Sighvatur Björgvinsson afhjúpar vanþekkingu sína á skipan neytendamála

Sighvatur Björgvinsson sem titlar sig sem fyrrverandi viðskiptaráðherra og ráðherra neytendamála afhjúpar vanþekkingu sína á skipan neytendamála á Íslandi í pistli sem hann ritar í visir.is.

Það er vert að minna á að Sighvatur þessi er sá sami og var leystur út af Alþingi með því ráða hann í stöðu framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofunar.

Einnig sami Sighvatur sem gekk af göflunum þegar utanríkisráðherra Framsóknarflokksins kynnti endurbætur á fyrirkomulagi þróunarsamvinnu Íslendinga - en þagði þunnu hljóði þegar utanríkisráðherra Samfylkingar framkvæmdi boðaðar hugmyndir Framsóknarráðherrans.

En aftur að vanþekkingu Sighvatar - fyrrum ráðherra neytendamála - á skipan neytendamála á Íslandi.

Sighvatur ræðst að skynsamlegum tillögum Talsmanns neytenda og blandar í sífellu Neytendastofur og embætti Talsmanns neytenda saman. Áttar sig ekki á því að embætti Talsmanns neytenda er sjálfstætt embætti sem tilheyrir alls ekki Neytendastofu.

Athugasemdir Sighvatar við tillögur Talsmanns neytenda eru byggðar á sambærilegum misskilningi.

Sighvatur getur kynnt sér hlutverk og stöðu embættis Talsmanns neytenda hér.

Vonandi kynnir Sighvatur sér betur staðreyndir áður en hann ræðst inn á ritvöllinn næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sighvatur er greinilega stjórnmálamaður gamla Íslands. Þegar allt er slæmt sem kemur ekki frá hans flokki. Það eru svona viðhorf væri gott að breyta.

Margir eru enn að bíða eftir skjaldborginni um heimilin - skrítið af hverju vinstri stjórnin virðist ætla að bregðast við með gamaldags sértækum lausnum. Hengja sem flesta á lánaklifjar dauðans og gera að þrælum og aumingjum. Sighvatur talar nafninlega ekkert um efni málsins.

Þrándur (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 17:47

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þegar Sighvatur var heilbrigðisráðherra handleggsbrotnaði hann í miðjum niðurskurði. Þá var ort:

Á Sighvati margan sé ég feil,
en síst mun ég í því botna
að niðurskurðar hendin er heil
en hin er alltaf að brotna.

Seinna var ort:

Segi ég við Sighvat minn.
Svo að bætist skaðinn.
Hættu að brjóta handlegginn
en hálsbrjóttu þig í staðinn.

Þetta var að sjálfsögðu ort í gamni.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.5.2009 kl. 18:27

3 Smámynd: Einar Jón

Svo að það er allt sem hann segir er vitleysa af því að hann er ekki með skipurit Neytendastofu á hreinu? Hvaða máli skiptir það?

Ég gúglaði greinina, og þar segir "Ófrávíkjanleg meginregla eignarnáms er, að fullar bætur skuli ávallt koma fyrir. Ríkið yrði sem sé að greiða kröfueigendum fullar bætur fyrir eignaupptökuna."

Ef þetta er rétt hjá honum er skýrt að þessi tillaga er arfavitlaus, hvort sem hún kemur frá talsmanni neytenda eða neytendastofu, og óháð persónu Sighvats.

Ef þetta er ekki rétt hjá honum væri gaman að vita af hverju.

Einar Jón, 2.5.2009 kl. 14:41

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Opinberar Sighvatur ekki vanþekkingu sína á fleiru? Hann gengur í pistli sínum út frá því að fullar eignarnámsbætur fyrir skuldabréfasöfn í dag séu  samanlagðar peningarupphæðirnar sem eru á skuldabréfunum. Hann er að tala um skuldabréf í kerfi þar sem söluverð svona bréfasafna er cirka 10% og söluverðið á íslenskum húsnæðisskuldabréfum væri miklu minna og þegar er búið að afskrifa þessi söfn um 50% í  yfirlitum banka.

hvað eru fullar eignarnámsbætur í svoleiðis aðstæðum? 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 4.5.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband