Eftirsjá af Bjarna Harðarsyni

Ég og Bjarni Harðarson höfum verið gersamlega ósammála um Evrópumál og tekist um þau stundum af nokkurri hörku. Bjarni tilheyrir litlum - en afar hörðum hóp í einarðra andstæðinga aðildarviðræðna við Evrópusambandins innan Framsóknarflokksins.  Ég hef hins vegar viljað í aðildarviðræður og sjá hvort niðurstaðan verði ásættanleg fyrir Ísland.

Þótt við höfum ekki verið sammála þá hefur mér fundist rödd Bjarna vera nauðsynleg innan flokksins.

Bjarni gerði hörmuleg mistök með því að láta sér detta í hug að senda gagnrýnið og hreinskipt bréf einkabréf tveggja Framsóknarmanna til varaformanns Framsóknar til fjölmiðla - og það undir dulnefni. Þótt Bjarni hafi hugsanlega skipt um skoðun og hætt við að senda bréfið - sem fór út af slysni - þá er það sama.

En Bjarni hefur nú axlað ábyrgð og sagt af sér þingmennsku. Það er stórmannlegt af honum.

Mér finnst eftirsjá af Bjarna Harðarsyni sem þingmanni.


mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Er sammála að það er eftirsjá af Bjarna.  Hann var skemmtilega forn og ferskur samt á Þinginu.  Held líka að Bjarni sé drengur góður þrátt fyrir þessi hörmulegu fljótfærni sem varð til þess að hann sagði af sér.  Hann á alla vega kyn til góðra.

Dunni, 11.11.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Mér finnst það frekar ömurlegt að hann sé að axla ábyrgð og segja af sér fyrir gjörðir Valgerðar, það er ekki eins og þetta hafi verið leynilegt plagg.

Sævar Einarsson, 11.11.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta var það eina rétta í stöðunni enda furðulegur dómgreindarskortur hjá Bjarna að fara svona að´.

Marta B Helgadóttir, 11.11.2008 kl. 12:57

4 identicon

Vonandi verða fleiri sem sýna gott fordæmi t.d. Valgerður Sverrisdóttir. Hún er búin að skála fyrir útrásarvíkingunum

Guðrún (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:07

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Er Hallur eitthvað að þínu mati, sem kemur fram í þessu bréfi, sem að ekki þoldi dagsins ljós?

Vissulega á hann að segja af sér eftir að hafa farið þessa leið til þess að koma því á framfæri, Mikið eðlilegra hefði verið að bera það undir bréfs sendandann hvort að þetta mætti opinberast og gera það svo bara opinberlega í eigin nafni.

Flokks-hæl-bindingin hefur hins vegar án vafa komið í veg fyrir það hjá honum. Enn eitt dæmið um að flokkapólitík sé ekki lýðræði landsins fyrir bestu

Baldvin Jónsson, 11.11.2008 kl. 15:20

6 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Ég er oftastnær ósammála Bjarna, en er þó sammála þeim sem finnst

eftirsjá í kallinum. Hann mátti eiga það að hann var ágætlega rökfastur

og með mjög meitlaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Ég hef reyndar

ekki alveg skilið afhvejru hann er ekki bara vinstri grænn, svo harðákveðinn

sem hann er í að vera á móti því að við göngum í ESB. Það lítur út fyrir að

það sé góður meirihluti í Framsóknarflokknum hlynntur, alltént aðildarviðræðum.

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 11.11.2008 kl. 15:36

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Baldvin!

Mér finnst ekkert í þessu bréfi semekki má sjá dagsins ljós. Þetta er heiðarleg skoðun tveggja eldri manna í Framsóknarflokknum. Þeir ætluðust hins vegar ekki til þess að bréf þeirra yrði birt.

Það er fyrst og fremst aðferðafræðin hjá Bjarna sem er gagnrýniverð.

Hallur Magnússon, 11.11.2008 kl. 16:21

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þar erum við sammála Hallur, ég hefði hins vegar viljað sjá hann vera þetta undir bréfsritara og biðja um þeirra leyfi til þess að birta þetta undir sínu nafni. Það hefði verið eðlileg birting á efni sem skiptir alla máli.

Tek undir með afar mörgum bloggurum dagsins sem segja að þarna hafi maður sagt af sér fyrir mistök - meðan að þeir sem frömdu afglöp sitja sem fastast.

Bjarni setur okkur öllum þarna þó gott fordæmi í því að taka ábyrgð á gjörðum sínum.

Baldvin Jónsson, 11.11.2008 kl. 16:54

9 identicon

Hér  er margt að athuga og málið ekki einfalt. Bréf þeirra Framsóknarfóstbræðra úr Skagafirði er vandað og málefnalegt. Þeir eru gamlir baráttujaxlar og pólutískir refir. Hér liggur eitthvað undir.

 

Bréfið er alveg eins þingmanns virði. Hugboð mitt er að um sé að ræða mikla pólutíska leikfléttu. Víst er að Bjarni fær sæmd af því að axla ábyrgð. Það er fátítt að menn axli ábyrgð nú um stundir.

Þessi sæmd getur færst yfir á flokkinn við þær aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu. Guðni er búinn að gera upp við Halldór og Co í bók sinni og er með tiltölulega ryðfrían skjöld.

 

Óvíst er að Valgerður hljóti sæmd af þessu máli. Allavega er efni bréfsins þess eðlis að þar er tekist á um grundvallarmál Framsóknarflokksins og að sjálfsögðu þjóðarinnar allrar.

 

Svo puntar það líka upp á flokkinn að fá nýja konu í þingflokkinn í stað Bjarna. Þjóðin hefur nú ekki hlotið mikla hamingju af samkrullinu við Evrópu í efnahagslegu tilliti. Þetta getur allt saman snúist í höndunum á Valgerði.

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 17:21

10 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég er sammála, það er í raun ekkert í þessu bréfi sem ekki er birtingar hæft.  Þetta eru vangaveltur tveggja manna sem að sjálfssögðu hafa rétt á þessum skoðunum sem og aðrir á sínum eigin skoðunum.  Það sem í raun og veru er alvarlegi hluti málsins er tilraun fv. þingmannsins til þess að óska eftir því við aðstoðarmann sinn að hann falsi sendanda áður en hann sendi bréfið til fjölmiðla.  Slíkt á þingmaður eða aðrir ekki að gera, að mínu mati.

Hinsvegar Hallur þá finnst mér ekkert stórmannlegt við þetta mál, maðurinn féll því miður á eigin bragði en vitanlega óska ég Bjarna alls hins besta í nýju starfi.

Óttarr Makuch, 11.11.2008 kl. 22:06

11 identicon

Bjarni gerði þau mistök að reyna að senda þetta nafnlaust.  Hann hefði bara átt að gera það undir nafni.  En hann er meiri maður en þeir sem eru nú við stjórn, og axlaði ábyrgð á sínum gjörðum, vonandi verður það til þess að fleiri verði að gera slíkt hið sama, þá hefur Bjarni unnið meira fyrir þjóð sína en flestir (allir?) þeir sem eftir sitja.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband