Carla Bruni hetjan mín í dag!

Carla Bruni forsetafrú í Frakklandi er hetjan mín í dag. Þvílík andstæða Marie-Antoinette. Tekur af skarið og segir það sem segja þarf af fullkomnum skilningi. Ekkert kökukjaftæði.

„Ég fæddist kaþólikki, ég var skírð, en í lífi mínu hef ég verið mjög veraldlega sinnuð. Ég tel að deilan sem spannst af ummælum páfa - sem fjölmiðlar greindu raunar ónákvæmlega frá - hafi ollið miklum skaða. Í Afríku er það oft kirkjan sem lítur eftir sjúku fólki. Það er með ólíkindum að horfa upp á muninn á kenningunni og raunveruleikanum.

Ég tel að kirkjan þurfi að þróast í þessum málum. Hún kynnir smokkinn sem getnaðarvörn sem hún, af hendingu, bannar, þrátt fyrir að hann sé eina vörnin að svo stöddu,“ sagði Bruni í samtali við tímaritið Femme Actuelle!

Páfinn á náttúrlega að skammast sín!

 

 


mbl.is Gagnrýni Bruni einsdæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Verst að hún sé svona illa gift.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 20.5.2009 kl. 23:40

2 identicon

Ég held nú að kaþólikkar ættu að átta sig á því að það er skömm að.
Smokkar eru ekki það eina... þúsundir barna nauðgað um allan heim, pyntingar og þrælkun..
Hver vill segjast vera kaþólikki????

P.S. Það er ekkert extra líf

DoctorE (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 23:49

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála Hallur.

Það vekur athygli mína að engin færsla er hér frá Jóni Val. Var henni eytt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.5.2009 kl. 08:25

4 identicon

Fín færsla Hallur og þörf áminning.

Carla Bruni á heiður skilinn fyrir málefnalega framkomu.  Eina von heimsins í dag er gagnrýnin hugsun og þor til að andmæla vitlausri stefnu í andlegum og verlaldlegum málum.  Kaþólksa kirkjan er ekki yfir gagnrýni hafin, manni býður hreinlega við lýsingum á ógeðslegum kynferðislegum og andlegum pyntingum Írskra presta og annarra fulltrúa hennar, sem lýst er í Morgunblaðinu í dag.  Hreinasti viðbjóður gagnvart varnarlausum börnum!

Hvar eru annars kirkjunnar menn á Íslandi í dag?  Af hverju heyrum við ekkert í þeim varðandi stöðu heimilanna og fjölskyldnanna í landinu, sem horfa upp á eignir sínar hverfa á altari efnagashrunsins?  Er núverandi ástand í samræmi við það sem kirkjan boðar?  Hvað með réttlætið, jöfnuðinn og stöðu með lítilmagnanum sem kirkjan boðar á hátíðisdögum?  Eru þetta allt innantómar möntrur þegar á hólminn er komið? 

In the end hefur maður á tilfinningunni að veraldlegir hlutir séu kirkjunni á Íslandi mikilvægari en hinar andlegu kenningar sem boðaðar eru; Hún bítur ekki í höndina á þeim sem fæðir hana!

Er ekki kominn tími til að aðskilja endanlega ríki og kirkju?

Björn Þorri Viktorsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband