Fréttanefslausir fréttamenn fjalla ekki um Evrópumál

Það fór vel á með Samfylkingarmanninum Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Framsóknarmanninum Olli Rehn stækkunarstjóra Evrópusambandsins á afar fróðlegum opnum fundi í hátíðarsal HÍ á miðvikudag.

Fyrirlestur Olli Rehn var afar fróðlegur og góður - og svör hann við spurningum enn betri og vandaðri. 

Ég hef hins vegar beðið eftir fréttum af raunverulegum fréttum af fundinum!

Blaðamenn voru annað hvort ekki að hlusta á Olli Rehn - eða þeir skilja ekki hvað er mikilvægt og hvað ekki.

Aðalmálið og fréttin í hugum blaðamanna virðist vera að Olli taldi rétt að birta spurningalistann sem hann kom með til íslenskra stjórnvalda - sem utanríkisráðherra hafði reyndar ákveðið að gera - enda birtist hann á vef utanríkisráðuneytisins samdægurs!

Hins vegar voru hinar raunverulegri fréttir miklu mikilvægari - þótt blaðamönnum hafi yfirsést þær.

Það er greinilegt að fleiri sakna alvöru fréttaflutnings af fundinum.

G Vald bloggar um þetta undir fyrirsögninni

Eru bara "dropout" í íslenskri blaðamannastétt ?

Þar dregur hann fram raunverulega fréttapunkta af fundinum:

Fyrir liggur nánast kláraður efnahagspakki af hálfu ESB til stuðnings Íslandi.  Þessi pakki er niðurstaða viðræðna íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjóra fjármála og gjaldeyrismála hjá ESB.  Niðurstaða þessara viðræðna er umtalsverðar “makro ökonómiskar tilfærslur” frá ESB til Íslands, sem hellst má bera saman við efnahagslegan stuðning ESB við Serbíu.

ESB hefur undir höndum skjöl sem sýna fram á að íslenskar eftirlitsstofnanir beinlínis hvöttu bankana til að fara á svig við reglugerð um innistæðutryggingar.  En það er sú reglugerð sem allt IceSave málið byggir á.   Fréttamenn hafa engan áhuga á þessu, hafa ekki hirt um að velta því fyrir sér hvaðan þessi skjöl eru komin eða hvernig þau bárust ESB.  Þetta eru allavega spurningar sem ég velti fyrir mér og hef mínar tilgátur um.

ESB bíður eftir niðurstöðu íslenskra rannsóknaraðila á hruninu en þegar skýrslur liggja fyrir mun sambandið setja af stað eigin rannsókn m.a til að vega og meta íslensku skýrslurnar og það hvort viðbrögð íslenskra stjórnvalda séu sannfærandi og í takt við alvarleika málsins.

 


mbl.is Uppstokkun í utanríkisþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef þessi gögn sem ESB segir skv. þessu búa yfir þarf að gera þau opinber. Hvers vegna hefur það ekki verið gert?

Þess utan vakna ýmsar spurningar. T.d. sú hvort bankarnir fóru á svig við reglugerðina? Hvernig þá? Var það vegna hvatningar frá íslenzkum eftirlitsaðilum?

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.9.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Áhugavert. Maður sér eftir að hafa ekki mætt á fundinn með honum. Mbk, G

(PS það eru ekki til Framsóknarmenn í Finnlandi. Þeir líkt og aðrar norrænu þjóðirnar byggja kjarnann í sínum innviðum á jafnaðarstefnunni).

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.9.2009 kl. 21:51

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Gunnlaugur.

Ojú!

Við Olli Rehn sátum saman í stjórn ungra norrænna Framsóknarmanna.

Hallur Magnússon, 11.9.2009 kl. 23:01

4 identicon

,,ESB hefur undir höndum skjöl sem sýna fram á að íslenskar eftirlitsstofnanir beinlínis hvöttu bankana til að fara á svig við reglugerð um innistæðutryggingar."

Hallur.

Þú veist það betur en margir aðrir, eftir hafa lifað og hrærst í framsóknarpólitík , hvers vegna pólitískir vinir eru settir inn í stofnanir.  Þessir pólitísku starfsmenn hafa enga þekkingu, en eru bara þarna til að taka við fyrirmælum !

Um blaðamannastéttina væri best að segja sem minnst , þar virðast vera eintómir aular !  Fjölmiðlafólk á Íslandi virðist vera í ,,hórmangi"   hjá eigendum fjömiðla !  Fjölmiðlafólk gerir ekkert nema það sem eigandin vill að það geri og skrifi !

ESB umræðan hér á landi hefur verið trúarbragðar umræða , en ekki vit í henni !

,,Ef þessi gögn sem ESB segir skv. þessu búa yfir þarf að gera þau opinber. Hvers vegna hefur það ekki verið gert?"

Hefur fjölmiðlafólk eitthvað sett sig inn í ESB málefni sérstaklega ?

Um hvað hefur fjölmiðlafólkið spurt ?

Jú, ætlar ESB að taka fiskinn af okkur !

Jú, ætlar ESB að leggja landbúnaðinn í rúst !

Hvernig væri að fjölmiðlafólk færi að segja okkur fréttir ????????

JR (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband