Rakkarnir krafsa yfir skítinn sinn!

Sem gamall áhugamađur um mismunandi lundarfar misgóđra smalahunda get ég ekki annađ en dáđst ađ dugnađi nokkurra rakka í fjölmiđlastétt sem á undanförnum dögum hafa veriđ ađ krafsa yfir skítinn sinn í von um ađ almenningur taki mark á ţeim en ekki siđanefnd Blađamannafélags Íslands.

Fyrst er ađ nefna rakka sem minnir mig á öflugan flökkuhund frá Rauđamel sem löngum dvaldi á Oddastöđum. Hundkvikindiđ fann lykt af lóđatíkum í margra kílómetra fjarlćgđ og var mćttur til uppáferđar vítt og breytt um sveitina. Dvaldi hins vegar ţess á milli á Rauđamel eđa Oddastöđum eftir ţví sem betur var viđ hann gert. Ţetta var ađ mörgu leiti sjálfstćđur hundur en fylgdi ţó húsbónda sínum á ögurstundu ţegar ţess var virkileg ţörf. Átti ţó til ađ svíkja húsbónda sinn tímabundiđ, en kom alltaf aftur flađrandi upp um hann. Góđur smalahundur og af góđu smalahundakyni held ég.  Smalahundakyniđ minnir mig ađ hafi komiđ úr eyjum - ţađ er Breiđafjarđareyjum.

Ţá er ţađ afar sérstök tík sem neri sér alltaf upp ađ fyrrnefndum rakka - hvort sem hún var á lóđaríi eđa ekki. Var reyndar óeđlilega oft á lóđaríi minnir mig og svona undirlćgja ef öflugir hundar voru nćrri. Gelti hins vegar ákaft ađ utanađkomandi hundum sem ekki áttu öflugan húsbónda.  Grönn tík og međ sérstakt grásprengt háralag. Kölluđ Fluga minnir mig. Tíkin var frekar rólyndisleg í framkomu en beit helvíti fast ef henni var sigađ. Mikill leikur í henni.

Í ţessum hundahópi var í fyrstu minningum mínum einnig skemmtilegur og státinn hvolpur - sem hélt hvolpnum í sér langt frameftir aldri. Dálítiđ bangsalegur og var snillingur í ađ gjamma í túnrollurnar sem yfirleitt hröktust undan. Mér ţótti alltaf vćnt um ţennan hvolp - jafnvel eftir ađ hann varđ fullorđinn hundur - ekki fjarri ţví ađ hann vćri músíkalskur helvítiđ á honum. Hann gjammađi reyndar međ forysturakkanum og grásprengdu tíkinni ţegar hastađ var á ţá - en mér fannst ekki alltaf sem hugur fyldi gelti.

Ađ lokum verđ ég ađ minnast á smáhvolp sem ratađi inn í ţennan rakkahóp undir ţađ síđasta sem ég fylgdist međ í sveitinni. Hann var afar státinn - kom reyndar ađ austan ţar sem hann hafđi getiđ sér góđan orđstí viđ ađ hćlbíta túnrollur. Nćr ţví hvítur međ spert eyru. Var selfluttur vestur á land ţar sem hann missti sig og réđst ađ glćsilegri hryssu sem lofađi ágćtu á komandi hestamóti. Sćrđi hana ţannig ađ hún komst ekki á mótiđ - en síđar kom í ljós ađ hundsbitiđ var ekki eins djúpt og menn héldu - en ţá var mótiđ bara búiđ.

Ţessi rakkahópur - ađ hvíta hvolpinum undanskilnum - hefur fariđ mikinn ađ undanförnu og gjammađ undan skömmunum sem ţeir fengu réttilega fyrir hćlbitiđ. Bera sig vel - en ćttu ađ hundskast međ skottiđ á milli lappanna.

Svo er nú ţađ.

Meira síđar um fleiri misjafna hunda sem tekiđ hafa undir góliđ og reynt ađ hjálpa framangreindum rökkum viđ ađ krafs yfir skítinn sinn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband