Samningsmarkmið aðildarviðræðna við ESB í stjórnarsáttmála?
3.5.2009 | 11:39
Fréttir herma að VG hyggist gefa eftir í Evrópumálunum og samþykkja að farið verði í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það er jákvætt. En það verða að vera skýr samningsmarkmið í slíkum aðildarviðræðum - samningsmarkmið sem best væri að kæmu fram í stjórnarsáttmála.
Eftirfarandi atriði ættu að liggja til grundvallar aðildarviðræðunum:
- Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti
aðildarsamnings. - Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
- Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
- Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
- Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
- Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
- Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
- Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
- Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lýðræðislegt stjórnlagaþing á dagskrá?
2.5.2009 | 19:13
Það verður spennandi að sjá hvort VG og Samfylking setji lýðræðislegt stjórnlagaþing á dagskrá í nýjum stjórnarsáttmála eða hvort leiðtogar flokkana láti forræðishyggju sína og embættismannakerfisins verða ofan á.
Það hlýtur að verða persónulegur ósigur Jóhönnu sem gegnum tíðina hefur ítrekað lagt til stjórnlagaþing ef hún lætur andstæðinga lýðræðislegs stjórnlagaþing innan Samfylkingarinnar verða ofaná. Þá er hætta á að forræðishyggjuhluti VG verði tregur í taumi.
![]() |
Stjórnarsáttmáli í smíðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ásta Ragnheiður með skynsamlegt útspil í íbúðalánamálum
1.5.2009 | 23:54
Ásta Ragnheiður félagsmálaráðherra hefur tekið afar skynsamlegt skref í húsnæðismálum með því að rýmka heimildir Íbúðalánasjóðs til útlána vegna endurbóta húsnæðis, breytinga sem stuðla að orkusparnaði og nýja heimildir til útlána vegna lóðaframkvæmda.
Þessar rýmkanir kunna að veita einhverjum tugum iðnaðarmanna atvinnu sem ekki hefði annars fengist.
Hins vegar hefði Ásta Ragnheiður mátt ganga lengra en þetta og veit sjóðnum heimild til að lána endurbótalán sem yrðu algerlega afborgunarlaus fyrstu 3 árin eins og lesa má í pistli mínum Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár
Frétt félagsmálaráðuneytisins vegna rýmkin reglna er að finna hér.
Sighvatur Björgvinsson sem titlar sig sem fyrrverandi viðskiptaráðherra og ráðherra neytendamála afhjúpar vanþekkingu sína á skipan neytendamála á Íslandi í pistli sem hann ritar í visir.is.
Það er vert að minna á að Sighvatur þessi er sá sami og var leystur út af Alþingi með því ráða hann í stöðu framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofunar.
Einnig sami Sighvatur sem gekk af göflunum þegar utanríkisráðherra Framsóknarflokksins kynnti endurbætur á fyrirkomulagi þróunarsamvinnu Íslendinga - en þagði þunnu hljóði þegar utanríkisráðherra Samfylkingar framkvæmdi boðaðar hugmyndir Framsóknarráðherrans.
En aftur að vanþekkingu Sighvatar - fyrrum ráðherra neytendamála - á skipan neytendamála á Íslandi.
Sighvatur ræðst að skynsamlegum tillögum Talsmanns neytenda og blandar í sífellu Neytendastofur og embætti Talsmanns neytenda saman. Áttar sig ekki á því að embætti Talsmanns neytenda er sjálfstætt embætti sem tilheyrir alls ekki Neytendastofu.
Athugasemdir Sighvatar við tillögur Talsmanns neytenda eru byggðar á sambærilegum misskilningi.
Sighvatur getur kynnt sér hlutverk og stöðu embættis Talsmanns neytenda hér.
Vonandi kynnir Sighvatur sér betur staðreyndir áður en hann ræðst inn á ritvöllinn næst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
"Ríkisstjórnin hefur gleymt loforði sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslu. Henni finnst bezt, að fólk viti sem minnst." Þetta segir Jónas Kristjánsson í pistli sínum á www.jonas.is í dag.
Enn einu sinni hittir Jónas naglann á höfuðið.
Reyndar er VG í algjörri sjálfheldu. Langar ekkert í stjórn með Samfylkingunni - en neyðist til þess vegna yfirlýsinga sinna vikum fyrir kosninga. Reyndar ljóst síðustu dagana fyrir kosningar að VG sá eftir fyrri yfirlýsingum - en skaðinn var skeður.
Það að flokkarnir gefa sér að minnsta kosti viku tilviðbótar til að klára stjórnarmyndunarviðræður lofar ekki góðu.
Hvernig ætla flokkarnir að bregðast við í ríksstjórn þegar kom upp mál sem afgreiða þarf strax? Á þá að fara leið Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í síðustu ríkisstjórn - gera ekki neitt?
Það bendir allt til þess. Þannig "brugðust" flokkarnir nefnilega við efnahagsvandanum þá 80 daga sem þeir höfðu til að grípa til raunhæfra aðgerða. Gerðu nánast ekki neitt í efnahagsmálunum en einbeittu sér að málum sem hefðu átt að bíða þar til nú - eins og banni við vændi.
![]() |
Hlé á viðræðum í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Álfrún Elsa og Heiðar Lind fallegust í framboði - bæði í Framsókn!
30.4.2009 | 19:20
Frambjóðendur Framsóknar þau Álfrún Elsa Hallsdóttir og Heiðar Lind voru valinn fallegustu frambjóðendurnir 2009 í gamansamri netkönnun sem var í gangi í aðdraganda kosninganna!
Ég er náttúrlega stoltur af stelpunni minni - ekki endilega af útlitinu sem væntanlega færði henni sigurinn - heldur góðu innrætinu og því hvernig hún stóð sig í kosningabaráttunni!
Katrín Jakobsdóttir náfrænka Álfrúnar var í öðru sæti - sem kom mér ekki á óvart!
Heiðar Lind stóð sig einni með prýði í kosningabaráttunni - sívinnandi!
Þótt ég hafi haft lúmskt gaman af netkönnuninni - þá get ég upplýst að það voru ekki allir frambjóðendur okkar í Framsókn hrifnir! Skil þá afstöðu svo sem vel.
Það er þörf fyrir aðra flokka en Samfylkingu og VG
30.4.2009 | 16:50
Það er full þörf fyrir aðra flokka en Samfylkingu og VG við stjórnvölinn.
Ekki vegna þess að Samfylking og VG hafi ekki nógu öflugan meirihluta. Ekki vegna þess að Samfylking og VG muni ekki getað náð saman. Heldur vegna þess að reynsla undanfarinna vikna sýnir að Samfylking og VG ráða ekki við verkefnið að stjórna landinu.
Varkárni VG í stjórnarmyndunarviðræðunum er reyndar mjög skiljanleg í því ljósi.
En ef Jóhanna telur VG og Samfylkingu geta klárað málið ein og óstudd- afhverju í ósköpunum er hún þá ekki búin að mynda ríkisstjórn. Ætli ráðherrastólarnir séu eitthvað að flækjast fyrir metnaðarfullum stjórnarþingmönnum?
Það er reyndar ekki fýsilegt fyrir aðra flokka að ganga inn í úrræðalitla samstjórn Samfylkingar og VG - þótt það væri fýsilegt fyrir þjóðina.
En hvað sem því líður - þá vona ég að þessir fyrrum verkalýðsflokkar nái að mynda ríkisstjórnina á baráttudegi verkamanna - 1. maí.
![]() |
Engin þörf fyrir aðra flokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
NAFTA í stað ESB langsóttur kostur
30.4.2009 | 09:07
Aðalfréttaskýrandi alþjóðamála hjá breska dagblaðinu The Times stingur upp á að Íslendingar sæki um aðild að NAFTA - Fríverslunarbandalagi Norður-Ameríku sem valkost við aðildarumsókn að ESB.
Þetta lagði ég til árið 1995 þegar ég tók þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins. Þá taldi ég einmitt rétt að nýta stöðu Íslands í miðju Atlantshafi og aðild Íslands að EES - Evrópska efnahagssvæðinu - til að byggja brú milli þessara tveggja stóru efnahagssvæða - þar sem Ísland væri brúarstólpi með miklu möguleikum á atvinnuuppbyggingu og uppbyggingu fjármálafyrirtækja.
Einnig var ljóst að með samningi við NAFTA styrktist staða Íslendinga í sölu og markaðssetningu á vörum og þjónustu við sjávarútveg í Norður-Ameríku.
Þótt hugmynd mín hafi vakið nokkar athygli á sínum tíma - þá varð ekkert úr því að ég gæti fylgt henni eftir af krafti - kynjakvótar í prófkjöri hjálpuðu ekki til í því.
En þótt þetta hafi verið hugmynd mín árið 1995 - og það nokkuð góð hugmynd - þá hefur síðan komið í ljós að Bandaríkjamenn hafa engan áhuga haft á því að ganga til samninga við Íslendinga um aðild Íslands að NAFTA. Til þess hefur efnahagslegur ávinningur þeirra verið of lítill - og pólitísk staða Íslands undnafarinn áratug ekki verið þannig að það hafi hreyft við Bandaríkjamönnum.
Á sama tíma hafa Evrópumálin þróast þannig að aðild að Evrópusambandinu er miklu vænlegri kostur fyrir Íslendinga. Því er rétt að ganga til viðræðna við ESB - á grunni skilyrða Framsóknarflokksins sem tryggja stöðu Íslands- skilyrða sem ekki ætti að brjóta á í viðræðunum - hvað sem andstæðingar Framsóknar halda fram. Erindi vegna slíkra viðræðna ætti að senda strax eftir helgi.
Hvort markmið Framsóknarflokksins nást fram í aðildarviðræðum verður að koma í ljós. Ef þau nást ekki þá er huganlega kominn tími til að kanna möguleika að aðilda að NAFTA - en slík aðild getur því miður ekki komið í stað aðildar að Evrópusambandinu.
PS.
Af því að ég minntist á prófkjör 1995 - þá er rétt að það komi fram að annað baráttumál mitt þá var að gera Ísland að einu kjördæmi - samhliða því að stækka veruleg sveitarfélögin og fela sveitarfélögunum fleiri verkefni og stærri hlut af skatttekjum. Þetta baráttumál mitt þá er ennþá baráttumál mitt.
![]() |
Ísland þurfi að spila vel úr veikri stöðu gegn ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Athyglisverð tillaga Talsmanns neytenda um neyðarlög um íbúðalán
29.4.2009 | 14:07
Talsmaður neytenda leggur fram mjög athyglisverða tillögu um neyðarlög á íbúðarlán. Ekki er síður áhugaverð tillaga um "gerðardóm" um niðurfærslu skulda.
Ríkisstjórnin ætti að geta nýtt sér þetta framlag Talsmanns neytenda í aðgerðum næstu vikna - því þar sem tillagan kemur fram nú strax í kjölfar kosninga - þá hefur engin talað hana út af borðinu í kosningahitanum fyrir kosningar.
Gæti leyst erfið mál!
![]() |
Vill neyðarlög um íbúðalán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sigmundur Davíð hafði rétt fyrir sér - því miður!
29.4.2009 | 07:52
núverandi staða Íslands er verri en nokkur kreppa sem einstök þjóð hefur þolað síðan í kreppunni miklu"
Þetta er niðurstaða ráðgjafafyrirtækisins Oliver Wyman sem ríkisstjórnin gerði allt til þess að fela fyrir kosningar.
Sigmundur Davíð hafði því rétt fyrir sér - því miður.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. reyndu að fegra stöðuna og véfengdu Sigmund. Þau ættu að biðja hann afsökunar.
Þau munu ekki gera það.
![]() |
Um 40 prósent lána slæm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)