... enda Samfylkingin búin að týna áttavitanum!
27.4.2009 | 20:04
Ég er ekkert viss um að það sé langt í land, segir Jóhanna Sigurðardóttir. Greinilegt að hún hefur ekki hugmynd um hvar hún er og hvert hún ætlar. Enda búin að týna áttavitanum. Virðist ekki lengur vita har Evrópa er.
Enda gömul sannindi og ný að á sjó eru allar stefnur rangar ef þú veist ekki hvar þú ert.
Það sjá allir sem vilja sjá að svokallaðar efnahagstillögur Samfylkingar eru ekki að ganga upp. Líka Steingrímur J. Skil því af hverju hann vill reyna að losna úr skipsrúminu. Langar í traustara fley - þar sem stefnan er raunhæf - og menn vita hvar þeir eru!
En spái því að Jóhanna langi svo til Evrópu - þótt hún viti ekki hvar hún er - að hún gefi 1. stýrimanni - Steingrími J. eftir stjórnvölinn. Svo fremi sem hann lofi að sigla til Evrópu. Sem hann mun gera fyrir kaskteiti skipstjórans!
![]() |
Ekki víst að langt sé í land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórn á grunni efnahagstillagna Framsóknar?
27.4.2009 | 08:49
Ef Samfylkingin nær ekki að snúa VG í aðildarviðræður að Evrópusambandinu þá er ekkert fyrir Samfylkinguna annað en að leita eftir Evrópustjórn með Framsóknarflokki og Borgarahreyfingu. Því miður vantaði Framsókn 32 atkvæði til að ná 10 manni inn á þing - sem hefði gefið slíkri ríkisstjórn þann styrk sem nauðsynlegur er til að ganga til aðildarviðræðna.
En ef ekki er unnt að mynda ríkisstjórn sem hefur strax aðildarviðræður að Evróðusambandinu - þá er nauðsynlegt að mynda ríkisstjórn á grunni efnahagstillagna Framsóknarflokksins - enda deginum ljósara að þær tillögur eru þær einu raunhæfu til að koma okkur út úr krísunni.
Samfylkingin ein flokka hefur hafnað þeirri raunhæfu leið - en setur þess í stað fram óskilgreinda "velferðarbrú" sem allteins getur orðið bryggjusporður sem endar út í efnahagslegu hyldýpi.
Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur hafa ekki hafnað raunhæfum efnahagstillögum Framsóknar.
Því gæti ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar orðið besti kosturinn fyrir þjóðina - ef ekki næst að landa aðildarviðræðum að ESB. Slík ríkisstjórn er að minnsta kosti miklu betri kostur en ríkisstjórn Samfylkingar og VG - verði aðildarumsókn ekki á dagskrár slíkrar vinstristjórnar - því slík stjórn gæti tekið á efnahagsmálunum af viti.
![]() |
Óbrúuð gjá í ESB-máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Aðildarviðræður að Evrópusambandinu strax
26.4.2009 | 16:02
Aðildarviðræður að Evrópusambandinu geta hafist strax ef Samfylgingin vill. Ef VG leggst gegn slíkum viðræðum þá hefur Samfylkingin þann kost að mynda ríkisstjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni. Þótt meirihlutinn sé lítill trúi ég ekki öðru en einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu tryggja að ríkisstjórnin gæti gengið til slíkra viðræðna nú þegar.
Aðildarviðræður að Evrópusambandinu ætti að vera lokið næsta vor þegar kosið verður til sveitarstjórna. Þá er unnt að leggja samninginn í dóm þjóðarinnar.
Boltinn er hjá Samfylkingunni og nú mun koma í ljós hvort Evrópustefna Samfylkingarinnar sé bara upp á punt fyrir kosningar eða hvort Samfylkingin meinar eitthvað með henni.
![]() |
Þingað um nýja stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ný Framsókn í framsókn!
25.4.2009 | 12:36
Ný Framsókn hefur verið í framsókn á undanförnum dögum. Nú er bara að sjá hversu langt flokkurinn næsr í kosningunum - en það er að verða deginum ljósara að rödd nýrrar Framsóknar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins verður að hljóma á Alþingi.
Það er greinileg að andstæðingar Framsóknar eru farnir að ókyrrast og grípa til örþrifaráða. Þar veigra menn sér ekki við að misnota aðstöðu sína nóttinga fyrir kosningar og hætta þverpólískri samstöðu í þágu Samfylkingarinnar eins og hér má sjá
![]() |
Kjörsókn með ágætum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsóknarmaðurinn Þór Jakobsson benti á þetta fyrir 25 árum!
22.4.2009 | 12:49
Framsóknarmaðurinn og veðufræðingurinn Þór Jakobsson benti á þessa miklu möguleika okkar á öflugri uppskipunarhöfn á Íslandi fyrir hartnær 25 árum - þegar vísbendingar um hlýnun jarðar voru fyrst að ryðja sér til rúms. Þór benti á að Ísland gæti orðið miðdepill samganngna mulli Norður-Atlantshafs og Kyrrahafs.
Þetta mál hefur alla tíð síðan verið mér ofarlega í huga og fagna því að utanríkisráðherra sé með á nótunum. Þarna eru tækifæri fyrir framtíðina!
![]() |
Góð skilyrði fyrir umskipunarhöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Djarft skref í friðarátt hjá Framsóknarmanninum
21.4.2009 | 23:29
Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur tekið djarft skref í friðarátt með því að bjóða leiðtogum Ísraela, Eygypta og heimastjórnar Palestínumanna í Hvíta húsið í sumar. Obama gefur þannig skýr skilaboð um að hann sé reiðubúinn til að leggja mikið á sig til að ná fram friði í Miðausturlöndum.
Hvort það tekst er aftur á móti annað mál. En það geristi ekkert ef menn reynda ekki!
![]() |
Leiðtogum Miðausturlanda boðið í Hvíta húsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Björgvin styrkir stöðu Steingríms J. sem forsætisráðherraefnis!
21.4.2009 | 11:22
Björgvin Guðmundsson styrkti verulega stöðu Steingríms J. sem forsætisráðherraefnis í mögulegri vinstri stjórn með því að setja aðildarviðræður að Evrópusambandinu sem ófrávíkjanlegt skilyrði Samfylkingar fyrir stjórnarsamstarfi við VG.
VG þarf því ekki að verða stærri en Samfylking - sem vel gæti orðið - til þess að fá forsætisráðherraembættið fyrir Steingrím J. VG getur sett það sem skilyrði ef flokkurinn samþykkir að fara í aðildarviðræður.
![]() |
O-listi fengi fjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Steingrímur J og VG vinna gegn garðyrkjubændum
19.4.2009 | 15:46
VG og Steingrímur J segja eitt en gera annað. Í síðustu viku hafnaði Steingrímur að framlengja samkomulag sem Framsóknarráðherran Valgerður Sverrisdóttir beitti sér fyrir og fól í sér niðurgreiðslu raforku til garðyrkjubænda.
VG og Steingrímur eru því væntanlega að sjá til þess að garðykrjubændur slökkvi á lýsingu sinni í íslenskum gróðurhúsum með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir íslenska neytendur - og efnahagslífið - því slíkt eykur á þörf fyrir innflutning grænmetis.
Var ekki nóg að vinna gegn atvinnuuppbyggingu með því að berjast gegn álveri á Bakka - nú er einnig ráðist að íslenskum garðyrkjubændum!
![]() |
Þetta var fínn fundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn flýr Jóhanna Sigurðardóttir umræðu við pólitíska andstæðinga
19.4.2009 | 12:26
Enn flýr Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar umræðu við pólitíska andstæðinga sína. Sendi nú Árna Pál fyrir sig í umræðu leiðtoga stjórnarflokkanna á RÚV í morgun.
Þetta er reyndar skynsamleg stefna hjá Samfylkingunni - enda ljóst að Jóhanna myndi eiga verulega undir högg að sækja í slíkri umræðu. ´
Betra að hafa hana þar sem hún talar ein og sér og er ekki gagnrýnd - eins og á aðalfundi Seðlabankans - í stað þess að þjóðin átti sig á því að myndin af Jóhönnu er glansmynd sem fölnar örugglega í umræðu Jóhönnu við pólitíska andstæðinga hennar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það grænkar hratt í Reykjavík
19.4.2009 | 10:18
![]() |
Frekar hlýtt í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |