegnum ESB, hvernig verður það þá þegar og ef við förum í ESB, þetta eru milljóna þjóðir en við erum bara 320 þúsund hræður, það sem ég á við, ráðum við ekki bara miðað við höfðatölu, ef svo er verðum við ekkert annað en smá peð innan ESB. þeir eiga eftir að gera við okkur það sama og Kanadamenn gerðu við Nýfundnaland, voru góðir við þá í smá tíma til að öðlast traust, dældu í þá peningum, og hreinsuðu svo upp fiskimiðin, þegar það var búið að drepa fiskiðnaðinn, fengu þeir framlög frá Kanada miðað við höfðatölu, er  þetta  það sem við viljum. Við eigum að fara í myntbandalag við einhverja þjóð, en ekki í ESB. Við Íslendingar höldum alltaf að við séum svo mikið spes, og að það gildi aðrar reglur um okkur.  sorry fékk smá skrifræpu

Sigurveig Eysteins, 13.11.2008 kl. 08:53

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

talsvert af rangfærslum hjá þér Sigurveig.. en skiljanlegt , fólk er reitt.

Óskar Þorkelsson, 13.11.2008 kl. 08:56

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég held því fram að smjörklípuaðferðinni sé beitt nú sem fyrr, sjá hér. Svo er annað mál að gremja Breta og Hollendinga hlýtur að vera skiljanleg.

Sigurður Hrellir, 13.11.2008 kl. 09:49

4 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Óskar... þú átt ekki að vera að komentera, ef þú getur ekki komið með dæmi um þessar rangfærslur !

Sigurveig Eysteins, 13.11.2008 kl. 10:10

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er upplogin frétt án raunverulegra heimildarmanna ! Þetta er tilraun Morgunblaðsins til að fella ríkistjórnina ! Vísað er til ókunnra "heimildarmanna Morgunblaðsins", sem eru bara á ritstjórn Moggans ! Takið eftir að enginn fréttamaður er skrifaður fyrir þessari "frétt".

Þjóðin mun aldreigi fallast á svona uppgjöf. Að sjálfsögðu förum við ekki að kissa vöndinn !

Bankar hrynja nú um alla Evrópu og Bretar hafa um nóg að hugsa við að halda sjó. Dollarinn bara styrkist og styrkist, eins og hann gerir alltaf í kreppum. Nú verðum við að þrauka hina svívirðilegu árás Breta og meira en það, hefja gagnsóknin sem þjóðin hefur verið að bíða eftir.

Jafnframt eigum við að taka strax Dollarann í notkun. Við getum síðar ef okkur sýnist svo, tekið upp hvaða mynt sem hentar. Ekkert er auðveldara en að taka erlenda mynt í notkun og jafn auðvelt er að hverfa frá henni.

Það má enginn endurflytja svona þvætting. Íslendska stjórnin hefur EKKI breytt um stefnu og hún hefur EKKI látið kúga sig. Jafnvel Ingibjörg Allah Gísladóttir hefur vit á, að uppgjöf þýðir vopnaða byltingu í landinu !

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 10:17

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sigurveig, þetta var ekkert illa meint , en þú skalt ekki skipa mér fyrir verkum á blogginu góða mín.

Athugasemd þín um nýfundnaland er ekki rétt..  

Óskar Þorkelsson, 13.11.2008 kl. 11:18

7 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Óskar  ég varð bara að skoða færsluna hjá mér aftur...  ennn... nei sá ekki þessa skipun, þú hefur verið að lesa eitthvað annað, Ég hef komið tvisvar til Nýfundnaland, og þetta er það sem heimamenn segja mér, þegar Nýfundnaland var innlimað í Kanada, fengu Kanadamenn yfirráð yfir fiskimiðum þeirra og á nokkrum árum tókst þeim að þurrka upp þorskinn, síðan Kanada tók við Nýfundnalandi  hefur ekki verið uppbygging þar að neinu ráði, og það er mikið atvinnuleysi þar, og mikil fólksflótti til Kanada, enda er Nýfundnaland núna bara fylki í Kanada.

Sigurveig Eysteins, 13.11.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband