Svandís inn Steingrímur út

Ef VG ætlar að halda dampi fram yfir kosningar þá verður Svandís Svavarsdóttir að taka við sem formaður af Steingrími J. og leiða flokkinn í öðru Reykjavíkurkjördæminu á móti  Katrínu Jakobsdóttur í hinu.

Ef VG ætlar að halda dampi fram yfir kosningar þá verður Steingrímur J. og Ögmundur að þekkja sinn vitjunartíma. Einnig gamli kommúnistinn Álfrheiður Ingadóttir og þreytta leikkonan Kolbrún Harðar.

Ekki það að mér sé ekki sama ef þau halda áfram. Þá mun VG dæma sig úr leik í Íslandi framtíðarinnar.

Steingrímur J. tapaði nefnilega síðasta tækifærinu til að verða ráðherra í ríkisstjórn með heimskulegum ummælum um lán Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Kastljósi vikunnar. Næst síðasta tækifæri hans var nóttin eftir síðsutu kosningar.

En við Framsóknarmenn eru þó samt reiðubúnir til að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG falli - ef flokkarnir eru reiðubúnir að strax verði ráðist í aðgerðir til að koma til móts við skuldsett heimili í landinu og bæta rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs.

Í því felist meðal annars að mörkuð verði stefna í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar.

Jafnframt verði komið á stjórnlagaþingi sem semji nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.


mbl.is Landsfundur VG í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Mikið er gott þú ert ekki spámannlega vaxinn!

Ragnar Eiríksson, 23.1.2009 kl. 20:21

2 identicon

Já,þetta hef ég sagt fyrir löngu síðan að fá Svandísi í landsmálin,hún er góður kandidat og það er alveg rétt hjá þér að þau eiga eftir að verða VG dýr ummælin Steingríms um AGS lánið,þetta á eftir að minnka fylgið umtalsvert.

Ég held að öfgarnir í þeim eldri herramönnunum eigi ekki lengur upp á pallborðið.

Kristján Blöndal (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:22

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Virkilega hugulsöm ábending frá þér. Manni hlýnar um hjartarætur. Ekki slæmt frá manni í flokki sem búin er að gera upp sótsvarta fortíð sína, og telur sig nú vera hvítþveginn. Ný gildi og det hele.

hilmar jónsson, 23.1.2009 kl. 20:24

4 identicon

"Þá segir Steingrímur, að hann vilji semja upp á nýtt við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um þá skilmála, sem settir voru fyrir fjárhagsaðstoð sjóðsins við Ísland."

Og einnig.

"Íslenska þjóðin hefur þegar reynt á eigin skinni hvað sumir þessir skilmálar þýða og ég held að við myndum njóta stuðnings marga í tilraunum við að taka upp samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að nýju og að minnsta kosti laga þessa áætlun betur að íslenskum þörfum og kringumstæðum,"

Hvað er svona svakalegt við þetta? 

101 (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:24

5 identicon

Ég er sammála þér núna. Það gerist ekki oft. Þú gleymdir Jóni Bjarnasyni leiðinlegasta manni forever.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:33

6 identicon

Hallur, ein spurning...

Nú hefur nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins talað ákveðið fyrir því að Íslendingar leiti réttar síns í Icesave-deilunni. Það að við afsöluðum okkur réttinum til þess var þó lykilatriði í samningunum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og kunnugt er.

Það þýðir með öðrum orðum að ef eitthvað er að marka þessar hugmyndir Sigmundar, verðum við að koma okkur undan AGS-samkomulaginu.

Getur þú útskýrt fyrir lesendum síðunnar í hverju þessi afstaða Sigmundar er frábrugðin afstöðu formanns VG. Það að láta samkomulagið við AGS ganga til baka hlýtur að vera forsenda þess að Íslendingar nái viðunandi niðurstöðu í Icesave-mál, ekki satt?

Þetta skilur meira að segja Vef-Þjóðviljinn í dag...

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:44

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Stefán.

Getur þú sýnt mér ákvæðið í samkomulaginu við IMF um að lánið sé skilyrt við að Íslendingar leiti EKKI réttar síns gagnvart Bretum og Hollendingum í IceSave deilunni?

Hallur Magnússon, 23.1.2009 kl. 20:49

9 identicon

Þó ég hafi oft gagnrýnt Steingrím þá styð ég hann í að endurskoða málefni AGS. Það eru engar öfgar þar á ferð heldur einfaldlega vantraust á Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og sjóðinn sjálfan (allt af fenginni reynslu). Annars er þetta skondin færsla í ljósi skoðanakönnunar dagsins þar Steingrímur kemur út á toppnum.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 21:04

10 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er ekki undarlegt að framsóknarmenn vilji Steingrím J. og Ögmund út því að þeir eru nú einusinni langöflugustu stjórnmálamenn þjóðarinnar, það hafa eymingjans framsóknarmennirnir fengið að reyna á eigin skinni.

Jóhannes Ragnarsson, 23.1.2009 kl. 21:55

11 identicon

Uhh... kom það ekki nægilega skýrt fram í öllum fréttaflutningnum af samkomulaginu við AGS að það væri búið að beygja okkur í Icesave-málinu?

Þetta var nú eiginlega lykilatriði í fréttunum af því - Geir og Ingibjörg að útskýra að við þyrftum að beygja okkur úr því að ESB-þjóðirnar hefðu staðið saman í málinu...

Ég minnist þess ekki að hafa áður séð því haldið fram að málshöfðun vegna Icesave geti rúmast innan AGS-samkomulagsins.

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 21:59

12 Smámynd: Hallur Magnússon

Jóhannes!

Mér hefur í gegnum tíðina verið hlýtt til þeirra félaga Steingríms og Ögmundar. Drukkið oftar en einu sinni Öster - goróttan drykk úr austrinu með Steingrími - og setið undir fyrirlestrum Ögmundar í sagnfræði - reundar fyrir ´tæpum 30 árum síðan!

Málið snýst ekki um það - né hvað ég vil - heldur einfaldlega raunhæft stöðumat.

Stefán.

Ég bað þig ekki um eitthvað sem þ´´u minnist - heldur staðreynd.  Áttu skýrt svar?

Hallur Magnússon, 23.1.2009 kl. 23:05

13 identicon

Ég gekk úr flokknum VG í seinustu viku af því að það er of mikið af spillingu í flokknum frá Svavari pabba Svandísar.

Þetta er ekki ekta Vinstri flokkur.

Ásdís Helga (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:05

14 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Svandís er ágæt en Skallagrímur og Ögmundur frændi taka flestum nútíma framsóknarmanni langtum fram að mínu áliti.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.1.2009 kl. 02:45

15 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Yo.

Bjarni G. P. Hjarðar, 24.1.2009 kl. 02:56

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

VG er ríkisflokkur.Hann er hvorki flokkur verkalýðs, alþýðu né almennings.En í örvæntingu grípur almenningur hálmstráið af því að VG hefur verið utan stjórnar.Það er næsta öruggt að frjálst atvinnulíf færi endanlega um koll ef VG yrði í einhverri ríkisstjórn.Það yrði ausið úr ríkiskassanum í vonlausan ríkisrekstur og þjóðin yrði sett endanlega á hausinn.En sem betur fer er þó allstaðar eitthvert ljós.Steigrímur hefur rétt fyrir sér hvað varðar ESB.  XB ekki ESB.

Sigurgeir Jónsson, 24.1.2009 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband