Ríkið lætur heimilin bera byrðarnar

Svokölluð "skjaldborg" ríkisstjórnarinnar um heimilinn er í framkvæmd þannig að ríkisstjórnin lætur heimilin bera byrðarnar. Skuldir heimilanna eru á háum vöxtum og ekki kemur til greina að leiðrétta skuldirnar með því að færa þær niður. Innlánsvextir á sparireikningum barnanna eru hins vegar færðir niður. Til viðbótar virðist ríkisstjórnin ætla að hækka skatta á fjölskyldurnar á sama tíma og laun þeirra sem þó hafa vinnu lækka.

Það er eitthvað meira en lítið brogað við þessa ríkisstjórn!

Ríkisstjórn í afneitun og VG vilja ekki skrifstofur í Morgunblaðshöllinni!


mbl.is Ríkisbankarnir reknir með tapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"At the end of the day" þá er það óumflýjanlegt annað en að heimilin taki á sig byrðar. Eða eigum við kannski að hefja viðræður við heimilislausa um frekari þátttöku þeirra í "byrðunum".

Aukin skattheimta er hins vegar stórhættuleg og mun hefta sköpun á nýjum störfum í einkageiranum.

Það væri kannski ágætt fyrsta skref að vinda ofan af niðurgreiðslu á fjármagni til íbúðakaupa. Þessar niðurgreiðslur hafa valdið gríðarlegri offjárfestingu í steinsteypu hér á landi. Reynslan frá USA þar sem álíka ruglkerfi hefur verið við lýði ætti að kenna okkur að niðurgreiðslur á peningum til íbúðakaupa valda gríðarlegum verðbólum sem hafa sett efnahag alls heimsins á hliðina.

Dude (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 10:36

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sammál Dude hér að ofan. Það væri gaman að Hallur og framsókn segðu okkur eða sýndur fram á hverjir það verðar aðrir sem glaðir taka á sig þessar birgðar. Ég held skv. tali um ríkið standi vörð um "fjármagseigendur" sem í dag eru sennilega helst ellilífeyrisþegar og þeirra sparnaður sem og lífeyrissjóðir séu þau sem fólk vill að þetta bitni helst á.

Banarnir hafa eignast mest af öðrum innistæðum í gegnum yfirtökur á fyrirtækjum og eru eignast meira.

Og ég held að erlendir kröfuhafar taki ekki flata niðurfærslu lána til greina. Og taki heldur yfir þann hluta krafna sjálfir.

Gaman að vita hvaða reynslu Jón Daníelsson og fleiri hafa af samningum við svona stóra kröfuhafa. EN hann og fleyri komu með þessa 20% hugmynd. Veit ekki til þess að Jón og félagar  hafi staðið í slíkum samningum sjálfir. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.5.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband