Stiglitz á villigötum - langtímagreiðslubyrði hærri!

Ég hef haft mikla trúa á Stiglitz og fagnaði því að hann yrði mögulega ráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinna. En það runnu á mig tvær grímur þegar ég las í morgun það sem hann hefur að segja um að breyta verðtryggingu húsnæðislána!

Ef leið Stiglitz hefði verið farin í stjórnartíð Framsóknarflokksins 1995 - 2006 þegar varð mikil raunhækkun á kaupmætti launa - þá hefðu húsnæðislánin og greiðslubyrði þeirra hækkað miklu meira vegna launasvísitöluhækkunar en þau gerðu vegna neysluverðsvísitöluhækkunarinnar.

Til lengri tíma litið er því greiðslubyrði af húsnæðislánum hærri með aðferð Stiglitz en með hefðbundinni verðtryggingu neysluvísitölu!

Mér þykir þessi ummæli Stiglitz benda til þess að hann hafi ekki alveg sett sig inn í málin!


mbl.is Segja bæði kosti og galla fylgja hugmyndum Stiglitz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er engin spurning að verðtryggingin á lánum hér í landi eru mistök og ég er sammála Stiglitz að hún verði afnumin strax. Þetta fyrirbæri þekkist hvergi í heiminum og sýnir hversu stjórnmálamenn fortíðar og nútíðar eru í raun vanhæfir að geta ekki stigið það skref að afnema þennan ósóma.

Eitt er víst, að ég kýs engann mann, eða flokk, sem ekki vill afnema verðtrygginguna.

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 16:33

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Verðtrygging skulda er glæpur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.9.2009 kl. 19:21

3 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Launavísitala felur í sér hættur því þá elta lánin uppi launahækkanir og þá skapast nýr vítahringur.  Ég held að þessi vísitölubinding verði að hverfa og efnahagsmál að komast í það horf sem Gunnar Tómasson lýsir og stöðugleiki að skapast. Þannig er það gert annarsstaðar og þá koma breytilegir vextir í staðinn og væntanlega styttri lánstími.

Launavísitala núna myndi kaffæra fólk því launin eiga eftir að hækka á næstu árum en neysluverð mun minna.  Að undanförnu hefur það verið öfugt.

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 9.9.2009 kl. 20:06

4 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Hallur, ég geri þá ráð fyrir að Nóbelsverðlaunahafinn sé dottinn út af lista yfir framsóknarmenn í útlöndum :-)

Jón Baldur Lorange, 9.9.2009 kl. 20:21

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Jón Baldur

Stiglitz hefur nú aldrei verið á þeim lista - enda harður repúblikani!

En Framsóknarmaðurinn og vinur minn Olli Rehn klikkar ekki ! :)

Hallur Magnússon, 9.9.2009 kl. 23:44

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Baldvin og Anna.

Það er ekki verðtryggingin sem er vandamálið - heldu rónýtur gjaldmiðlill.

Hefðuð þið frekar viljað greiða á síðasta ári 4,5 milljónir í afborganir af 30 milljón króna húsnæðisláninu ykkar í íslenskum krónum ?  Það er MJÖG varfærin áætlun um greiðslubyrði af slíku láni ef það væri óverðtryggt. 

Reyndar eru líkur á að afborgun af slíku láni hefði verið allt að 6 milljónum á síðasta ári - ef það hefði verið óverðtryggt.

Hafið þið ekki fattað að hækkun láns og hækkun afborgana af "myntlánum" hefur í sumum tilfellum tvöfaldast!!!

 Er það út af verðtryggingu íslenskra lána?

Hættið þessu bulli.

ekki væri núverandi verðtryggingar annuitetslán

Hallur Magnússon, 9.9.2009 kl. 23:50

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hallur...segðu frekar handónýt efnahagsstefna!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.9.2009 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband