Það er þörf fyrir aðra flokka en Samfylkingu og VG

Það er full þörf fyrir aðra flokka en Samfylkingu og VG við stjórnvölinn.

Ekki vegna þess að Samfylking og VG hafi ekki nógu öflugan meirihluta. Ekki vegna þess að Samfylking og VG muni ekki getað náð saman. Heldur vegna þess að reynsla undanfarinna vikna sýnir að Samfylking og VG ráða ekki við verkefnið að stjórna landinu.

Varkárni VG í stjórnarmyndunarviðræðunum er reyndar mjög skiljanleg í því ljósi.

En ef Jóhanna telur VG og Samfylkingu geta klárað málið ein og óstudd- afhverju í ósköpunum er hún þá ekki búin að mynda ríkisstjórn. Ætli ráðherrastólarnir séu eitthvað að flækjast fyrir metnaðarfullum stjórnarþingmönnum?

Það er reyndar ekki fýsilegt fyrir aðra flokka að ganga inn í úrræðalitla samstjórn Samfylkingar og VG - þótt það væri fýsilegt fyrir þjóðina.

En hvað sem því líður - þá vona ég að þessir fyrrum verkalýðsflokkar nái að mynda ríkisstjórnina á baráttudegi verkamanna - 1. maí. 

 


mbl.is Engin þörf fyrir aðra flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar H. Björnsson

Hallur, ertu búinn að gleyma því að Framsókn var samfleytt í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum í 12 ár?  Einkavæðingarstjórnin hefur hún verið kölluð, en ekki var nú einkavæðingin sú öll vel heppnuð!  Það stjórnarsamstarf rústaði Framsóknarflokknum.  Sýndu nú sanngirni í garð VG og Samfylkingar, en stjórnarmyndunarviðræður hafa aðeins staðið í 4 daga.

Annars finnst mér að augljós batamerki séu hjá Framsóknarflokknum eftir endurnýjun í forystusveit flokksins og fylgisaukningu í samræmi við það, en flokkurinn hefur gott af því að vera í stjórnarandstöðu í eitt kjörtímabil og sanna sig fyrir kjósendum eftir niðurlægingu undanfarinna ára.

Einar H. Björnsson, 30.4.2009 kl. 20:52

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Einar!

Nei ég er ekki búinn að gleyma því.

En finnst þér ekkert skrítið að flokkar sem hafa starfað í ríkisstjórn undanfarið og gengu nánast bundnir til kosninga - að þeir séu ekki lengra komnir en þetta - og segjast þurfa 7 - 10 daga í viðbót?

Hver var ástæðan fyrir að forseti Íslands setti þeim engin tímamörk?

Hallur Magnússon, 30.4.2009 kl. 21:27

3 Smámynd: Hallur Magnússon

... og hvað varðar Framsókn í stjórnarandstöðu - þá get ég ekki verið meira sammála. Það yrði afar gott fyrir flokkinn - en slæmt fyrir þjóðina.

Hallur Magnússon, 30.4.2009 kl. 21:28

4 identicon

Það er rétt hjá Jóhönnu, að það er ekki þörf fyrir framsókn og hefur raunar aldrei verið. Satt best að segja væri þessari örþjóð, - ef hægt er að kalla þennan hóp af úrkynjuðum villimönnum þjóð -  fyrir bestu, að framsókn kæmi aldrei, aldrei, aldrei aftur að stjórn þjóðmála, hér né annarsstaðar.

Robot (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:02

5 Smámynd: Einar H. Björnsson

Mér sýndist nú forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa annað að gera þann stutta tíma sem þeir höfðu til þingloka en að vinna að málefnasamningi fyrir áframhaldandi samstarf.  Við vitum að ESB málið er erfitt og einsýnt að báðir flokkarnir verða að gefa eftir í því - það eru víðsjárverðir tímar og eðlilegt að stjórnamyndunarviðræður taki lengri tíma en ella.

Það er sitjandi ríkisstjórn í landinu og ekki ástæða til að forseti Íslands setji tímamörk.  Það er nokkuð augljóst hvað þjóðin vill - úrslit kosninganna sýna það.  Er Framsókn að bíða eftir því að þeir fái stjórnarmyndunarumboðið?

Einar H. Björnsson, 30.4.2009 kl. 22:14

6 identicon

Við höfum ekkert með flokk að gera sem var 12 ár í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og er enn með spillta innviði, það var ekki nóg að losna við Halldór, Guðna og skaðræðið í íslenskri pólitík hana Valgerði, það hefði þurft að losna við allan flokkinn. Helmingurinn hefði getað gengið í Samfylkinguna og hinn spillti helmingurinn hefði getað farið í Sjálfstæðisflokkinn, þar sem hann á heima. Þannig hefðum við kjósendur skýrari valkosti í íslenskri pólitík, framsókn er ekkert annað en hagsmunabandalag fólks sem langar í stóla, hugmyndafræðin er engin, þið eigið heima annað hvort í sjálfstæðinu eða hjá Samfylkingunni.

Valsól (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband