Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Verjum löggæsluna í landinu!

Við eigum að verja löggæsluna í landinu. Það er þyngra en tárum taki að sjá átök almennra lögreglumanna og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Lögreglustjóranum er svo þröngur stakkur settur í fjárveitingum að það getur ekki annað en komið niður á almennum lögreglumönnum og löggæslunni.

Ég óttast virkilega að við séum að missa bestu lögreglumennina úr starfi vegna ástandsins. Við megum ekki við að lögreglan hrynji á þeim erfiðu tímum sem við upplifum. Afleiðing þess gæti orðið að gæði lögreglunnar minnki verulega - og þangað leiti einstaklingar sem við viljum síður að sjái um vandasama löggæslu.

Hvort sem okkur líkar það betur eður verr þá verðum við að auka fjárframlög til lögreglunnar. Það dugir skammt að verja grunnþætti velferðarþjónustunar, heilbrigðiskerfisinsog menntakerfisins ef óöld skapast þar sem löggæslan er í molum.  Við eigum góða og faglega lögreglu - en slík lögregla er ekki sjálfgefin. Það höfum við séð í ríkjum víða um heim.


mbl.is „Aldrei eins slæmt og núna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað þarf að afskrifa hluta skulda heimilana!

Auðvitað þarf að afskrifa skuldir heimilana!
mbl.is Ráðherra vill afskrifa skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill ríkisstjórnin HS Orku úr landi eða í hendur ríkisins?

'Eg er tvístígandi yfir því að selja hlutinn í HS Orku til erlendra aðilja. Orkuveitan verður hins vegar að selja. Umhverfisráðherra segist ekki vilja sjá hlutinn seldan erlendum einkaaðila. Nú kemur í ljós hvort Steingrímur J. er sammála henni. 

Það er rétt hjá Guðlaugi að fá úr því skorið.


mbl.is Vill fund með fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

?

??
mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trabant aftur draumabíllinn?

Ég hef alltaf saknað gamla góða Trabantsins míns sem ég keypti nýjan á 78 þúsund krónur - líklega árið 1982. Trabantinn var skemmtilegur bíll. Frábær í snjó - en daprari upp brekkur. Ég var þó tekinn á 104 km á klukkustund UPP Ártúnsbrekkuna. Reyndar neðarlega í henni - því maður varð að þenja Trabbann eins og maður gat áður en haldið var upp brekkur - því annars var hraðinn ósæmilega lítill í efri hluta brekknanna.

Það fór því um mig gleðistraumur þegar í las í Mogganum í morgun að það væri von á nýjum Trabant!

Reyndar verður um að ræða rafbíll með sólarpanill á þakinu!  Hefði dugað vel í borginni þetta sumarið!

Ég hlakka til að sjá aftur Trabant - draumabílinn. Aldrei að vita nema maður festi kaup á einum!!!


mbl.is Næsti Trabbi verður rafbíll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklu skárri IceSave lausn

Þingmenn hafa náð saman um miklu skárri IceSave lausn en útlit var fyrir. Skil hins vegar ekki Samfylkinguna að gefa málinu ekki nokkrar klukkustundir í viðbót til að ná fullri samstöðu um málið. Vantaði ekki mikið upp á að Framsókn yrði með. Kannske hefur Samfylkingin viljað hafa Framsókn fyrir utan samkomulagið.

... og lekamálið: Lekandinn á að segja af sér


mbl.is Hagvöxtur stýri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lekandinn á að segja af sér

Það er grafalvarlegt mála að trúnaðargögn sem liggja fyrir í nefndum Alþingis leki til fjölmiðla - hvað þá í svo viðkvæmu og alvarlegu máli sem IceSave.

Það verður að vera unnt að fjalla um mál af trúnaði.

Ekki veit ég hver lak trúnaðargögnunum - en mín skoðun er sú að ef um þingmann er að ræða eigi viðkomandi að segja af sér.


mbl.is Fundur í fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrílsleg hegðun og skemmdarverk bæta ekki efnahagsástandið

Skrílsleg hegðun og skemmdarverk bæta ekki efnahagsástandið. Skrílsleg hegðun og skemmdarverk byggja ekki upp Ísland á ný. Þeir sem standa fyrir skrílslegri hegðun og skemmdarverkum á húsum annarra eru komnir á sama plan og þeir sem komu okkur í þá stöðu sem við erum nú í.

Sparið málninguna og notið orkuna til þess að byggja Ísland upp á ný. Heiðarlega og af dugnaði.


mbl.is Hús máluð í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norskir Framsóknarmenn Íslendingum hliðhollir

Norskir Framsóknarmenn eru okkur Íslendingum hliðhollir. Miðflokksmaðurinn Per Olaf Lundteigen hefur fylgst með málum á Íslandi frá hruninu - og hefur alla tíð lagt áherslu á að Norðmenn aðstoði Íslendinga eftir föngum.

Áhersla Lundteigen á aukinni samvinnu við Íslendinga í atvinnumálum er athyglisverð. 


mbl.is Vill að Norðmenn láni Íslandi meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafnaði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Rússaláni?

Hafnaði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Rússaláni í kjölfar hrunsins? Það væri athyglisvert að fá svör við því - og röksemdir af hverju það var gert.

Það breytir reyndar ekki núverandi stöðu - sem þarf að leysa hið fyrsta svo við getum farið að einbeita okkur á endurreisnarbrautinni.

Endurreisnarbraut sem við verðum að fara með kraft og bjartsýni á framtíðina að leiðarljósi hvernig sem IceSave málum lyktar - og láta ekki mistök fortíðar trufla okkur á þeirri braut.


mbl.is „Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband