Árangursríkt samráðsferli tryggir góða sátt

Það er til fyrirmyndar hvernig unnið hefur verið að útfærslu gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í árangursríku samráðsferli. Þessi vinnubrögð eru táknræn fyrir hinn nýja og árangursríka meirihluta borgarstjórnar sem hefur einitt tekið upp svipað samráðsferði við gerð aðgerðaráætlunar fyrir Reykjavíkurborg og við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Reykjavík. 

Það skiptir máli hverjir sitja við stjórnvölinn í Reykjavík!

 

 


mbl.is Miklabraut í stokk að hluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki að grínast!!!!!! á meðan við ættum að reyna að spara á að troða stokki á miklubrautina ertu ekki að grínast. auk þess flutti þetta fólk sem er að kvarta þarna sjálfviljugt við hliðina á umferðargötunni, ekki vorkenni ég þeim neitt fyrir að hafa flutt þangað og finnst mér það fólk hafi ekki leyfi til að kvarta undan einhverju sem var þarna á undan því og hana nú!! gerum eitthvað þarfara við peninga þjóðarinnar svo sem að laga þar sem grjóthrun er að skemma bíla og leggja fólk í stórhættu, eða er það bara út á landi og þér er alveg skítsama þar sem það er ekki í rvk!.

Guðrún (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Þetta er árangur í að viðhalda þvælunni í þessu liði í 101. eða eins og Óskar Bergsson sagði vandað skipulag til að viðhalda Laugaveginum sem aðal verslunargötu Reykjavíkur.

Það á að tröllríða gamlabænum með risa glerkumböldum meðfram allri höfninni, nýtt sjúkrahús á að koma í gamlabæinn, háskóli á flugvöllinn og rútustöð.

Lausnir eru stokkar undir Miklubraut og Geirsgötu, Sundagöng, Öskjuhlíðargöng, göng undir Þverholtin og undir Kópavog nánast að Smáralindinni.

Öll þessi þvæla til að byggja þungamiðju út úr alfara leið til að halda Laugaveginum sem aðal verslunargötu í Reykjavík.

Þetta er brot á umhverfislögum og örugglega fjárlögum, þar sem við eigum miklu betri kost.

Það er nóg pláss fyrir nýja þungamiðju í miðri borg eins og ég er marbúin að sýna frammá.

Sturla Snorrason, 5.11.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband