Ríkisstjórn í afneitun og VG vilja ekki skrifstofur í Morgunblaðshöllinni!

Það er rétt hjá Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að þjóðin er í afneitun. En það sem verra er - Steingrímur er í ríkisstjórn sem er í algerri afneitun. Það er rétt hjá Steingrími að erfiðleikarnir verði ekki umflúnir og umræðan verði að taka mið af því.

Ríkisstjórnin hefur hins vegar hagað sér eins og erfiðleikarnir verði umflúnir og umræðan innan hennar opinberað algera afneitun á ástandinu eins og það er.

Besta dæmið er að ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að aflýsa þingfundum í dag þegar mátt hefði nota daginn til að "horfast í augu við hversu alvarleg staða ríkissjóðs sé" og koma efnahagsmálunum og stöðu heimilanna á dagskrá - eins og Framsóknarflokkurinn hefur krafist.

Líklega vilja þingmenn VG og Samfylkingar ekki að þinghald standi yfir á meðan VG finna sér nýjar skrifstofur - því þingflokkur VG neitar að taka við glæsilegum skrifstofum í Aðalstræti - vegna þess að þær eru í gömlu Morgunblaðshöllinni.

Þetta er sami þingflokkur VG - sem vill ekki í rúmgott ríkisstjórnarherbergið í Alþingi - heldur þröngva Framsóknarmönnum út úr hefðbundnu þingflokksherbergi sínu og í minna herbergi sem er of lítið fyrir þingflokk Framsóknarmanna. Þar sitja 14 manns þingflokksfundi að jafnaði.

Þessi mál virðast vera aðalmálin hjá þingmönnum VG - flokki Steingríms J. - frekar en "að fara horfast í augu við hversu alvarleg staða ríkissjóðs sé"!

En vonandi er þessi forgangsröðun VG að breytast ef marka má orð Steingríms.

Fyrir áhugasama um þingflokksherbergi og skrifstofur VG í Morgunblaðshöllinni sjá frétt MBL.is :

14 sitja fundi þingflokks framsóknarmanna

PS.

Þegar VG sá að Steingrímur hafði talað af sér um Þjóð í afneitin - og það gæti skaðað hann - þá fékk starfsmaður VG það fram að fyrisögninni yrði breytt í "Framsóknarmenn í afneitun".

Fyndið. Það er nefnilega ríkisstjórnin sem er í afneitun en ekki Framsóknarflokkurinn!  Það er bara svo illilega borðliggjandi!


mbl.is Framsóknarmenn í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Þjóðin veit hversu alvarleg staðan er, en það gerir hins vegar ekki ríkisstjórnin. Árni Páll og Katrín Júl sögðu í viðtali skömmu eftir stjórnarmyndun að það væri ekkert búið að ræða niðurskurðinn.

Stjórn vinstrimanna mun ALDREI skera niður það sem þarf að gera... ADREI.

Steingrímur og Jóhanna munu koma fram með hvert bjánalega frumvarpið á fætur öðru í von um að komast hjá því að gera það sem gera þarf, og landið mun fara í hundana á næstu 2 árum eða svo, allt í boði vinstrimanna sem hafa aldrei getað tekið ákvörðun um eitt né neitt.

Liberal, 22.5.2009 kl. 13:39

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú ert nú meiri déskotans órabelgurinn Hallur minn í hefðbundna þingflokksherberginu. Ertu búinn að gleyma málshættinum: ,,Lítil kompa fyrir lítinn spillingarflokk"?

Jóhannes Ragnarsson, 22.5.2009 kl. 14:30

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Jóhannes!

Hvaða spilling var í gangi hjá VG ?

Hallur Magnússon, 22.5.2009 kl. 14:40

4 Smámynd: Ellert Júlíusson

Jóhanna og hennar þý vill að sjálfsögðu ekki ganga í neinar harðar aðgerðir vegna þeirra reikninga sem útrásarglæpamennirnir skildu eftir sig og við eigum að borga!

Hvers vegna? Jú mér dettur helst í hug að hún vilji ekki styggja kröfuhafa vegna þess að það gæti haft áhrif á þennan sorglega ESB málstað hennar.

Ef við þegjum og kyngum öllu sem í okkur er fleygt (eins og ríkis(ó)stjórnin hefur verið að gera) þá komumst við mögulega inn, en að sjálfsögðu á þeirra skilmálum sem sennilega munu einungis reka seinasta fleyginn í þetta rotna land!

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 22.5.2009 kl. 14:49

5 identicon

Ég var rétt í þessu að ræða við félaga minn til margra ára.  Hann er á leiðinni í atvinnuviðtal til Noregs og önnur vinafjölskylda að flytja úr landi eftir helgina.  Þau bæði komin með vinnu.

Venjulegt launafólk í vinnu um fertugt að flytja úr landi og Steingrímur talar um að við þurfum að átta okkur á stöðunni.  Hljómar eins og eftirhermun á forseta okkar í Spaugstofunni; "you ain´t seen nothing yet !"

Nú fer maður alvarlega að velta fyrir sér að feta í fótspor Noregsfara !

Höfum við ekki áttað okkur á stöðunni, Steingrímur ??

Við erum búinn að vera 20 ár, þrælandi myrkranna á milli til að hafa það eitthvað örlítið betra en nú spyr maður sig; til hvers ?

Við vorum á léttu skokki, horfandi fram á það að eftir 10 ár eða svo færum við að hafa það notalegt.  Búinn að vera borga niður skuldir sem fóru síhækkandi í verðbólgunni en það var þægileg eignastaða framundan.  Á léttu skokki vorum við slegin niður að aftan, rænd og þegar við röknuðum úr rotinu þá var aleigan farin og gott betur.

Á maður að taka þátt í þessu bulli lengur og engin vonarglæta framundan, eða hvað ?  Ekki heyrir maður neitt nema það að meðalljónin eigi að bera skellinn !

Er þá ekki alveg eins gott að flytja ?  Hver er tilgangurinn að vera eftir ?

Byrja aftur á núlli og borga niður skuldir til æviloka ásamt hærri sköttum og slakari velferðarþjónustu ?

Nei, Það verður mikill fólksflótti.  Skattgreiðendur á aldrinum 30 - 45 ára munu flytja í stórum stíl út og eftir sitja námsmenn, öryrkjar og aldursflokkurinn 50+

Nei Steingrímur.  Þú hefur ekki efni á því að missa þetta fólk úr landi.  Komdu með lausnir fyrir heimilin og það fyrr en seinna !

Neytandi (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 18:18

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það var líkt þér Hallur minn, að setja þessa frétt í samhengi við þingflokksherbergi Framsóknarflokksins en vera ekki að öðru leiti efnislega ósammála málflutningi Steingríms.

Þessu svipar til þess þegar ríkisstjórnin lagði það upp að engin ríkisstarfsmaður skyldi hafa hærri laun en forsætisráðherra, að þá taldir þú laun Jóhönnu vera fáránlega lág. 

Það er kominn tími til að þeir sem vilja hlífa borgurum þessa lands við því að verða skuldaþrælar að ósekju, hætti að flækja sig í aukaatriðum.  Taki þess í stað heilshugar undir almennar aðgerðir til leiðréttingar þess óréttlætis sem varð við gengisfellingar bankanna með tilheyrandi hækkun á verðtryggingu.

Magnús Sigurðsson, 22.5.2009 kl. 22:20

7 identicon

Mikið er það rétt hjá ykkur þessi vinstri velferðarstjórn af norræni fyrirmynd er ekki búinn að gera "jack shit" þið fyrirgefið frönskuna hjá mér. varðandi laun forsætisráðherra þá eru þau fáránlega HÁ miðað við mentun hennar. Hvar er nú umtalið um mentun hér áðurfyrr var mikið gert grín á að hafa dýralækni sem Fjármálaráðherra en nú er jarðfræðingur og FLUGFREYJA sem er æðsti valdamaður (held ég) þjóðarinnar. Varðandi þessi Þingherbergin þá á þetta bara vera eins og þetta er og hefur verið. Það á ekki að þurfa að vera ganga um með mælistokkinn til að finn út 0.7fm Össur kæmist ekki nema hálfur á 0,7fm.

D.þorsteinsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 01:33

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er svolítið ankannalegt að nota menntun sem mælistiku á laun nú á tímum. Það má allt eins segja að það hafi verið hámentað fólk sem var á góðum launum við að kom Íslandi á hausinn, jafnvel hagfræðingar með háskólagenginn dýralækni í fararbroddi.

Nú er það jafnvel hámentað fólk sem helst hugkvæmst að velta efnahagshrunin yfir á almenning.  Hverjum hefði dottið í hug að fyrsta velferðarstjórn vinstrimanna á Íslandi myndu ganga lengst í að gæta hagsmuna fjármagnseigenda með eignaupptöku hjá fólki sem er saklaust af því að hafa tekið þátt í græðgivæðingunni.  

Magnús Sigurðsson, 23.5.2009 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband