Lýðræðislegt stjórnlagaþing á dagskrá?

Það verður spennandi að sjá hvort VG og Samfylking setji lýðræðislegt stjórnlagaþing á dagskrá í nýjum stjórnarsáttmála eða hvort leiðtogar flokkana láti forræðishyggju sína og embættismannakerfisins verða ofan á.

Það hlýtur að verða persónulegur ósigur Jóhönnu sem gegnum tíðina hefur ítrekað lagt til stjórnlagaþing ef hún lætur andstæðinga lýðræðislegs stjórnlagaþing innan Samfylkingarinnar verða ofaná. Þá er hætta á að forræðishyggjuhluti VG verði tregur í taumi.

 


mbl.is Stjórnarsáttmáli í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lýðræðislegt? Meinarðu handahófsvalið eins og anarkísk Borgarahreyfing vill?

Eða stjórnlagaþing sjónvarps- og íþróttastjarna fremur en lögfróðra? Eða nýútskrifaðra "Evrópufræðinga" fremur en manna sem þekkja vel réttarsögu okkar og sjálfstæðisbaráttu? Eða skoðanafanta (opinionated men) úr hópi uppgjafa-pólitíkusa eins og JBH?

Og til hvers vildirðu sjálfur láta velja þig á þing? Til að afsala þér öllu valdi og forræði sem lögþingsmaður til almennings í þjóðaratkvæðagreiðslum?

Hvaða bull er þetta annars um forræðishyggju hér á síðunni?

Hér er spurt í fullri einlægni. Gakktu góðar lífsins götur, og reynztu þjóð þinni þarfur jafnan fremur en óþarfur.

Jón Valur Jensson, 2.5.2009 kl. 20:41

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Jón Valur.

Þú veizt nákvæmlega hvað ég er að tala um - og reyndar fyrir neðan þína virðingu að snúa út úr því!

Lýðræðislegt stjórnlagaþing sem kosið er beint af þjóðinni og hefur það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá og tillögu að framtíðarstjórnskipan sem lögð verði fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar.

Þú lætur eins og stjórnarskráin sem okkur var afhent af dönskum kóngi fyrir 135 árum sé heilög - næstum sem sá annars ágæti kóngur hefði þegið vald sitt frá Guði og það sem hann færði okkur aumum þegnum hans sé óbreytanlegt - og að þjóðinni sé alls ekki treystandi til að skapa sér eigin stjórnarskrá.

Ekki gleyma því að Kaupmannahafnarvaldið sem átti að flytja til íslensku þjóðarinnar strandaði í reykvíska embættismannakerfinu 1904, er þar enn og hefur því aldrei komist til þjóðarinnar!

Fyrirgefðu að ég vilji breyta því á lýðræðislegan hátt!

Hvað varðar athugasemd þína um "stjórnlagaþing sjónvarps- og íþróttastjarna fremur en lögfróðra" - þá sýnist mér stór lögþingsins einmitt vera þannig skipað - og hinir lögfróðu sem þar sitja hafi misst sig í forminu en gleymt innihaldinu!

Svo finnst ekkert "bull" um forræðishyggjuna - það virðist allt of algengt - sérstaklega hjá sumum flokkum - að menn telja sig ekki vera kjörnir á þing til að vinna fyrir fólkið - heldur hafa vit fyrir fólkinu. Það er forræðishyggja.

Hallur Magnússon, 3.5.2009 kl. 00:53

3 identicon

Menntun er máttur en menntun sem ánetjast ríkisspenanum er ekkert. Burt með stjórnlagaþing og notum menntun til nýsköpunar það er mátturinn svo Íslenska þjóðin geti risið upp að nýju.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 01:46

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sæll, Hallur.

Stjórnarskráin er ekki sú sama sem Kristján 9. færði okkur fyrir 134 árum.

Bara lýðveldisstjórnarskránni einni saman hefur verið breytt í meirihluta greina sinna (45 greinum) á 40 ára tímabili, 1959–1999, og að mörgu leyti mjög verulega. Menn skófla ekki út arfi hennar án þess að dæmast samstundis sem virðingarlausir kjánar.

Og hvað ætlarðu svo að eyða mörgum hundruðum milljóna í þessa byltingarkenndu "nýju stjórnarskrá og tillögu að framtíðarstjórnskipan"?

PS. Þú gleymdir að svara því, hvaða forræði þú viljir hafa yfir löggjöf! Varla ferðu á þing til að hafa ekkert slíkt forræði?!

Jón Valur Jensson, 3.5.2009 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband