Ásta Ragnheiður með skynsamlegt útspil í íbúðalánamálum

Ásta Ragnheiður félagsmálaráðherra hefur tekið afar skynsamlegt skref í húsnæðismálum með því að rýmka heimildir Íbúðalánasjóðs til útlána vegna endurbóta húsnæðis, breytinga sem stuðla að orkusparnaði og nýja heimildir til útlána vegna lóðaframkvæmda.

Þessar rýmkanir kunna að veita einhverjum tugum iðnaðarmanna atvinnu sem ekki hefði annars fengist.

Hins vegar hefði Ásta Ragnheiður mátt ganga lengra en þetta og veit sjóðnum heimild til að lána endurbótalán sem yrðu algerlega afborgunarlaus fyrstu 3 árin eins og lesa má í pistli mínum Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár

Frétt félagsmálaráðuneytisins vegna rýmkin reglna er að finna hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég spyr þig Hallur með þína þekkingu á húsnæðislánakerfinu. Er einhver raunhæfur möguleiki á því að koma hlutunum þannig fyrir að hjá stórum húsfélögum geti húsfélagið tekið slík lán til framkvæmda?

Þetta gæti breytt miklu. Í stórum húsfélögum er væntanlega í öllum tilfellum ein eða fleiri íbúðir með það hátt veðhlutfall að það er ekki hægt að taka húsnæðislán út á þá íbúð til að standa undir kostnaði við viðhaldsframkvæmdir eða lóðaframkvæmdir. Þess vegna eru þau flest strand hvað það varðar nema menn séu tilbúnir til að koma einum eða fleirum af nágrönnum sínum í fjárhagsvandræði.

Væri hins vegar hægt að koma fram með einhvern lánaflokk þó ekki væri nema til 10 ára, sem húsfélagið gæti tekið sjálft og notað til framkvæmda og jafnvel síðar dreift á allar íbúðir þegar ástandið hefur lagast þá væri betra svigrúm til framkvæmda. Í þeim tilfellum gætum við verið að tala um tug- eða hundruð milljóna kr. framkvæmdir í þeim starfsgreinum, sem búa nú við mesta atvinnuleysið.

Sigurður M Grétarsson, 4.5.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband