Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Mikilvægt erlent fé inn í landið - ríkið ætlaði aldrei að kaupa hlut Magma!

Með sölu Orkuveitu Reykjavíkur á hlut Orkuveitunnar í HS Orku til Magma Energy kemur dýrmætt erlent fé inn í landið.  Það hefur gleymst í umræðunni að undanförnu að Magma Energy mun greiða andvirði hlutsins annars vegar með staðgreiðslu og hins vegar með skuldabréfi sem er afar vel tryggt.

Þá hefur Magma Energy lagt fram áætlanir um að setja töluvert nýtt fjármagn inni í uppbyggingu á HS Orku.

Nýtt fjármagn inn í landið er einmitt það sem við þurfum nú á erfiðum tímum.

Það er ljóst að ríkisstjórnin hefur vitað það í langan tíma að til stæði að orkuveitan seldu hlut sinn í HS Orku, enda Orkuveitan skikkuð til þess af samkeppnisyfirvöldum. Útboðsferli Orkuveitunnar hefur verið gagnsætt. Það átti ekki að koma neinum á óvart - og allra síst ríkisstjórninni - að Orkuveitan væri að selja hlut sinn þessa dagana.

Það er jafn ljóst að ríkisstjórnin hafði allan tíma í heiminum að ganga inn í fyrirliggjandi tilboð - ein sér eða með því að fá til dæmis lífyerissjóðina að málinu.  Það var bara enginn áhugi á því. Ríkið fékk lengri frest til að skoða málið - og niðurstaðan er sú sama.

Sannleikurinn er nefnilega sá að það er ekki vilji hjá ríkisstjórninni að Magma kaupi ekki hlut Orkuveitunnar. Það er alveg ljóst að núverandi iðnaðarráðherra og fyrrverandi iðnaðarráðherra eru hæstánægðir með aðkomu Magma. Hins vegar urðu ráðherrar VG að friða stuðningsmenn sína með því að látast vilja láta ríkið koma að málinu. Það var og er fjölmiðlafarsi - sem við eigum að hafa skilning ár - þótt það hafi aldrei í alvöru verið ætlun ríkisstjórnarinnar að ganga í málið.

Steingrímur og Svandís munu á næstu dögum væntanlega vera í fjölmiðlum með vandlætingarsvip og gagnrýna söluna. Það er hins vegar ekkert að bakið því. En við skulum hafa skilning á þessar pólitísku þörf þeirra - þau verða að halda andlitinu gagnvart flokksmönnum sínum.


mbl.is Magma fær hlut Orkuveitunnar í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar Steingrímur að láta Orkuveituna vita af þessu?

Ætli Steingrímur J. muni láta Orkuveituna vita af því að lífeyrissjóðirnar muni kaupa meirihluta í HS Orku?  Eru lífeyrissjóðirnar búnir að samþykkja kaup á hlut Orkuveitunnar í HS Orku?

Ég bara svona spyr af því að Steingrímur var ekki búinn að láta stjórnarformanninn vita seinni partinn í gær - en tilboð Magma Energy rennur út í fyrrmálið.

Reyndar hefur það verið aðdáunarvert hvernig formaður Orkuveitu Reykjavíkur Guðlaugur Gylfi Sverrissons hefur haldið á málum vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur til Magma Energy - þótt eitthvað hafi skort á tjáskipti fjármálaráðherra við OR.

Yfirvegun Guðlaugs Gylfa skilar hærra auðlindagjaldi frá Magma Energy


mbl.is Eignast meirihluta í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánasafn Íbúðalánasjóðs tryggara en lán bankanna sem "liggja undir skemmdum"

Það er ofmælt hjá hjá Tryggva Þór Herbertssyni að lánasafn Íbúðalánasjóðs liggi undir skemmdum og sé jafnvel ónýtt. Hins vegar eru allar líkur á að lánasöfn ríkisbankanna séu illa farin.

En það er hins vegar hárrétt að nú eigum við tækifæri til þess að leggja efnahagslífinu lið og færa niður skuldir heimila og fyrirtækja. Slík niðurfærsla skilar sér í auknu fjármagni inn í atvinnulífið á sama tíma og komið er í veg fyrir annars fyrirsjáanleg fjöldagjaldþrot fjölskyldna.

Herbert Þór segir í útvarpsfréttum í dag:

"Lánasöfn ríkisbankanna og Íbúðalánasjóðs liggja undir skemmdum og eru jafnvel ónýt. Ástæðan er að fjölmargir hafi fengið lán sín fryst og þau eru því ennþá skráð sem eign hjá bönkunum, þrátt fyrir að fjölmargir lántakendur muni ekki geta greitt lánin til baka."

 Eins og áður segir er þetta ofmælt í tilfelli Íbúðalánasjóðs þar sem íbúðalánsjóðsins eru ekki nema í undantekningartilfellum að sliga fjölskyldurnar - heldur eru það aðrar skuldbindingar sem það gera.

Ástæðan er einföld.

Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hefur alla tíð verið afar hófleg auk þess sem brunabótamat hamlaði lánveitingum sjóðsins verulega. Veðsetningarhlutfall lána Íbúðalánasjóðs er því miklu mun lægra en veðsetningarhlutfall íbúðalána bankanna sem lánuðu hömlulaust há lán með háu veðsetningarhlutfalli.

Það er því nánast undantekning að íbúðalán Íbúðalánsjóðs sé hærra en verð íbúða sem lánað var til á meðan algengt er að bankalánin séu yfir 100% af veðsetningu.


Reykjavík heiðarleg og vönduð alþjóðleg fjármálamiðstöð!

Íslendingar eru dálítið bældir þessa dagana þegar rætt er um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð. Sumum finnst hugmyndin orðin tragikómísk – jafnvel hljóma nánast eins og lélegur klámbrandari. 

En það er engin ástæða til. Íslendingar eiga að bera höfuðið hátt og láta umheiminn vita að Íslendingar ætli áfram að taka þátt í fjármálalífi heimsins og setja á fót heilbrigða, heiðarlega og vandaða fjármálamiðstöð á Íslandi. 

Það er nefnilega alveg ljóst að Íslendingar eiga fjöldan allan af vel menntuðu, vönduðu og góðu fólki í fjármálalífinu sem hefur nú yfir mikilli reynslu að ráða.

Það má ekki láta hrun bankakerfisins, mistök og glæfralega útrás einstakra fjárglæframanna verða til þess að gengisfella íslenskt bankafólk. Við eigum að snúa því sem við höfum gengið í gegnum upp i styrkleika til framtíðar!  Við erum með mannafla og þekkingu til þess! 

Hverjir eru betur til þess fallnir að byggja upp heiðarlega og heilbrigða alþjóðlega fjármálastarfsemi en þeir sem gengið hafa í gegnum hrikalegar afleiðingar mistaka á því sviði? 

Við eigum að læra af mistökunum og deila þeim lærdómi með öðrum! 

Við eigum að stefna að því að Reykjavík verði mikilvægur hluti alþjóða fjármálakerfisins.  

Og við eigum að byrja þá uppbyggingu á mánudaginn.

 


mbl.is Semja verði aftur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirvegun Guðlaugs Gylfa skilar hærra auðlindagjaldi frá Magma Energy

Það hefur verið aðdáunarvert hvernig formaður Orkuveitu Reykjavíkur Guðlaugur Gylfi Sverrissons hefur haldið á málum vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur til Magma Energy. Ekki hvað síst eftir upphlaup fulltrúa Samfylkingar í stjórn Orkuveitunnar sem hélt fram hreinum rangfærslum í fjölmiðlum og í kjölfarið stóryrtar yfirlýsinga ráðherra VG sem greinilega töldu sig geta komið höggi á meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðsiflokks í borgarstjórn Reykjavíkur með upphlaupinu. 

Ekki gleyma að Orkuveitan var skikkuð af samkeppnisyfirvöldum til að selja hlut sinn í HS Orku þannig að Orkuveitunni var nauðugur einn kostur að selja - og hafði náð samningum við hæstbjóðanda - samningi sem tryggði eigendum Orkuveitu Reykjavíkur - okkur Reykvíkingum og fleirum - dýrmætt erlent fjármagn á krepputímum það sem lítið er um slíkt.

Í stað þess að taka þátt í póltísku moldviðri ráðherra VG og fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitunnar tók Guðlaugur Gylfi á málinu af yfirvegaðri stillingu og kom málinu í þann farveg að veita ríkinu kost á koma að málinu og gera tilboð um kaup á þeim hlut sem Orkuveitan hyggst selja Magma Energy.

Það kom strax í ljós að háværar kröfur VG um að hluturinn ætti að vera áfram í íslenskri opinberri eigu - sem eðli málsins gat ekki verið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur vegna úrskurðar samkeppnisyfirvalda - voru innantómar og fyrst og fremst ætlaðar til að skaða meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn. Það var aldrei innistæða hjá fjármálaráðherra fyrir því að veita fjármagni til þess að ríkið gæti tekið yfir hlut sem selja á Magma í HS orku.

Það jákvæða við moldvirði VG er að aðkoma fjármálaráðherra mun væntanlega verða til þess að umdeilanlegt ákvæði um þann tíma sem leigutími HS Orku á jarðvarmaauðlindum á Reykjanesi mun styttast og auðlindagjald hækka.

Sú niðurstaða verður til þess að fjármálaráöherra - sem er klókur og öflugur stjórnmálamaður - getur haldið andlitinu. Það er gott - bæði fyrir ráðherrann, Orkuveitu Reykjavíkur, HS Orku og Magma Energy.

En ekki gleyma því að það voru yfirveguð viðbrögð Guðlaugs Gylfa Sverrissonar formanns Orkuveitu Reykjavíkur sem gerðu þessar jákvæðu breytingar kleifar.


mbl.is Vilja hækka auðlindagjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óafsakanlegur skrílsháttur - aðför að málfrelsi!

Ruddaleg aðför að Hannesi Hólmsteini er óafsakanlegur skrílsháttur. Það er eitt að vera ósammála manninum - annað að haga sér eins og sjá má á myndbandsfrétt mbl.is.

Það er málfrelsi á Íslandi. Málfrelsið er einn hornsteinn lýðræðisins. Ég mun verja málfrelsið fram í rauðan dauðann. Ég hef sjálfur tekið á mig miklar fjárhagslegar byrðar fyrir málfrelsið.

Þess vegna fordæmi ég skrílslæti mótmælenda á Austurvelli þegar þeir gera aðsúg að Hannesi Hólmsteini á þann hátt sem sjá má í myndbandinu. Þeir sem ganga svona fram eru að gera aðför að málfrelsinu.

Menn verða að hemja sig - hversu ósammála sem þeir eru. Málfrelsið er heilagt.


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökkum Færeyingum stuðninginn og drekkum Føroya Bjór samhliða íslenskum!

Þökkum Færeyingum stuðninginn í efnahagshruninu og drekkum Føroyabjór samhliða íslenskum úrvals bjór!

En að sjálfsögðu í hófi!


mbl.is Føroya Bjór nú fáanlegur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenn leiðrétting höfuðstóls íbúðalána og afborganir eftir greiðslugetu!

Það þarf almenna leiðréttingu á höfuðstól íbúðalána bæði lána sem taka mið af gengi erlendra gjaldmiðla og verðtryggðra lána. Þá þarf jafnframt að gefa fjölskyldum kost á að taka mið af greiðslugetu við afborganir af íbúðalánum sínum, eins og ég og Þórólfur Matthíasson höfum bent á.

Vek athygli á aðgerðum talsmanns neytenda sem nú hefur leitað til fjármálafyrirtækja um að sérstakur gerðardómur ákvarði forsendur leiðréttinga höfuðstóls. Einnig frétt þar sem hinn dugmikli talsmaður neytenda telur líklegt að gengisbundin lán séu bönnuð samkvæmt lögum.


mbl.is Höfuðstóll lána verði lækkaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afborganir íbúðalána taki mið af greiðslugetu fjölskyldna

Í kjölfar efnahagshrunsins í haust lagði ég til að afborganir íbúðalána taki mið af greiðslugetu hverrar fjölskyldu fyrir sig. Nú hefur Þórólfur Matthíasson tekið undir þessar hugmyndir mínar. Vonandi fá þær hljómgrunn víðar. Helst hjá félagsmálaráðherranum og ríkisstjórninni.

Tillögur mínar í haust fólust í að byrja með tímabundna frystingu lána þar sem staða mála yrði tekin eftir 3 ár.  Þá var ekki ljóst að efnahagslægðin yrði eins djúp og kreppan erfið - eins og nú hefur komið á daginn.

En þetta fyrirkomulag er raunhæft til lengri tíma.

Lítum aðeins á bút úr einu bloggi mínu um málið frá því í október:

Lausnin er sú að geta bæði fryst greiðslur af vöxtum, höfuðstól og verðbótum. Greiðslubyrðin taki mið af greiðslugetu hvers og eins fyrir sig - en það sem út af stendur verði fryst til dæmis í 3 ár. Þá verði tekin afstaða til þess hvernig farið verði með þann hluta lánsins sem hefur verið frystur.

Fyrir flesta er líklegt að unnt sé að standa undir greiðslum í kjölfar kreppunar, fyrir aðra er þörf að lengja í láninu til þess að lækka greiðslubyrðina og væntanlega verður einhver hópur sem getur ekki staðið undir láninu. Þá þarf sértækar aðgerðir til að leysa úr vanda þess hóps.

Ég hef bent á tvær leiðir til þess að ákvarða fjárhæð afborganna og þar af leiðir hversu mikið verði fryst.

Einfaldasta leiðin er að ákvarða að ákveðið fast hlutfall af brúttólaunum fari til greiðslu íbúðalána ef fólk sækir um að frysta hluta afborgana sinna.

Flóknari leið - en að mörgu leiti æskileg leið - er að fólk fari gegnum greiðslumat og í kjölfar þess ákvarðað hvaða fjárhæð fjölskyldan getur greitt í afborganir af íbúðalánum og afgangurinn frystur í til dæmis þrjú ár.  Kosturinn við þessa leið er sú að við greiðsluamt er farið í gegnum öll fjármál fjölskydunar og unnt að ganga frá yfirlitum og greiðsluáætlunum til að standa undir öðrum skuldbindingum og útgjöldum fjölskyldunnar.  Fjölskyldan fær þá mikilvægt stöðumat á eigin fjárhagslega stöðu. 

Hugmyndir mínar má sjá í bloggfærslu í október Frysting höfuðstólsgreiðslna ekki nóg! 


mbl.is Bankarnir skoða leiðir til að skuldbreyta íbúðalánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geymdi rússneski dómarinn spariféð sitt á IceSave?

Ætli rússneski dómarinn hafi geymt spariféð sitt á IceSave?

Æ, mér datt það bara í hug!

Annars voru íslensku stelpurnar sig afar vel. Það er ekki einfalt á fá á sig vafasama vítapyrnudóma í tvígang!

Slæmt að klúðra víti - það eina sem var alvöru víti - en svona er boltinn.

Þá er bara að taka Norðmenn í næsta leik - og ná jafntefli við Þýskaland. Það er geta fyrir hendi að klára það.


mbl.is EM: Ísland tapaði fyrsta leiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband