Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Fastir vextir norskra íbúðalána 6,50 - 7,0%

Hér er yfirlit yfir fasta vexti á Íbúðalánum stærsta banka Noregs DnB Nor eins og þeir eru birtir á vefsíðu bankans. Ef fólk er ekki í sérstöku viðskiptavinaprógrammi hjá bankanum þá eru vextirnir 0,5% hærri.

Hvar eru nú snillingarnir sem í fyrravetur voru að belgja sig út og halda því fram að vextir af norskum íbúðalánum væru langtum lægri en þeir íslensku - og allir fjölmiðlarnir sem átu það upp gagnrýnilaust?

Priser på boliglån med fast rente

Rentebetingelsene gjelder lån over 1.000.000 kroner med fast rente. Ny rentefastsettelse skjer hver tirsdag.

For kunder med kundeprogram:
 
RentebindingRentereguleringInnenfor 60 % av kjøpesum 
  nom. rente eff. rente 
1 år  15.06.20085,856,10
3 år  15.06.20106,256,52
5 år  15.06.20126,256,52
10 år  15.06.20176,256,52

mbl.is Vextir íbúðalánasjóðs hækka enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rakkarnir krafsa yfir skítinn sinn!

Sem gamall áhugamaður um mismunandi lundarfar misgóðra smalahunda get ég ekki annað en dáðst að dugnaði nokkurra rakka í fjölmiðlastétt sem á undanförnum dögum hafa verið að krafsa yfir skítinn sinn í von um að almenningur taki mark á þeim en ekki siðanefnd Blaðamannafélags Íslands.

Fyrst er að nefna rakka sem minnir mig á öflugan flökkuhund frá Rauðamel sem löngum dvaldi á Oddastöðum. Hundkvikindið fann lykt af lóðatíkum í margra kílómetra fjarlægð og var mættur til uppáferðar vítt og breytt um sveitina. Dvaldi hins vegar þess á milli á Rauðamel eða Oddastöðum eftir því sem betur var við hann gert. Þetta var að mörgu leiti sjálfstæður hundur en fylgdi þó húsbónda sínum á ögurstundu þegar þess var virkileg þörf. Átti þó til að svíkja húsbónda sinn tímabundið, en kom alltaf aftur flaðrandi upp um hann. Góður smalahundur og af góðu smalahundakyni held ég.  Smalahundakynið minnir mig að hafi komið úr eyjum - það er Breiðafjarðareyjum.

Þá er það afar sérstök tík sem neri sér alltaf upp að fyrrnefndum rakka - hvort sem hún var á lóðaríi eða ekki. Var reyndar óeðlilega oft á lóðaríi minnir mig og svona undirlægja ef öflugir hundar voru nærri. Gelti hins vegar ákaft að utanaðkomandi hundum sem ekki áttu öflugan húsbónda.  Grönn tík og með sérstakt grásprengt háralag. Kölluð Fluga minnir mig. Tíkin var frekar rólyndisleg í framkomu en beit helvíti fast ef henni var sigað. Mikill leikur í henni.

Í þessum hundahópi var í fyrstu minningum mínum einnig skemmtilegur og státinn hvolpur - sem hélt hvolpnum í sér langt frameftir aldri. Dálítið bangsalegur og var snillingur í að gjamma í túnrollurnar sem yfirleitt hröktust undan. Mér þótti alltaf vænt um þennan hvolp - jafnvel eftir að hann varð fullorðinn hundur - ekki fjarri því að hann væri músíkalskur helvítið á honum. Hann gjammaði reyndar með forysturakkanum og grásprengdu tíkinni þegar hastað var á þá - en mér fannst ekki alltaf sem hugur fyldi gelti.

Að lokum verð ég að minnast á smáhvolp sem rataði inn í þennan rakkahóp undir það síðasta sem ég fylgdist með í sveitinni. Hann var afar státinn - kom reyndar að austan þar sem hann hafði getið sér góðan orðstí við að hælbíta túnrollur. Nær því hvítur með spert eyru. Var selfluttur vestur á land þar sem hann missti sig og réðst að glæsilegri hryssu sem lofaði ágætu á komandi hestamóti. Særði hana þannig að hún komst ekki á mótið - en síðar kom í ljós að hundsbitið var ekki eins djúpt og menn héldu - en þá var mótið bara búið.

Þessi rakkahópur - að hvíta hvolpinum undanskilnum - hefur farið mikinn að undanförnu og gjammað undan skömmunum sem þeir fengu réttilega fyrir hælbitið. Bera sig vel - en ættu að hundskast með skottið á milli lappanna.

Svo er nú það.

Meira síðar um fleiri misjafna hunda sem tekið hafa undir gólið og reynt að hjálpa framangreindum rökkum við að krafs yfir skítinn sinn.


Mistök Seðlabankans - segir gamli Seðlabankamaðurinn!

"Seðlabankinn ætti að einbeita sér að því að finna leiðir til þess að auka bitið í vaxtastefnu sinni," segir Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður verðbréfasviðs Landsbankans. Yngvi Örn segir að samband stefnu Seðlabankans við peningamarkaðinn sé of veikt vegna þess að öll útlán, sem máli skipta, séu verðtryggð. Seðlabankinn hafi gert mistök. Til dæmis hafi hann tímasett illa lækkun bindiskyldu bankanna til samræmis við það sem gerist í nálægum löndum. Það hafi stuðlað að fasteignaverðsprengingunni. Yngvi Örn telur að íslenski peningamarkaðurinn hafi á undanförnum misserum náð meiri dýpt en áður og það dragi úr hættu á stórum og afdrifaríkum sveiflum.
Þetta er inngangur að Jóhanns Haukssonar Morgunahana að viðtali við Yngva Örn í morgun. Unnt að hlusta á það hér.
Ég heyrði viðtalið við Yngva Örn sem var afar áhugavert - eins og mörg viðtöl Morgunhanans. Frábær kennslustund í samspili vaxta, gengis og fjárfestinga erlendra aðilja í íslensku krónunni - auk greiningar á hverjir hafa verið að fjárfesta í svokölluðum "jöklabréfum". Sammála hverju orði!
Ég hef lengi bent á það sem Yngvi Örn sagði um Seðlabankann og afnám bindiskyldunar og stórkaupa Seðlabankans á gjaldeyri af íslensku bönkunum og greiddu með krónum:
Seðlabankinn kom af stað þenslunni árið 2004 með því að fylla vasa bankanna af íslensku fjármagni sem varð að koma út. Bankarnir sprengdu síðan fasteignalánamarkaðinn með þekktum afleiðingum.
Íbúðalánasjóður og 90% lánin voru ekki orsökin.

Félagi Össur byrjar vel í stöðuveitingum!

Félagi Össur byrjar vel í stöðuveitingum sínum með því að ráð Þorstein Inga sem forstjóra hinnar nýju Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þorsteinn Ingi er afar virtur og fær vísindamaður sem jafnframt er með mikla reynslu í rekstri nýsköpunarverkefna.

Vænti þess að Össur haldi áfram á þessari braut faglegra stöðuveitinga.


mbl.is Þorsteinn Ingi Sigfússon ráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtök atvinnulífsins - lítið ykkur nær!

Enn fer Villi Egils og félagar hans hjá Samtökum atvinnulífsins mikinn vegna tilvistar Íbúðalánasjóðs og sakar sjóðinn um að bera ábyrgð á verðbólgunni.  Villi og félagar hjá SA ættu að líta sér nær þegar sökudólgsins er leitað, því hömlulaus útlán til almennings eru ekki gegnum Íbúðalánasjóð heldur banka og sparisjóði.

Í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins  segir meðal annars:

Ein mikilvægasta aðgerðin við núverandi aðstæður er að lækka á ný lánshlutföll Íbúðalánasjóðs og lánsfjárhæðir. Sjóðurinn er markaðsleiðandi og síðasta hækkun lánshlutfalla kom undraskjótt fram í nýjum hækkunum á fasteignaverði sem bæði koma beint fram í hækkunum á neysluverðsvísitölu og síðan óbeint vegna áhrifa á einkaneyslu og eftirspurn.

Það er ekki skrítið að fasteignaverð hafi hækkað "undraskjótt" í kjölfar breytinga á hámarksláni og lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs.  Það er vegna þess að ástæða hækkunar fasteignaverðs var vegna endurkomu banka og sparisjóða með hömlulaus lán - í formi myntlána, blandaðra lána og sérstakra 100% lána til nýútskrifaðs ungs fólks- inn á íslenska húsnæðislánamarkaðinn.

Ástæðan var sem sé ekki tilvist Íbúðalánasjóðs - hvað þá breytinga á lánshlutfalli sem hafði hverfandi áhrif á höfuðborgasvæðinu. Fyrrgreind innkoma bankanna var nokkru áður en breytingar voru gerðar á hámarksláni Íbúðalánasjóðs.

Staðreynd málsins er nefnilega sú að eiginlegum hámarkslánum Íbúðalánasjóðs á höfuðborgarsvæðinu fækkaði milli mánaða þegar breytingarnar voru gerðar. Frá þessu sagði ég meðal annars í útvarpsviðtali síðast þegar Samtök atvinnulífsins voru að atast út í Íbúðalánasjóð:

Þenslan er fyrst og fremst í mjög dýru húsnæði, við sjáum það hjá fasteignamati ríkisins að þar eru, það er dýra húsnæðið sem er að hækka og, og valda þessari hækkun. 18 milljóna króna hámarkslán og hærra hámarkshlutfall hjá Íbúðalánasjóði hefur ekkert að segja í því, það fólk fjármagnar sín kaup með lánum frá bönkum. Ef við lítum á tölur fyrir mars þá lækkaði hlutfall lána Íbúðalánasjóðs á höfuðborgarsvæði þar sem að þenslan er og það dró einnig eða fækkaði lækkaði hlutfall hámarkslána sem veitt voru í mars, hlutfallslega lægra þá heldur en var í febrúar. Þannig að það er alveg ljóst, miðað við þær tölur sem við höfum á, frá okkar útlánum, að það eru ekki lán Íbúðalánsjóðs sem er að ýta undir þessa þenslu. Sökin liggur einhversstaðar annars staðar.

Þá má ekki gleyma því að lán Íbúðalánasjóðs eru verulega takmörkuð á virkum markaðssvæðum vegna viðmiðunar við brunabótamat, eins fram kemur í frétt á vef Íbúðalánasjóðs Brunabótamat skerðir oftast lánshlutfall Íbúðalánasjóðs . Hins vegar eru engin slík takmörkun á lánum bankanna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samtök atvinnulífins ráðast að Íbúðalánasjóði - þegar sökin liggur annars staðar. Í þeim slag hafa samtökin reyndar reynt sögufölsun um atburðarrás í fasteignalánamálum árið 2004 - eins og lesa má í gamalli grein minni - Verðbólgudraugurinn býr ekki í Íbúðalánasjóði.

Að lokum til gamans þá ætla ég að beina sjónum að ummælum Jónínu Benediktsdóttur á bloggi hennar þar sem hún segir meðal annars:

Nú væla þeir hjá SA yfir því að Íbúðarlánasjóður sjái til þess að allir fái lán til húsakaupa en ekki eingöngu velunnarar bankanna. Væla yfir því að Íbúðalánasjóður heldur þó vöxtum í skefjum þannig að bankarnir geta ekki farið á flug með sína.

Svo mörg voru þau orð!


mbl.is Segja aðgerðir Seðlabanka skaða atvinnulíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubbi og Lobbi - flottustu útvarpstvíhöfðar landsins!

Bubbi og Lobbi eru uppáhalds útvarpsmennirnir mínir um þessar mundir. Reyni alltaf að hlusta á þá - ef ég næ því ekki gegnum útvarpið - þá gref ég þá uppi á netinu.

Bubbi og Lobbi eru alla föstudagsmorgna milli klukkan 09:00 og 11:00 á Útvarpi Sögu.

Þátturinn þeirra er sambland af pælingum um þjóðmál - bæði á Íslandi og í ríkjum hinna fyrrum Sovétríkja - kryddaður með ágætri tónlist sem oftar en ekki er rússnesk. Reyndar er jarðkúlan öll undir í umræðum þeirra.

Það er ekki síst þjóðmálagreiningar Lobba um Rússland og ríkjanna þar um kring sem gefa þættinum gildi - auk oft á tíðum afar kjarnyrtra ummæla um íslenska menn og málefni. Þau eru sjaldnast leiðinleg, oft raunsönn, en stundum skemmtilega út úr kú.

Í morgun komust þeir að því að hagfræði væri hliðargrein guðfræðinnar. Ég varpaði því fram á kaffistofunni í morgun - en fékk þá svar frá einum vinnufélaganum sem taldi þetta þveröfugt. Guðfræði væri hliðargrein hagfræðinnar.  Mikið til í því!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband