Fréttanefslausir fréttamenn fjalla ekki um Evrópumál

Það fór vel á með Samfylkingarmanninum Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Framsóknarmanninum Olli Rehn stækkunarstjóra Evrópusambandsins á afar fróðlegum opnum fundi í hátíðarsal HÍ á miðvikudag.

Fyrirlestur Olli Rehn var afar fróðlegur og góður - og svör hann við spurningum enn betri og vandaðri. 

Ég hef hins vegar beðið eftir fréttum af raunverulegum fréttum af fundinum!

Blaðamenn voru annað hvort ekki að hlusta á Olli Rehn - eða þeir skilja ekki hvað er mikilvægt og hvað ekki.

Aðalmálið og fréttin í hugum blaðamanna virðist vera að Olli taldi rétt að birta spurningalistann sem hann kom með til íslenskra stjórnvalda - sem utanríkisráðherra hafði reyndar ákveðið að gera - enda birtist hann á vef utanríkisráðuneytisins samdægurs!

Hins vegar voru hinar raunverulegri fréttir miklu mikilvægari - þótt blaðamönnum hafi yfirsést þær.

Það er greinilegt að fleiri sakna alvöru fréttaflutnings af fundinum.

G Vald bloggar um þetta undir fyrirsögninni

Eru bara "dropout" í íslenskri blaðamannastétt ?

Þar dregur hann fram raunverulega fréttapunkta af fundinum:

Fyrir liggur nánast kláraður efnahagspakki af hálfu ESB til stuðnings Íslandi.  Þessi pakki er niðurstaða viðræðna íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjóra fjármála og gjaldeyrismála hjá ESB.  Niðurstaða þessara viðræðna er umtalsverðar “makro ökonómiskar tilfærslur” frá ESB til Íslands, sem hellst má bera saman við efnahagslegan stuðning ESB við Serbíu.

ESB hefur undir höndum skjöl sem sýna fram á að íslenskar eftirlitsstofnanir beinlínis hvöttu bankana til að fara á svig við reglugerð um innistæðutryggingar.  En það er sú reglugerð sem allt IceSave málið byggir á.   Fréttamenn hafa engan áhuga á þessu, hafa ekki hirt um að velta því fyrir sér hvaðan þessi skjöl eru komin eða hvernig þau bárust ESB.  Þetta eru allavega spurningar sem ég velti fyrir mér og hef mínar tilgátur um.

ESB bíður eftir niðurstöðu íslenskra rannsóknaraðila á hruninu en þegar skýrslur liggja fyrir mun sambandið setja af stað eigin rannsókn m.a til að vega og meta íslensku skýrslurnar og það hvort viðbrögð íslenskra stjórnvalda séu sannfærandi og í takt við alvarleika málsins.

 


mbl.is Uppstokkun í utanríkisþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgin heimili minnismerki sem reist verði með frjálsum framlögum

Það er glimrandi hugmynd að finna minnismerki Helga Hóseasonar stað í borgarskipulaginu. En það er hræsni að leggja til að opinberir aðiljar fjármagni það minnismerki. Hið opinbera hefur hunsað kröfu Helga Hóseasonar um áratugaskeið og ætti frekar að heiðra minningu hans með því að viðurkenna kröfu hans um ógildingu skírnarsáttmálans fyrir sitt leiti.

Við sem höfum tekið undir áskorun um að það verði sett upp minnismerki um þennan sérkennilega og merka mann sem stóð fastur á sannfæringu sinni allt sitt líf - það erum við sem eigum að fjármagna minnismerkið. Okkur verður ekki skotaskuld úr því - þótt það sé kreppa. Við erum svo mörg.

Minningu Helga Hóseasonar er miklu betri sómi sýndur á þann hátt.

Reyndar eigum við minnismerki um Helga - hin frábæra heimildarmynd sem um hann var gerð!

 


mbl.is Borgin geri tillögu um stað fyrir minnisvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"We did not come here just to clean up crisis, we came here to build a future!"

 "We did not come here just to clean up crisis, we came here to build a future!"

Með þessum orðum hóf Framsóknarmaðurinn Barack Obama forseti Bandaríkjanna ræðu sína í fulltrúardeild Bandaríkjaþings þar sem forsetinn hélt þvílíkt brilljant ræðu þar sem hann hvatti þingið til þess að samþykkja tillögur sínar um úrbætur í heilbrigðiskerfinu.

Það er aðdáunarvert hvernig Obama heldur framsókn sinni áfram sem forseti Bandaríkjanna - og það ekki einungis í heilbrigðismálum.

 "We did not come here just to clean up crisis, we came here to build a future!"

Þessa framsæknu setningu Obama ættu ríkisstjórn Íslands og Alþingi í heild sinni að gera að  leiðarljósi sínu í vinnu næstu vikna og mánaða.

Þetta er nefnilega kjarni málsins.


mbl.is Obama krafðist aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strákarnir farnir að minna á kvennalandsliðið á köflum!

Karlalandsliðið er greinilega að rétta úr kútnum og nær því á köflum að spila af sömu gæðum og kvennalandsliðið í fótbolta!


mbl.is Pétur: Hefði viljað fleiri mörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stiglitz á villigötum - langtímagreiðslubyrði hærri!

Ég hef haft mikla trúa á Stiglitz og fagnaði því að hann yrði mögulega ráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinna. En það runnu á mig tvær grímur þegar ég las í morgun það sem hann hefur að segja um að breyta verðtryggingu húsnæðislána!

Ef leið Stiglitz hefði verið farin í stjórnartíð Framsóknarflokksins 1995 - 2006 þegar varð mikil raunhækkun á kaupmætti launa - þá hefðu húsnæðislánin og greiðslubyrði þeirra hækkað miklu meira vegna launasvísitöluhækkunar en þau gerðu vegna neysluverðsvísitöluhækkunarinnar.

Til lengri tíma litið er því greiðslubyrði af húsnæðislánum hærri með aðferð Stiglitz en með hefðbundinni verðtryggingu neysluvísitölu!

Mér þykir þessi ummæli Stiglitz benda til þess að hann hafi ekki alveg sett sig inn í málin!


mbl.is Segja bæði kosti og galla fylgja hugmyndum Stiglitz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppboðshrina fyrir jólin?

Það er hætt við að það gangi yfir uppboðshrina fyrir jólin. Ástæðan er einfaldlega sú að ríkisstjórnin ákvað sem aðgerð vegna greiðsluvanda heimilanna að ekki færu fram nauðungarsölur á íbúðum fólks í 6 mánuði. Þegar það tímabil líður er því miður hætt við að allt of margir hafi ekki fengið úrlausn sinna mála - og missi íbúðina sína á uppboð.

Það verður því svartur jólamánuður fyrir marga. Því miður!


mbl.is 128 fasteignir seldar á nauðungaruppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svigrúm til leiðréttingu lána!

Þessi niðurstaða hlýtur að leiða til þess að Kaupþing fær svigrúm til leiðréttingu lána fjölskyldnanna í landinu!
mbl.is Endurgreiðslur til kröfuhafa Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppnishæfi Íslands betra en ætla mætti eftir hrunið!

Þrátt fyrir hrun fjármálakerfisins á Íslandi þá er samkeppnishæfi landsins betra en ég átti von á. Það er gott. Við höfum þá á einhverju að byggja.  Eðlilega fellur landið vegna skorts á efnahagslegum stöðugleika og slæmu mati á þróunarstigi fjármálamarkaða.

Í endurreisn efnahagslífsins verðum við að stækka þjóðarkökuna á ný - en ekki einungis einblína á skattahækkanir og blóðugan niðurskurð.

Við verðum að nýta þó það samkeppnishæfi sem Ísland hefur. Stjórnvöld verða að huga að þeirri hliðinni ekki síður en öðrum þáttum.

Heilbrigðar fjárfestingar erlendra aðilja á Íslandi er ein stoð þess að að byggja upp efnahagslífið á ný. Þar á Ísland að hafa góða samkepnismöguleika - ef við náum að sannfæra erlenda aðilja um að samkeppnisstaða Íslands sé þokkalega góð.

Því þarf hluti af endurreisn Íslands að byggja á markvissri kynningu á kostum landsins erlendis.  


mbl.is Minni samkeppnishæfni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börnin í forgang á erfiðum tímum

Það er eitt af forgangsmálum Velferðarráðs á tímum sem nú að standa vörð um velferð barna í borginni. Reykjavíkurborg mun og hefur verið að forgangsraða í þágu barnanna í borginni og annarrar grunnþjónustu í velferðarkerfinu. Um það eru allir flokkar sammála um að gera.

Velferðarráð og velferðarsvið hefur frá því í hruninu síðastliðið haust sérstaklega beint sjónum að stöðu barnanna í borginni á erfiðum tímum. Velferðarráð er nú að taka eitt skref í að styrkja stöðu barna láglaunafólks. Það er ljóst að það þarf að taka fleiri skref þótt fjármagn sé takmarkað.

Ég hef trú á því að þótt nú sé að ganga í garð kosningavetur þá muni meirihluti og minnihluti Velferðarráðs vinna þétt saman í að tryggja stöðu barna eins og kostur er - eins og allir fulltrúar í Velferðarráði hafa gert á undanförnum mánuðum - en missi sig ekki í pólitískt argaþras.

Í þeirri forgangsröðun sem er óhjákvæmileg kann að vera að það þurfi að draga úr einhverjum þjónustuþáttum við börn til þess að geta styrkt aðra veigameiri.  Það sama má segja um önnur svið velferðarmála. En í grunninn þá eiga börnin að haga forgang á erfiðum tímum.

Ég hef nú látið af embætti varaformanns Velferðarráðs þar sem ég tók að mér formennsku í Innkauparáði Reykjavíkurborgar þegar fyrri formaður það hélt til annarra starfa.. Verð þó varamaður í Velferðarráði og fylgist náið með starfi ráðsins sem að undanförnu hefur einkennst að góðri samvinnu meirihluta og minnihluta. Vonandi mun það verða áfram í vetur - ekki hvað síst vegna barnanna í borginni.


mbl.is Aukin aðstoð við barnafjölskyldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleysingjar oft bak við dulnefni á blogginu

Þótt margir þeirra sem blogga undir dulnefni skrifi málefnaleg og heiðarleg blogg - þá er því miður allt of margir nafnlausir hugleysingjar sem hafa ekki manndóm í sér að standa fyrir máli sínu undir nafni og kennitölu. Einkenni þeirra er einmitt að vega fólk úr launsátri með harkalegum persónulegum árársum.

Þessi hópur nafnlausra bloggara er blettur á samfélaginu og er að ata málfrelsinu auri. Málfrelsi byggir ekki á því að fólk geti atað náungan auri undir dulnafni - heldur er það heilagur réttur fólks að geta tjáð sig fjálst í eigin persónu.


mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband