Við upplifum nýja Sturlungaöld!

Við upplifum nú nýja Sturlungaöld sem væntanlega verður skráð á spjöld Íslandssögunnar eins og Sturlungaöld hin fyrri.  Sú saga verður ekki minna blóði drifin - þó í óeiginlegri merkingu sé - vona að mér fyrirgefist þessi myndlíking!

Hatrömm átök valdamanna þar sem hver höfðinginn vegur að öðrum - og flokkar berjast af miklum krafti.

Eftir liggur landið í rúst.

Eins og á Sturlungaöld - þar til friðar var leitað með því að leita ásjár utanlands.

Eins og Snorri Sturluson forðum - þá mun Davíð Oddsson kannske koma Íslendingum undir erlent vald - þótt hann hafi sagst berjast gegn því - eins og Snorri! Og kannske verður Davíð veginn - í óeiginlegri merkingu - eins og Snorri!


mbl.is Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei ,thér fyrirgefst ekki thessi myndlíking. Og mér sýnist thú sért sjálfur ad studla ad Sturlungaöld med ordum thínum. Óábyrgt í meira lagi.

S.H. (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: Hallur Magnússon

En myndlíkingin er góð - og viðeigandi!

Mér þykir þú - SH - ofmeta mátt orða minna!

Hallur Magnússon, 8.11.2008 kl. 14:01

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Davíðsöld mun verða skráð í sögubækurnar ...

Sævar Einarsson, 8.11.2008 kl. 14:03

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held þetta sé rétt mat. Þú gleymir samt einum hóp, almenningi. Það fyrirgefst þér kannski því þú hefur ánetjast flokki sem hefur lengst af staðið vörð um þrönga sérhagsmuni.

Almenningur er að rísa upp og þá getur orðið vargöld.

Stjórnvöld hafa enn tækifæri til að afstýra hörmungunum. Þau þurfa að

  1. Segja af sér.
  2. Skipa bráðabirgðastjórn.
  3. Lýsa yfir að allt verði rannsakað og hverjum steini velt.
  4. Skipa óháða erlenda rannsóknarnefnd, sem rannsakar allt ferlið frá A til Ö.
  5. Opna vefsíðu þar sem framgangur rannsóknarinnar er rakinn eftir því sem henni miðar.
  6. Efna til kosninga er færi gefst.

Kannski skrefin séu fleiri, en þetta væri góð byrjun. Stígi stjórnin ekki þessi skref skellur á vargöld.

Theódór Norðkvist, 8.11.2008 kl. 14:13

5 identicon

Þessi gæti jafnvel orðið blóðugri.  Því fylgifiskur kreppu er aukin tíðni sjálfsmorða.  Sannleikur sem ekki má tala um. 

Lúffi (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 14:14

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Veistu það, Hallur, að ég hef haft þetta að orði, því mér finnst margt í undanfara falls bankanna minna um margt á fall þjóðveldisins.  Ætli Davíð sé þá ekki Gissur jarl Þorvaldsson.  Það var nefnilega sama hvers oft menn höfðu hann undir og veittu honum griða, hann kom til baka með slíkri óvægni að vandfundin er grimmari hefnd en hefnd Gissurar.

Marinó G. Njálsson, 8.11.2008 kl. 14:30

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er reyndar ekki svo fráleitt að líkja ástandinu við Sturlungaöld og að mínu áliti þá er langt síðan að samlíkingarnar byrjuðu.

Sem dæmi má taka það, að þróunin fyrir sturlungaöld var að Goðar og Goðorð urðu alltaf færri og færri.  Minni Goðorð hurfu undir þau stærri, sameining o.s.frv. og á nokkrum árum var búið að skipta landinu undir áhrifasvæði 3-5 fjölskyldna eða ættbálka.  2-5 menn réðu landinu algjörlega.

Nú, samlíkingin þarna til nútímans er sameining og samþjöppun á ótal sviðum.  Td. Sveitafélaga, þeim hefur fækkað ört.  Fjármálafurstar og fjölskyldur hafa náð stærra og stærra yfirráðasvæði undir sig o.s.frv...samþjöppun á öllum sviðum.   Líkindin eru sláandi (að mínu mati ef menn horfa yfir sviðið ískalt)

Hvaða hlutverki hver gegnir í nútímanum samanborið við Sturlungaöld er þó erfitt að segja.

En með samninginn sem var á endanum gerður við Noregskonung, þá er það miskilningur að hann hafi haft einhver skelfilegar afleiðingar fyrir Ísland.  Það blómstraði allt á íslandi eftir Gamla Sáttmála.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.11.2008 kl. 15:22

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Það er mér mikill heiður að forsætisráðherra DV alþýðunanr - Marínó G. Njálsson - skuli koma með athugasemd á blogsíðu mína

En án gríns - þá get ég ekki sagt annað en að Marínó stóð sig betur í viðtali við DV sem "forsætisráðherra úr símaskránni" - en núverandi forsætisráðherra!

Marínó!

Ertu nokkuð að pæla að byrja í pólitík?  Það yrði fengur í þér miðað við þá fjölmörgu góðu bloggpistla sem þú hefur skrifað á undanförnum misserum.

Hallur Magnússon, 8.11.2008 kl. 15:52

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ómar hefur nokkuð til síns máls með Gamla sáttmála. Ég hef reyndar lengi haft á tilfinningunni að Íslendingar séu ekki nógu þroskaðir til að vera sjálfstæð þjóð.

Theódór Norðkvist, 8.11.2008 kl. 16:50

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hallur, ég get ekki sagt að ég sé að því.  Ég er nefnilega einn af þeim sem neita að hugsa í vandamálum en vil frekar hugsa í viðfangsefnum/lausnum.  Þekkir þú einhvern pólitíkus sem gerir það!

Takk fyrir hrósið.  Ég stóðst ekki mátið, þegar DV hafði samband, þó vafalaust hefði auðvelda lausnin verið að segja nei.

Marinó G. Njálsson, 9.11.2008 kl. 00:01

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Það væri betur ef stjórnmálamennirnir hugsuðu í lausnum!  Því frekar áttu erindi!

Hallur Magnússon, 9.11.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband