Hærri hámarkslán og rýmri endurbótalán Íbúðalánasjóðs

Það þarf að hækka hámarkslán og rýmka endurbótalán Íbúðalánasjóðs jafnframt því að afnema stimpilgjöld þannig að þeir sem þó hafa bolmagni til að standa undir íbúðaláni geti fest kaup á íbúðum. Það skiptir verulegu máli að fasteignamarkaðurinn stöðvist ekki alveg.

Félagsmálaráðherra og Íbúðalánasjóður ætti að rýmka möguleika fólks til að taka endurbótalán vegna atvinnuskapandi viðhaldsframkvæmda á íbúðarhúsnæði landsmanna. Það eru ekki allir svo illa staddir að þeir geti ekki bætt við sig lánum vegna arðbærra viðhaldsframkvæmda og slík verkefni geta skipt sköpum fyrir fjölmarga iðnaðarmenn og fyrirtæki í byggingariðnaði.

Þá er mikilvægt að húsfélög geti farið í slíkar framkvæmdir.

Legg til að unnt verði að taka lán hjá Íbúðalánasjóði til viðhaldsframkvæmda sem verði afborgunarlaus í allt að 3 ár. Slík lán verði undan.egin stimpilgjaldi og að einnig að virðisaukaskattur af vinnu vegna slíkra framkvæmda verði alfarið undanskilin virðisaukaskatti.


mbl.is Um 70% samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: A.L.F

Það mun eingunis leyða til þess að ungt fólk sem er að koma út  í lífið getur aldrei eignast fasteign, og jú þótt ótrúlegt sé skiptir þetta unga fólk líka máli, eða hvað finnst þér?

A.L.F, 5.11.2008 kl. 21:04

2 identicon

Mikið hefur verið um það að skuldunautar Íbúðalánasjóðs hafi greitt upp íbúðalán sín. Þessu fé þarf að finna verkefni. Því er sóknar færi að breyta til og koma fólki til hjálpar.

 

Rétt væri að stofna Samvinnu og sameignardeild við sjóðinn. Íbúðareigandi og sjóðurinn gætu átt íbúð saman eftir ákveðnum hlutföllum. Íbúðareigandi greiddi lágmarks vexti af hluta íbúðarlánasjóðs, sem leigugjald fyrir þann hlutann. En héldi svo áfram að greiða vexti og afborganir af sínum hluta.

 

Skynsamlegt væri að Íbúðalánasjóður stofnaði aðra deild, Íbúðarleigudeild. Undir hana heyrði allt íbúðarhúsnæði sem Íbúðarlánasjóður á og kemur til með að eignast með margvíslegum hætti á næstunni. Fyrrverandi fjölskyldur sem áttu íbúðirnar, hefðu forleigurétt. Með þessu væri uppeldis og starfsvettvangur barna tryggður.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Það sem mér finnst brýnast að gera núna og hef bloggað um, er að breyta vísitölu íbúðalána í þá vera að bynda hana markaðnum þannig að verðbólgan éti ekki upp eigur okkar. með öðrum orðum  bynda hana viðfangsefninu eins og til að mynda er gert með afurðalán. Ef það væri gert þá værum við  að borga minna af lánunum okkar í dag eins og eðlilegt  getur talist þegar fólk hefur minna til að borga með og eignirnar að lækka í verði

Gylfi Björgvinsson, 5.11.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: A.L.F

Gylfi viltu útskýra þetta betur :)

A.L.F, 5.11.2008 kl. 22:08

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst alltaf jafn skrítið hvað menn telja að íbúðarlánasjóður geti búið til peninga og ef hann getur skaffað grjónin hvernig á hann að geta lánað vaxtarlaust í 3 ár. Einsog 3 ár sé tíminn sem við þurfum til að endurreisa efnahaginn. 20 ár eru nær lagi. Það þarf fyrst og fremst að stöðva það að fólk missi eignir sínar í heimskulegri og einhliða verðtryggingu höfuðstóls í óðaverðbólgu sem virðist blasa við landanum. Þetta er eignaupptaka sem er algerlega siðlaus. Með verðtryggingu þarf ekkert að setja nein lög um að þessi eða hinn eignasjóðurinn "eignist" hluta í íbúðum hann mun gera það óhjákvæmileg og mjög hratt og óafturkræft. Menn tala gjarnan um að erlendir aðilar, lög ESB og innfluttar kreppur séu okkur erfiðast í skauti. Nei það er "landsins forni fjandi" íslendingar sjálfir sem klúðra málunum af því að þeir halda að þeir séu svo klárir. Fyrst tóku þeir sparnað fólks og núna á fólk að skila eignum sínum. Er eitthvað skrítið þó að þriðjungur landsmanna geti hugsað sér að flytja í annað land. Mér finnst það ekki.

Gísli Ingvarsson, 5.11.2008 kl. 22:46

6 identicon

Af hverju er ekki hægt að gera eimitt það sem Gylfi stingur upp á.  Ef verð fasteignar hrynur um 40% að þá hrynur lánið líka um 40%.  Hlutföllin haldast jöfn.  Bankinn tekur þá á sig hluta af áfallinu og fær ekki allt til baka sem hann lánaði upphaflega.  En bankinn þarf heldur ekki að borga lánið sem hann tók til að lána mér.  Því var dömpað annaðhvort á útlendinga eða á íslenska skattborgara og ég þarf að borga það næstu áratugina.  Auk þess myndi fasteignaverð hér á landi ekki hrynja svona svakalega, eins og núna er spáð, ef ekki væri fyrir óráðsíu bankanna og gjaldþrot þeirra.  Ég skil ekki af hverju við og okkar börn eigum að taka á okkur hrikalegar skuldir bankanna, fasteignaverð hrynur en bankinn vill svo ekki koma til móts við okkur hvað varðar verðtryggð fasteignalán.  það er nákvæmlega ekkert réttlæti í þessu.

Heiðrún (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 23:44

7 identicon

Nei takk! 50% hámarkslán væru nærri lagi! Það eina sem sem hærri lán afreka er að auka skuldir fólks!

Bólur springa!

Bjarni (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 00:37

8 identicon

Ég trúi því ekki að ennþá séu til menn sem halda því fram að það sé jákvætt að auðvelda fólki að skuldsetja sig ennþá frekar en orðið er vegna íbúðakaupa! Til þess að ekki verði "frost á fasteignamarkaði". Málið er bara að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu er bóla og bólan þarf að fá að springa. Ungu fólki er enginn greiði gerður með því að auðvelda því að skuldsetja sig meira til kaupa á fasteign sem er tvöfalt dýrari en eðlilegt er. Ef mönnum er alvara með því að á Íslandi verði einhverntíman heilbrigður húsnæðismarkaður þá þurfa þeir í fyrsta lagi að snúa frá þeirri glórulausu stefnu að það sé sérstakt markmið að sem flestir búi í eigin húsnæði. Það þarf almennilegan leigumarkað. Svo verður verðtryggingin að víkja, það að ekki er gerð uppreisn hér á landi vegna þess fyrirbrigðis getur aðeins stafað af því að við erum orðin samdauna því og sjáum ekki lengur fáránleikan. Annarsstaðar í hinum siðmenntaða heimi gengur fólk inn í bankann sinn og skrifar undir skuldabréf með ákveðnum höfuðstól, ákveðnum vöxtum og ákveðnum lánstíma og fjölda gjalddaga. Það getur svo treyst því að umsamdar tölur standi til frambúðar. Það er verulega erfitt að útskýra fyrir útlendingum fyrirkomulag þar sem höfuðstóll fasteignaláns er tengdur vísitölu sem miðast við verð á vodka og áskrift að stöð tvö. Það væri einnig til bóta að lækka hámarksveðhlutfall frekar en að hækka það, t.d. þannig að fólk fær lán á bestu kjörum fyrir 70% af kaupverði en geti fengið lán umfram það á verri kjörum. Félagslegar aðstæður gætu réttlætt betri kjör á umframlánum. Svo þarf að kenna Íslendingum að spara, sú kynslóð sem lenti í óðaverðbólgunni lærði að það borgaði sig ekki og yngra fólk hefur aldrei talið sig þurfa þess enda sé hægt að fá endalausa lánafyrirgreiðslu í bönkum. Íbúðalánasjóður ætti kannski að bjóða fólki að opna húsnæðissparnaðarreikninga á góðum vöxtum, ríkisvaldið gæti með einhverjum hætti veitt frekari hvatningu til sparnaðar á slíkum reikningum, t.d. með niðurfellingu fjármagnstekjuskatts vegna vaxta á þeim.

Bjarki (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband